Ský - 01.02.2007, Qupperneq 24

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 24
 24 ský „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig íslensk kvikmyndagerð fer fram og það var mjög skemmtilegt að vinna með íslenskum leikurum. Ég tel mig afar heppna að geta upplifað marga ólíka heima, aðferðir, hugmyndir og fólk. Ég reyni að drekka það í mig eins og svampur, sem svo gerir hausinn á mér virkari. Mér finnst spennandi að finna krefjandi aðstæður en það gerir mér kleift að læra enn meira,“ segir Aníta brosandi. Á næsta leik Aníta er ekki á leið heim í bráð, enda nýtur hún velgengni í hinum stóra heimi kvikmyndanna og vonast eftir fleiri og ögrandi tækifærum innan hans. „Ég held áfram að gera mitt hér í Los Angeles en lífið er stundum svolítið tafl. Ég held að ég eigi næsta leik og allt er á réttri braut. Ég umgengst margt skapandi fólk og nýt þess að kanna þennan kvikmyndaheim og mína eigin sköpunargleði og þekkingu á mínu sem og öðrum sviðum. Það leynast margir gimsteinar í þessari borg ef maður veit hvar á að leita. Ég er rétt að byrja að hefja mína leit.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að Kaldri Slóð? Fyrsta hugmyndin að Kaldri slóð kom þegar ég var að kvikmynda Njálu sumarið 2001. Þá vorum við að mynda í sögualdarbænum í Þjórsárdal og bjuggum í Búrfellsvirkjun. Þá fór ég að hugsa um líf í virkjun. Hvernig gengu tökur myndarinnar? Taka myndarinnar var mjög skemmtileg en skratti erfið eins og hægt er að ímynda sér, með öll þessi tæki og allt þetta fólk uppi á hálendi Íslands um hávetur. Eftirvinnslan fór fram í London í nýrri tölvu sem gaf okkur kost á að gera útlit myndarinnar mjög sérstakt. Það liðu fjórtán mánuðir frá fyrstu æfingum til frumsýningar en forvinnslan tók fjögur ár. Ertu ánægður með þær móttökur sem myndin hefur fengið? Já, heldur betur. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur og rífandi aðsókn þannig að það er ekki hægt að biðja um það betra. Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Í kvikmyndagerðinni er maður alltaf með nokkur járn í eldinum og er misjafnlega langt á veg kominn. Það fer svo eftir fjármögnun og ýmsu öðru hvað ég geri næst. En það er enginn hörgull á hugmyndum. HUGMYNDIN KVIKNAÐI ÚT FRÁ NJÁLU Björn B. Björnsson, leikstjóri myndarinnar, segist hafa valið leikara eftir hæfni og að aðalleikarar hennar hafi smellpassað í hlutverk sín. leita meðal annars í London og Ástralíu. Ég fór í prufu og tveimur dögum síðar var ég á leið til Los Angeles þar sem ég fór í frekari prufur.“ „Ég las fyrir þá þrjú verkefni og hélt aftur til London. Viku seinna sendu þeir eftir mér aftur til að lesa fyrir þáttaröðina The Evidence. Eftir prufu fyrir Warner Brothers og aðra fyrir þessa hæst settu hjá ABC og síðan „screen test“ fékk ég rulluna. Serían gekk í nokkra mánuði en er nú hætt. Þá var ég í góðri stöðu til að skoða mig um í Ameríku og var laus til að gera New Line-kvikmyndina Journey 3-D með Brendan Fraser í aðalhlutverki sem er byggð á Journey to the Center of the Earth eftir Jules Verne. Myndin kemur út á næsta ári og það verður spennandi að sjá útkomuna. Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í myndinni og að kynnast amerískri kvikmyndagerð en svo er þetta mjög góð viðbót við ferilskrána.“ Forréttindi og ferðalög Aníta er svo lánsöm að geta lifað af leiklistinni en stutt er síðan hún lauk námi. „Það eru mikil forréttindi að geta komið að svona mörgum ólíkum hliðum bransans því það er alltaf eitthvað nýtt að læra. Kvikmyndaleikur er eiginlega önnur starfsgrein en leikhús. Síðan hef ég fengið að ferðast mikið og á síðustu tveimur árum hef ég unnið í London, á Íslandi, Barcelona, San Francisco, Vancouver og Montreal með stoppum í Toronto, New York og Los Angeles.“ Hlutverk á Íslandi Þegar Aníta var komin að hjá ABC- sjónvarpsstöðinni og fékk hið frábæra tækifæri að leika í sjónvarpsþáttaröð fékk hún símtal frá Íslandi og bauðst hlutverk í kvikmyndinni Köld slóð. „Björn leikstjóri hafði samband við mig og bað mig að koma og lesa með Þresti. Maður hafnar ekki svoleiðis boðum. Síðan steyptist ég í tökur á The Evidence og sagði Birni að líklega rækjust verkefnin saman svo að best væri að hann fyndi sér aðra dömu í hlutverkið. Hann sagðist ekki hafa áhuga á að „finna sér aðra dömu“ eins og ég hafði orðað það og sagðist taka sénsinn á að þetta myndi ganga upp. Þetta small allt saman.“ Þátttaka Anítu í myndinni stóð aðeins yfir í fjóra daga og hún var að leika á móðurmálinu í fyrsta skipti í sjö ár. Íslensk kvikmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.