Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 118

Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 118
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 78 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Fyrir þínar bestu stundir Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Þú finnur bæklinginn á dorma.is Boogie hægindastóll Aðeins 43.900 KR. Slitsterkt áklæði. Margir litir. Fullt verð: 54.900 kr. KLASSÍSK hönnun Boogie hægindastóll Aðeins 79.900 KR. Slitsterkt áklæði í mörgum litum. Hægri og vinstri tunga. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Fullt verð: 99.900 kr. TORONTO rafmagnslyftistóll tvær stærðir 139.900 kr. Stillanlegur hægindastóll. Svart standart leður. Fullt verð frá: 179.900 kr. Dormaverð í ágúst frá: Íslandsmót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu á Hólma- vík sunnudaginn 16. ágúst og þar munu aðalleikarar kvikmyndar- innar Hrútar, Sigurður Sigurjóns- son og Theodór Júlíusson, heygja einvígi í hrútaþukli. Hrútum þykir fátt skemmtilegra en að stangast á og því má vænta þess að baráttan verði hörð og ekk- ert gefið eftir. „Ég tapaði náttúru- lega fyrir Tedda í myndinni, en það var auðvitað bara skáldskap- ur, hið sanna mun koma í ljós núna á sunnudaginn,“ segir Siggi Sigur- jóns sigurviss. Jafnan er góð þátttaka í hrúta- dómunum, bæði í flokki þaul- reyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Óhætt er að segja að félagarnir hafi öðl- ast töluverða reynslu í meðhöndl- un hrúta við gerð myndarinnar. „Siggi á ekki séns, hann hefur bara ekki sömu næmni og ég. Það verð- ur skemmtilegt að rúlla honum upp,“ segir Theodór. Keppnin hefst klukkan 14.00. - glp Frá Cannes til Hólmavíkur Hrútaþuklseinvígi á milli leikaranna Sigga Sigurjóns og Theodórs Júlíussonar. EINVÍGI Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson etja kappi í hrútaþukli. Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laug- ardalshöllinni á fimmtudagskvöld- ið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennsk- una og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vin- sældir hljómsveitarinnar í banda- rísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeð- limir verið búsettir í Bandaríkjun- um síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarps- stöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnat- taútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tón- leikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búnings- herbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tón- leikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komn- ir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Banda- ríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöll- inni voru augljóslega mjög hrifn- ir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt pró- gramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jök- ull alsæll eftir Íslandsferðina. gunnarleo@frettabladid.is Tónlist Kaleo spiluð á 50 útvarpsstöðvum Söngvari Kings of Leon fór fögrum orðum um Kaleo og sagðist oft hafa heyrt í henni í bandarísku útvarpi. Lagið All the Pretty Girls spilað víða um Bandaríkin. VINSÆLIR Vinsældir hljómsveitarinnar Kaleo aukast sífellt í Bandaríkjunum og fór söngvari Kings of Leon fögrum orðum um sveitina á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. MYND/STROUD ROHDE Þóra Tómasdóttir MAKI Arnar Ásgeirsson Þóra Tómasdóttir hefur komið víða við í fjölmiðlageiranum á Íslandi. Hún var meðal annars í Kastljósi, ritstjóri Nýs Lífs og hefur tekið að sér ýmis fjölmiðlaverkefni enda fær í því sem hún gerir. Hún stendur fyrir Festival of Failure um helgina en í þetta sinn verður áherslan lögð á tónlistarsviðið. Kristín Tómasdóttir systir Hún er ótrúlega mikill töffari en í senn mjög viðkvæm. Alltaf með mörg járn í eldinum og er rosalega fylgin sér og trygglynd. Sóley Tómasdóttir systir Ég mundi segja að hún væri það frökk að það jaðrar stundum við ósvífni. Hún hikar ekki við að taka áskorunum og tekst oft vel upp en kann að meta lærdóminn sem hún dregur af klúðri. Hún er líka sjúklega fyndin, kaldhæðin og skemmtileg. Guðrún Jónsdóttir móðir Hún er stundum eins og fugl sem tyllir niður fæti og er svo floginn fljótt burt hvort sem það varðar búsetu eða vinnu. Hún vill hafa frelsi til þess að gera það sem henni dettur í hug og vera það sem henni dettur í hug. Hún puntar upp á matarborðið með skemmtilegum umræðum. NÆRMYND 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -5 3 E 0 1 5 C 8 -5 2 A 4 1 5 C 8 -5 1 6 8 1 5 C 8 -5 0 2 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 2 0 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.