Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 106

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 106
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 66 Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is Lögðu undir sig heimavistarskóla Hljómsveitin Sniglabandið er um þessar mundir að vinna að nýrri plötu sem ber nafnið Íslenskar sálarrannsóknir. Nýja platan kemur út í byrjun október en þá fagnar hljómsveitin einnig þrjátíu ára afmæli sínu. Útgáfunni verður fagnað með tónleikum í Eldborg í 3. október. Hljómsveitin Sniglabandið er um þessar mundir að gera nýja plötu, sem hlotið hefur nafnið Íslenskar sálarrannsóknir. Meðlimir sveitar- innar hafa undanfarna daga dvalið á Núpi í Dýrafirði þar sem þeir hafa verið við upptökur og í eins konar sálarrannsóknavinnu. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Við vorum búnir með fjögur lög áður en við fórum vestur og náðum svo að klára önnur fjögur lög á Núpi. Þetta er það besta sem hljómsveit- ir geta gert þegar þarf næði og ein- beitingu til að vinna og tengjast saman, menn eru ekki að skjótast hingað og þangað eins og oft vill verða í amstri dagsins í borginni,“ segir Pálmi Sigurhjartarson, píanó- leikari Sniglabandsins. Gamli heimavistarskólinn á Núpi hefur því verið notaður sem hljóð- ver að undanförnu. „Þetta er frábær staður, við vorum með gömlu heima- vistina fyrir okkur, settum magnar- ana í tóma sundlaugina og trommu- settið í leikfimisalinn. Ég fékk að nota gamalt upright Baldwin-píanó í einu laganna, píanóið stóð einsam- alt úti í horni matsalarins og gaf frá sér magnaðan hljóm sem á eftir að gefa laginu Þú bíður allavega eftir mér, eftir Megas, nýjan og í senn eldgamlan tón. Við unnum svo frá níu á morgnana til eitt á næturnar, þetta var alveg frábært,“ útskýrir Pálmi en þeir félagar voru nýkomn- ir í höfuð borgina þegar blaðamaður náði tali af honum. Platan sem sveitin vinnur nú að kemur út í byrjun októbermánaðar í tilefni af þrjátíu ára afmæli Snigla- bandsins. Sveitin ætlar að halda upp á afmælið með heljarinnar tónleik- um í Eldborgarsal Hörpu 3. október. „Við erum að endurútsetja íslensk alþýðulög frá ýmsum tímum. Við erum að finna sálina í vel sömdum lögum, sem eiga margt annað inni. Það er pínu tilgangurinn með plöt- unni,“ útskýrir Pálmi. Eitt lag af þessari væntanlegu plötu hefur heyrst í sumar en það er lagið Ég er að tala um þig eftir Jóhann G. Jóhannsson sem Björg- vin Halldórsson söng upphaflega. „Við höfum nú gert það að okkar og erum mjög sáttir við útkomuna. Við erum að útsetja íslensk alþýðu- lög frá ýmsum tímabilum í tón- listarsögunni og hefur það verið verkefni þessa árs að vinna úr hug- myndum og velja lög, eða kannski meira að leyfa lögunum að koma til okkar, eins og þau hafa flest gert. Sum lögin hafa rúllað fram og aftur í tempóum og stílum þangað til við erum orðnir sáttir og finnum réttan tilgang með útsetningunni, að gefa góðu lagi annað líf og jafnvel lengja lífdaga þess,“ segir Pálmi. „Næsta útspil okkar verður tónlistarperla sem við vitum að mörgum þykir vænt um, Villtir strengir eftir Odd- geir Kristjánsson. Það lag var t.d. að detta út af lagalistanum af því ein- faldlega að við vorum ekki komnir niður á útsetningu sem við vorum sáttir við, en í vestfirsku kyrrðinni fundum við svarið og erum mjög ánægðir með útkomuna.“ Þótt Sniglabandið hafi ekki verið að spila um hverja helgi að undan- förnu þá hefur sveitin hist vikulega síðan í janúar til þess að vinna í tón- list. „Við byrjuðum fyrstu vikuna í janúar og höfum hist vikulega síðan. Þetta hefur verið mikil útsetningar- vinna og hópar þurfa líka að koma þessu andlega saman,“ bætir Pálmi við. Þeir félagar hafa einnig verið með útvarpsþætti í sumar á Rás 2 en hafa oftast sent þá út utan af landi. „Við vorum með þáttinn á Ísafirði síðustu helgi og fórum svo á Núp í leiðinni í bæinn. Við send- um þáttinn út frá Sauðárkróki um helgina.“ Sniglabandið kemur ein- mitt fram á Gærunni á Sauðárkróki í kvöld, á Hótel Mælifelli. Þetta hefur gengið rosalega vel. Við vorum búnir með fjögur lög áður en við fórum vestur og náðum svo að klára önnur fjögur lög á Núpi. Þetta er það besta sem hljómsveitir geta gert þegar þarf næði og einbeitingu til að vinna og tengjast saman. Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari Sniglabandsins. EINBEITTIR Hér eru liðsmenn Sniglabandsins djúpt hugsi í hljóðverinu sem þeir settu upp á Núpi í Dýrafirði. STÓR SJÖUND Hér eru þeir Sigurvald Ívar Helgason, Þorgils Björgvinsson, Einar Rúnarsson, Friðþjófur Ísfeld Sigurðsson, Skúli Gautason, Pálmi J. Sigurhjartarson og Björgvin Ploder flottir við flaggstöngina. MYNDIR/SNIGLABANDIÐ Lagið Disappointing er fyrsta lagið sem John Grant sendir frá sér af nýrri plötu. Þess má til gamans geta að söngkonan Tracey Thorn er gestasöngkona í laginu. John Grant sendir frá sér sína þriðju plötu í haust og er áætl- aður útgáfudagur 2. október. Platan var tekin upp í Dallas þar sem Grant gerði sína fyrstu plötu, Queen of Denmark, sem sló svo eftirminnilega í gegn úti um allan heim. Síðasta plata Grants, Pale Green Ghosts, var tekin upp hér á landi og kom út árið 2013. Hún var af mörgum talin vera ein af bestu plötum ársins og var meðal annars ofarlega á árslistum tón- listartímaritanna Mojo, Guardian og Uncut. John Grant verður með útgáfutónleika í Hörpu dagana 5. og 6. nóvember. - glp Nýtt lag frá John Grant NÝTT EFNI John Grant sendir frá nýja plötu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -4 5 1 0 1 5 C 8 -4 3 D 4 1 5 C 8 -4 2 9 8 1 5 C 8 -4 1 5 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.