Ský - 01.02.2007, Qupperneq 6

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 6
sky , 1. TBL. 2007 6 ský Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson Útlitshönnun: Heimur hf./Ágústa Ragnarsdóttir Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, Páll Kjartansson og fleiri Blaðamenn/greinarhöfundar: Erla Gunnarsdóttir Fríða Björnsdóttir Hilmar Karlsson Hrund Hauksdóttir Lízella Páll Ásgeir Ásgeirsson Sigurður Bogi Sævarsson Auglýsingastjóri: Vilhjálmur Kjartansson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Heimur hf. – Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavík. Sími: 512-7575 Þjóðin er varla búin að jafna sig ennþá eftir æsispennandi handboltaleik Íslendinga og Dana. Einhverjir eiga eftir að upplifa síðustu mínútuna aftur og aftur. Það græðist þó lítið á því að hugsa hvað hefði getað gerst. Hitt er mikilvægara að íslenska liðið sýndi að á góðum degi stendur það jafnfætis bestu liðum í heimi. Í Skýjum veltum við oft fyrir okkur Íslendingum sem hafa unnið sérstæð afrek. Sumir í listum, aðrir í íþróttum og ekki má gleyma stjórnmálamönnum sem oft fá skammir en vinna sitt verk undir smásjá fjölmiðla og almennings. Allir skapa söguna með verkum sínum. Það er auðvelt að vera gagnrýninn á aðra og mjög oft á það vel við. Listamenn sem fara ótroðnar slóðir eru oftar en ekki fordæmdir af sinni samtíð. Íþróttamönnum er hampað þegar þeir koma heim með verðlaunapeninga en fáir muna þá sem bara „tóku þátt“. Þeir stjórnmálamenn sem njóta einróma aðdáunar um sinn eru oft fordæmdir síðar. Það er erfitt að gera svo öllum líki. Eftir á að hyggja er meira spunnið í marga en menn sáu þegar þeir voru og hétu. Einn þeirra sem var hetja meðan hann var á lífi og er það enn er Jón Páll Sigmarsson. Yfir honum var glaðværð og hann vann ótrúleg afrek á mörgum sviðum. Hann var íþróttamaður ársins og gerði sér lítið fyrir að vinna bæði vaxtarræktarkeppni Íslands og titilinn Sterkasti maður heims sama árið. Á gerólíkum sviðum var hann bestur. Jafnvel þó að við vitum nú að hann neytti lyfja sem ekki eru leyfileg minnkar það lítið hetjuljómann. Hann naut aðdáunar barna og fullorðinna. Dagur Sigurðarson var allt öðruvísi maður. Margir muna eftir honum á götum borgarinnar. Á myndunum sem fylgja greininni um hann sjáum við að hann var myndarlegur maður og hann var efnilegur listamaður en afar umdeildur. En sitt er hvað, gæfa og gjörvileiki og hann féll frá árið 1994 án þess að hafa uppfyllt þær vonir sem við hann voru bundnar. Þó að hann hafi að mörgu leyti verið utanveltu eigum við samt að halda minningu hans á lofti því að lífið var litríkara meðan hans naut við. Til þess að undirstrika enn frekar hve margir hafa gert Ísland það sem það er núna birtum við sérstaka grein um hetjur af ýmsu tagi. Þau eru ekki hetjur eins og Egill Skallagrímsson eða Jón Páll. Ekki einu sinni allt frægt fólk. Samt hetjur, sumir í bráð, aðrir í lengd. Meðal annars þeirra vegna erum við eins og við erum í dag. Þess vegna finnst okkur við best. Benedikt Jóhannesson Vinnufundir, árshátíðir eða hvaða tilefni sem er. Þegar styrkja skal liðsheildina og eiga góða stund saman eru hagstæðar hópaferðir svarið. Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður, Vestmannaeyjar og Þórshöfn í Færeyjum. Allar upplýsingar í síma 570 3075 og hopadeild@flugfelag.is HAGSTÆÐAR HÓPAFERÐIR flugfelag.is Egilsstaðir Ísafjörður Akureyri Vestmannaeyjar Þórshöfn í Færeyjum ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 58 60 0 1. 20 07 … MEÐ HÓPINN ÞINN Hverjir eru bestir?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.