Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 104

Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 104
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 64 TÓNLEIKAR ★★★★ ★ Kings of Leon NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ágúst 2015 Það var margt um manninn í Nýju- Laugardalshöllinni á fimmtudags- kvöldið þegar ein vinsælasta rokk- hljómsveit heims, Kings of Leon, steig þar á svið. Það var reyndar íslenska hljómsveitin Kaleo sem hóf leik og sýndi sveitin frábæra takta og var afar þétt í sinni spila- mennsku. Kaleo spilaði því miður í einungis um 25 mínútur og undir- ritaður skynjaði það á tónleika- gestum að fólk var almennt til í að heyra fleiri lög frá rokkurun- um úr Mosfellsbænum. Það var auðsjáanlegt og auðheyranlegt að dvöl sveitarinnar í Bandaríkjunum undanfarna mánuði hefur gert þessa góðu sveit enn betri og verður gaman að sjá hvað ger- ist hjá henni í framtíðinni. Eftir að Kaleo lauk leik, tók við smá bið en fólk var almennt í góðum fíling. Þá kom að því, að suðurríkja- rokkararnir í Kings of Leon stigu á svið og þeir voru stundvísir. Undir ritaður var heillaður, alveg frá fyrsta tóni, frá því að fyrsti hljómurinn í laginu Supersoaker, sem er jafnframt fyrsta lagið á nýjustu plötu Kings of Leon, Mech- anical Bull, allt fram að síðasta hljómi í lokalagi tónleikanna, sem er jafnframt vinsælasta lag sveit- arinnar, Sex on Fire. Bræðurnir þrír, Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frændinn Matthew Followill slógu ekki feilnótu alla tónleikana, eða þá hefur hún allavega farið fram hjá undirrituðum. Með þeim á sviðinu var þúsundþjalasmiður að nafni Ethan Luck, sem spilaði á slagverk, gítar, hljómborð, söng bakraddir og allt þar á milli. Þessir fagmenn léku öll vinsælustu lög sveitarinnar og voru öryggið uppmálað í spila- mennsku sinni og framkomu. Tón- leikagestirnir, sem voru um átta þúsund manns, fengu að heyra lög af öllum sex breiðskífum Kings of Leon og því klárt mál að þeir fengu helling fyrir sinn snúð, sama hvaða plata er í uppáhaldi. Söngvari sveitarinnar, Caleb Followill, talaði aðeins við tónleika- gesti á milli laga en var aldrei með neitt óþarfa blaður. Hann sagðist til dæmis vera flugþreyttur en að hann myndi laga það með því að drekka sig fullan og glotti í kjölfar- ið. Þá sagði töffarinn einnig þegar langt var liðið á tónleikana að sveit- in hefði í hyggju að koma aftur til landsins, það væri frábært að vera á Íslandi og þeir hefðu hlakk- að mikið til þess að koma hingað. Annars virtust liðsmenn Kings of Leon að mestu leyti vera einbeittir í því að skila sínu vel, sem þeir gerðu. Þeir voru ekki með neitt óþarfa blaður og það er ber- sýnilegt að þessi gaur- ar hafa svo sannarlega spilað á nokkrum tón- leikum áður. Þvílík reynsla og fag- mennska. Það voru fleiri fagmenn í saln- um því hljóð og ljós var til mikillar fyrirmyndar. Hljóðkerfið skilaði frábærum hljómi og ljósadýrð- in var þvílík. Til að setja punkt- inn yfir i-ið voru þrír risaskjáir við sviðið, sinn hvorum megin við sviðið og svo einn, sem var jafn- framt stærsti skjárinn, fyrir aftan sviðið. Þessi skjáir gerðu mikið fyrir tónleikana og gerðu þá að miklu sjónarspili. Fjöldi mynda- véla var á sviðinu þannig að áhorf- endur gátu vel séð hvað meðlim- ir sveitarinnar voru að gera uppi á sviði þegar þeir rýndu í hliðar- skjáina. Glæsileg grafík var svo á skjánum á bak við sviðið sem talaði við hvert lag fyrir sig. Þessir skjá- ir, með þessari glæsilegu grafík og myndefni, gerðu svo sannarlega góða tónleika enn betri. Það eina sem undirritaður gat sett út á á tónleikunum var svæðisskipt- ingin og fannst honum heldur mikið að hafa svæðin fjögur, A+, A, B og C svæði. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að undirritaður er ekki vanur svona mörgum svæðum á stand- andi tónleikum á Íslandi og þetta því svolítið viðbrigði. Annars var allt skipulag til mikils sóma og virtist undirrit- uðum allt fara vel fram og allir ganga sælir og sáttir úr Nýju-Laugar- dalshöllinni. gunnarleo@frettabladid.is NIÐURSTAÐA: Bræðurnir þrír, Caleb Foll owill, Nathan Follo- will, Jared Followill og frændinn Matthew Followill í Kings of Leon slógu ekki feilnótu alla tónleikana. Hinir íslensku Kaleo gáfu tóninn fyrir það sem í vændum var og voru frábærir. Vel heppnaðir tónleikar í alla staði. Kings of Leon stóðu heldur betur fyrir sínu ÁNÆGÐIR Á ÍSLANDI Hér eru þeir Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, ásamt bræðrum sínum, bassaleikaranum Jared Followill og trommararnum Nathan Followill. Frændinn í bandinu, gítarleikarinn Matthew Followill, var á hinum enda sviðsins og náðist ekki á þessa fögru mynd ljósmyndarans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -4 A 0 0 1 5 C 8 -4 8 C 4 1 5 C 8 -4 7 8 8 1 5 C 8 -4 6 4 C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 1 2 0 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.