Ský - 01.02.2007, Page 9

Ský - 01.02.2007, Page 9
 ský 9 Óhætt er að segja að heimildamyndin Þetta er ekkert mál, um Jón Pál Sigmarsson aflraunakappa, hafi fallið vel í landsmenn. Myndin sló aðsóknarmet í sínum kvikmyndaflokki og nú er stefnt á erlendan markað með sögu þessa frækna kappa sem vann sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Kvikmyndin um ævi sterkasta manns heims var aðsóknarmesta heimildamynd sem gerð hefur verið hér á landi. Hátt í tólf þúsund manns sáu myndina í bíó og um sex þúsund eintök hafa selst af henni á DVD- mynddiski. Kvikmyndataka og leikstjórn var í höndum Steingríms Jóns Þórðarsonar sem sá einnig um handritagerð ásamt Hjalta (Úrsusi) Árnasyni. Ólst upp við Breiðafjörðinn Í myndinni er lífshlaup Jóns Páls rakið, sem lést langt um aldur fram eins og flestir vita, en færri kunna skil á ævi kappans áður en hann komst í sviðsljósið fyrir eftirtektarverð afrek sín sem aflraunamaður. Jón Páll Sigmarsson fæddist 28. apríl árið 1960 á Sólvangi í Hafnarfirði en foreldrar hans höfðu slitið samvistum fyrir fæðingu hans. Tveggja ára gamall flyst hann með móður sinni og fósturföður í Stykkishólm en var yfir sumartímann í Skáleyjum hjá foreldrum fósturföður síns. Hann ólst upp við Breiðafjörð og var ekki gamall þegar hann tók þátt í flestum hefðbundnum búnaðarstörfum í Skáleyjum en kunnugir segja að umhverfið og hugsunarháttur þess tíma hafi fljótt mótað drenginn. Þegar Jón Páll komst á unglingsárin fluttist fjölskyldan til höfuðborgarinnar og árið 1975 sér Jón Páll auglýsingu frá sænska frystihúsinu um lyftinganámskeið og þar með hófst fræg ðarferill hans sem vaxtarræktar-, kraftlyftinga- og aflrauna- manns. Sterkur og sjarmerandi Jón Páll vann sín fyrstu gullverðlaun í ólympískum lyftingum á Meistaramóti KR árið 1978. Árið eftir vinnur hann silfur- verðlaun á Íslandsmótinu í kraftlyft ingum og nokkrum árum síðar vinnur hann gullverðlaun jafnt á Norðurlanda- sem og Evrópumóti í kraftlyftingum. Þrisvar sinnum varð hann Íslandsmeistari í vaxtarrækt og vann sem kunnugt er keppnina um sterkasta mann heims fjórum sinnum. Hann komst einatt í fjölmiðla fyrir líflega og hnyttna framkomu og fyrir það er hann minnisstæður í hugum margra. Fáir vita sennilega að hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Bull´s Eye þar sem stórstjörnurnar Roger Moore og Michael Caine fóru með aðalhlutverkin. Jón Páll komst í heimsmetabók Guinness fyrir að lyfta stærstu viskíflösku í heimi í London sem framleidd var í tilefni af 100 ára afmæli Grant-fyrirtækisins. Jón Páll lést 6. janúar árið 1993 úr hjartabilun langt um aldur fram og varð mörgum harmdauði. Á síðastliðnu ári var hann kosinn íþróttamaður aldarinnar af þjóðinni í Gallup-könnun svo ljóst er að Jón Páll Sigmarsson lifir enn sterkt í hugum þjóðarinnar. „Sakna hans enn sem góðs vinar“ Fyrrum sambýliskona Jóns Páls og barnsmóðir, Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir (Jonna), minnist hans á hugljúfan hátt. Þó Ekkert mál fyrir Jón Pál! Texti: Erla Gunnarsdóttir Myndir: †msir HETJAN SEM GLEYMIST EKKI Ekkert mál

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.