Ský - 01.02.2007, Qupperneq 9

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 9
 ský 9 Óhætt er að segja að heimildamyndin Þetta er ekkert mál, um Jón Pál Sigmarsson aflraunakappa, hafi fallið vel í landsmenn. Myndin sló aðsóknarmet í sínum kvikmyndaflokki og nú er stefnt á erlendan markað með sögu þessa frækna kappa sem vann sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Kvikmyndin um ævi sterkasta manns heims var aðsóknarmesta heimildamynd sem gerð hefur verið hér á landi. Hátt í tólf þúsund manns sáu myndina í bíó og um sex þúsund eintök hafa selst af henni á DVD- mynddiski. Kvikmyndataka og leikstjórn var í höndum Steingríms Jóns Þórðarsonar sem sá einnig um handritagerð ásamt Hjalta (Úrsusi) Árnasyni. Ólst upp við Breiðafjörðinn Í myndinni er lífshlaup Jóns Páls rakið, sem lést langt um aldur fram eins og flestir vita, en færri kunna skil á ævi kappans áður en hann komst í sviðsljósið fyrir eftirtektarverð afrek sín sem aflraunamaður. Jón Páll Sigmarsson fæddist 28. apríl árið 1960 á Sólvangi í Hafnarfirði en foreldrar hans höfðu slitið samvistum fyrir fæðingu hans. Tveggja ára gamall flyst hann með móður sinni og fósturföður í Stykkishólm en var yfir sumartímann í Skáleyjum hjá foreldrum fósturföður síns. Hann ólst upp við Breiðafjörð og var ekki gamall þegar hann tók þátt í flestum hefðbundnum búnaðarstörfum í Skáleyjum en kunnugir segja að umhverfið og hugsunarháttur þess tíma hafi fljótt mótað drenginn. Þegar Jón Páll komst á unglingsárin fluttist fjölskyldan til höfuðborgarinnar og árið 1975 sér Jón Páll auglýsingu frá sænska frystihúsinu um lyftinganámskeið og þar með hófst fræg ðarferill hans sem vaxtarræktar-, kraftlyftinga- og aflrauna- manns. Sterkur og sjarmerandi Jón Páll vann sín fyrstu gullverðlaun í ólympískum lyftingum á Meistaramóti KR árið 1978. Árið eftir vinnur hann silfur- verðlaun á Íslandsmótinu í kraftlyft ingum og nokkrum árum síðar vinnur hann gullverðlaun jafnt á Norðurlanda- sem og Evrópumóti í kraftlyftingum. Þrisvar sinnum varð hann Íslandsmeistari í vaxtarrækt og vann sem kunnugt er keppnina um sterkasta mann heims fjórum sinnum. Hann komst einatt í fjölmiðla fyrir líflega og hnyttna framkomu og fyrir það er hann minnisstæður í hugum margra. Fáir vita sennilega að hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Bull´s Eye þar sem stórstjörnurnar Roger Moore og Michael Caine fóru með aðalhlutverkin. Jón Páll komst í heimsmetabók Guinness fyrir að lyfta stærstu viskíflösku í heimi í London sem framleidd var í tilefni af 100 ára afmæli Grant-fyrirtækisins. Jón Páll lést 6. janúar árið 1993 úr hjartabilun langt um aldur fram og varð mörgum harmdauði. Á síðastliðnu ári var hann kosinn íþróttamaður aldarinnar af þjóðinni í Gallup-könnun svo ljóst er að Jón Páll Sigmarsson lifir enn sterkt í hugum þjóðarinnar. „Sakna hans enn sem góðs vinar“ Fyrrum sambýliskona Jóns Páls og barnsmóðir, Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir (Jonna), minnist hans á hugljúfan hátt. Þó Ekkert mál fyrir Jón Pál! Texti: Erla Gunnarsdóttir Myndir: †msir HETJAN SEM GLEYMIST EKKI Ekkert mál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.