Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 100

Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 100
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15. ÁGÚST Tónleikar 13.00 Söngvaskáld í Byggðasafni Hafnarfjarðar í dag klukkan 13.00. Fram koma: Sveinn, Adda, Koi, Markús. Frítt er inn 15.00 Á elleftu tónleikum sumarjazz- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu, í dag kemur kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen. Auk hans skipa tríóið þeir Jón Rafnsson á kontrabassa og Sigfús Óttarsson á trommur. Þeir munu leika fjölbreytt úrval jazz og popp tónlistar í eigin útgáfum. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefj- ast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. 19.00 Í kvöld kl. 19.00 verður frum- flutt á Íslandi óratorían Salómon eftir Händel í Hallgrímskirkju sem hluti af Kirkjulistahátíð 2015. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóð- lega barokksveitin í Den Haag ásamt einsöngvurunum Robin Blaze (kontra- tenór– titilhlutverk), Þóru Einarsdóttur, Sigríði Ósk Kristjánsdóttur, Benedikt Kristjánssyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. 19.00 Hápunktur Kirkjulistahátíðar 2015 verður þegar hin stórfenglega óratóría Händels, Salómon konungur, verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið verður flutt í dag klukkan 19.00 í Hallgrímskirkju. 20.00 Hið íslensk-þýska Ensemble Adapter er einn reyndasti samtíma- tónlistarhópur Íslands. Hann hefur aðsetur í Berlín og hefur margsannað sig á alþjóðagrundvelli. Adapter hefur nú tekið höndum saman við Cycle listahátíð. Tónleikarnir fara fram í Salnum, Music Hall í Kópavogi og hefj- ast klukkan 20.00. 20.00 Heiðurstónleikar The BEATLES fara fram í kvöld í Háskólabíói. Fjór- menningarnir sem stíga á svið í Háskólabíói eru heldur engir aukvisar og fara þar nokkrir af öflugustu söngvurum þjóðarinnar, þeir BJÖRG- VIN HALLDÓRSSSON, MATTHÍAS MATTHÍASSON, STEFÁN JAKOBSSON & EIRÍKUR HAUKSSON, ásamt ROKKA- BILLÝBANDINU. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. 21.00 Sveitin FM Belfast er nýkomin á klakann eftir tónleikaferðalag um Evrópu, þar sem lýðurinn var trylltur í Sviss, Þýskalandi, Belgíu og fleiri lönd- um. Þau ætla að slútta túrnum með flottu giggi í Tjarnarbíó í kvöld. Nú er komið að Íslendingum að dansa af sér skóna við stuð FM Belfast. Tónleikarnir hefjast með DJ-setti klukkan 21.00 en miðaverð er 2.000 krónur í forsölu og 2.500 krónur við hurð. 22.00 Rokkhljómsveitin Infiniti frá Akureyri blæs til endurkomu-tónleika á Pósthúsbarnum á Akureyri laugardags- kvöldið 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur ekki spilað saman opinberlega í að verða 10 ár og munu því öll gömlu góðu lögin, ásamt nýju efni hljóma í órafmögnuðum útgáfum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og fara fram á Pósthúsbarnum. 23.00 Keflavíkurnætur standa fyrir sumar-tónlistarveislu í sjálfum bítlabænum 14. til 16. ágúst næst- komandi. Tónlistarsagan á sér djúpar rætur í Keflavík enda hefur verið opnað Rokkminjasafn, til að varðveita þau djúpu spor tónlistarsögunnar sem hafa verið mörkuð í Keflavík í gegnum tíðina. Fram koma Helgi Björns, Sigga Beinteins, Bó, Amabadama, Matti Matt, Muscleboy, FM95BLÖ, Steindi Jr, Bent, Agent Fresco, Friðrik Dór, Skítamórall, Ingó & Veðurguðirnir, Óli Geir, Love Guru, Von og fleiri. 23.30 Rafnæs heldur göngu sinni áfram og býður ykkur að dansa í kvöld. Fyrri kvöld hafa verið hýst á Paloma og verður engin breyting þar fyrir Rafnæs #4. Plötusnúðar kvöldsins koma hver úr sínu horni og munu spila raftónlist sem er þeim að skapi. Það er vilji okkar að breiða boðskap góðrar raftónlistar og skapa aðstæður þar sem hún fær að Næstkomandi laugardag halda borgarbúar upp á Menningarnótt en Dj Margeir og Óli Ofur ætla að fara með hátíðarhöldin í nýjar hæðir. Í fyrra héldu þeir karni- val á gatnamótum Klapparstígs og Hverfisgötu og þeir ætla að endur taka leikinn í ár. Með aðstoð frá Nova ætla þeir með karni- valið í nýjar hæðir og leyfa gest- um og gangandi að upplifa alvöru danspartí úti á miðri götu. Þeir fara óhefðbundnar leiðir þegar það kemur að uppsetningunni en þeir ætla meðal annars að hengja stærstu diskókúlu landsins upp í byggingakrana sem er á svæðinu vegna hótelbyggingar. „Ég var að horfa út um gluggann hjá mér þegar mér datt þetta í hug. Ég sló á þráðinn til byggingarverk- takanna og þetta var bara sam- þykkt og ákveðið í einu símtali. Eftir því sem ég kemst næst þá á Nova stærstu diskókúlu lands- ins en ef það er til önnur stærri þá notum við hana,“ segir Mar- geir. Þegar líða fer á daginn ætla þeir að nota það öflugan kastara á diskókúluna að það þurfti að láta flugumferðarstjórn vita af því. „Við erum komin með öll leyfi sem við þurfum og þetta verður bara algjör snilld.“ Í fyrra mættu mörg þúsund manns á karnivalið en það má búast við fleirum í ár þar sem það sló í gegn í fyrra. Dagskráin er pökkuð af flottum tónlistarmönn- um ásamt því að það verður „pop- up“ jóga yfir daginn. Þeir skildu þó eftir eitt gat í dagskránni. „Mig langar að gefa einhverjum efnileg- um plötusnúð tækifæri á að spila og auglýsi hér með eftir einhverj- um sem hefur áhuga og langar að sýna hvað í sér býr.“ Það er öruggt að allir á svæðinu verði dansandi og enginn kemst upp með að standa og fylgjast með. „Það sem var svo gaman í fyrra var hvað allir voru að taka þátt og dönsuðu á fullu. Þetta var eins og dansmaraþon. Í ár erum við í sam- starfi við Reykjavík Dance Festi- val og á einum tímapunkti munu þau koma fram og peppa alla upp.“ Karnivalið er engin venjuleg hátíð enda verður lagt gras á reitinn og byggt alvöru svið. „Þetta er ekki bíll sem keyrir inn á miðja götuna þar sem hliðarnar opnast og þá myndast svið. Við erum að virkja alla borgarbúa í að taka þátt í von um að þetta verði einhvers konar hverfishátíð. Svo hvetjum við líka aðra byggingarverktaka til þess að hengja diskókúlur í bygginga- kranana sína í tilefni Menningar- nætur.“ gunnhildur@frettabladid.is Diskókúlur hanga úr byggingakrönum Dj Margeir og Óli Ofur halda karnival annað árið í röð á gatnamótum Klapparstígs og Hverfi sgötu á Menningarnótt. Þeir leita að upprennandi plötusnúðum. VEL HEPPNAÐ Í FYRRA Búist er við að karnivalið slái í gegn á Menningarnótt um næstu helgi. Ég sló á þráðinn til byggingarverktakanna og þetta var bara samþykkt og ákveðið í einu símtali. Eftir því sem ég kemst næst þá á Nova stærstu diskókúlu landsins en ef það er til önnur stærri þá notum við hana. ENDALAUST TAL OG 10 GB Á 3.990 KR.* Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði. 1817 365.is *Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365. Nánari upplýsingar á 365.is 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -7 1 8 0 1 5 C 8 -7 0 4 4 1 5 C 8 -6 F 0 8 1 5 C 8 -6 D C C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 2 0 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.