Ský - 01.02.2007, Page 13

Ský - 01.02.2007, Page 13
 ský 13 Sigmar Freyr, Sara Bjarney og Brynjar Karl, eigandi Gym 80. Með því ætlum við að freista þess að safna fyrir styttu og minnisvarða en við viljum að hún verði eign þjóðarinnar og í almenningsgarði eins og til dæmis í Laugardalnum en verið er að vinna í því að fá það í gegn. Einnig erum við að framleiða boli í samvinnu við Henson sem koma munu út síðar á þessu ári þannig að aðdáendur hans ættu að kætast. Mér finnst ákaflega ánægjulegt að geta unnið að þessu 14 árum eftir að Jón Páll féll frá og gaman að sjá hvað fólk er enn áhugasamt um hann eftir allan þennan tíma,“ segir Jonna glaðleg á svip. Stefna á erlendan markað Hjalti Úrsus Árnason aflraunakappi á stóran þátt í því að heimildamyndin um Jón Pál varð að veruleika. Hann er ákaflega ánægður með útkomu myndarinnar og þau góðu viðbrögð sem hún hefur fengið. „Ég kynntist Jóni Páli í Árbæjarhverfinu í grunnskóla. Hann var ótrúlega agaður maður sem tók fullt tillit til annarra. Jón Páll var mikill húmoristi og ef hann ætlaði sér eitthvað þá var ekkert sem gat stoppað hann,“ útskýrir Hjalti og segir jafnframt: „Jón Páll var einn af fáum íþróttamönnum sem einnig tjáði sig með fleiru en íþróttaafrekunum, hann öskraði, var með leikræna tilburði og vitnaði í fornsögur Íslendinga. Keppnin um sterkasta mann heims var því góður vettvangur fyrir Jón Pál þar sem hann naut sín vel og heimsbyggðin fylgdist grannt með. Jón Páll var að mörgu leyti líkur Muhammed Ali þannig að við vorum aldrei í vafa um að áhugi væri á þessu efni um ævi Jóns Páls.“ Myndin á Arnold Schwarzenegger Classic- sýninguna Kvikmyndin rann sem fyrr sagði ljúft í landsmenn og nú er önnur heimildamynd í bígerð, um aflraunakappann Bill Kazmier sem Jón Páll lenti oft í hörðum slag við. „Það kom okkur ekki beint á óvart að myndin yrði vinsælasta heimildamynd sem sýnd hefur verið á Íslandi því Jón Páll var hluti af þjóðarsálinni. Hátt í 12 þúsund manns sáu hana í bíó og þriðja upplag er á leið til landsins af DVD-mynddiskinum,“ útskýrir Hjalti og bætir því jafnframt við að nú sé unnið að enskri útgáfu myndarinnar fyrir alþjóðlegan markað eftir töluverðar fyrirspurnir erlendis frá í gegnum Netið. Útbreiðsla myndarinnar virðist því munu aukast enn frekar og fjöldi forvitinna áhorfenda bætast í hópinn. „Við erum að reyna að koma myndinni inn á kvikmyndahátíðir og í kynningar, til dæmis á Arnold Schwarzenegger Classic sem er árleg heilsuræktarsýning sem haldin er í Bandaríkjunum og yfir 200 þúsund manns keppa á og eru áhorfendur. Einnig erum við á byrjunarreit með mynd um Bill Kazmier sem var helsti keppinautur Jóns Páls heitins. Hann hefur meðal annars keppt í ruðningi, fjölbragðaglímu og einnig á hann heimsmet í gullfiskaáti! Við reiknum með að sú mynd verði tilbúin eftir rúmt ár,“ segir Hjalti Úrsus og er fullur tilhlökkunar að hefjast handa við vinnu á nýrri heimildamynd um enn einn litskrúðugan og vinsælan aflraunakappa. Ekkert mál sky , SÖNGLEIKURINN LEG EFTIR HUGLEIK DAGSSON OG FLÍS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is HVAÐ ER AÐ GERAST? ER ALLT AÐ VERÐA VITLAUST? SÝNINGIN S EM BEÐIÐ E R EFTIR! FRUMSÝNING 8. MARS

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.