Ský - 01.02.2007, Síða 27

Ský - 01.02.2007, Síða 27
 ský 27 Stutt og laggott og gott handrit og það var einstaklega gott að vinna með Birni. Það er alltaf krefjandi að leika og getur verið erfitt að leika í kvikmyndum. Þá þarf að endurtaka hluti og ná fram sömu stemningunni aftur og aftur. Það getur oft verið mikil bið en jafnframt þarf maður alltaf að vera tilbúinn þegar að manni kemur. Maður þarf að vera vel vakandi og með kveikt á öllum kösturum,“ segir Helgi brosandi. Helgi hefur verið búsettur í Þýskalandi í nokkurn tíma vegna vinnu sinnar en kemur alltaf reglulega heim og er langt frá því að vera sestur að úti eins og hann orðar það. „Ég er búsettur í Berlín og er að koma upp og reka leikhús hér, Admiralspalast, sem er ákaflega spennandi verkefni og margt að gerast þar. Fljótlega kem ég þó aftur heim til Íslands í stutt stopp því Síðan Skein Sól heldur 20 ára afmælistónleika í Borgarleikhúsinu síðasta vetrardag. Ég er einnig svolítið að fást við tónlist hér úti í Þýskalandi og syng með þýsku stórbandi hér þannig að það er margt á döfinni og skemmtilegt að lifa,“ útskýrir Helgi, ánægður með lífið og tilveruna. Skerpa, stofnuð: 1989 Fjöldi starfsmanna: 4 Snúningar á dag: 7200 Kaffitími: 15 mín. Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 35 93 4 01 /0 7 Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi Helgi leikur Karl Karl er eiginlega alíslenskur persónuleiki og maður hefur hitt þá ýmsa eins og hann í gegnum lífið og í gegnum ferðir manns um landið og miðin. Hann er svolítill sveitamaður í sér og svona ekta fyrir sig. Karl er stoltur af sér og sínum en hann hefur búið í virkjun í þó nokkurn tíma og er því í einangruðu samfélagi sem er frekar andsnúið ókunnugum en hitt.sky,

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.