Ský - 01.02.2007, Page 29

Ský - 01.02.2007, Page 29
 ský 29 Hannes sagði í viðtali að þú hefðir ekki skrifað ævisöguna í samráði við hann en var engu að síður sáttur við framtakið. Áttirðu von á því? „Bæði og. Ég hafði heyrt útundan mér að hann væri húmoristi og tæki þessu hugsanlega bara vel. Hann sagði reyndar í öðru viðtali síðar að bókin væru húmorslaus og að þess vegna hefði hann ekki húmor fyrir henni. Ég veit því ekki alveg hvar hann stendur með þetta allt saman.“ Gafstu Hannesi bók? „Að sjálfsögðu, sendi honum eitt fyrsta eintakið, áritað og allt.“ Ertu með aðra í sigtinu sem þig langar að skrifa um? „Svona örævisögu? Já, eftir að ég sá hversu vel þetta féll í fólk þá hef ég nú verið að fikra mig áfram, leita að nýjum fórnarlömbum. Er reyndar nú þegar búinn að skrifa aðra, um kærustuna mína sem hún fékk í jólagjöf. Gjöfin féll vel í kramið hjá henni!“ Hann segir tímann sem fór í vinnuna við bókina um Hannes hafa verið um klukkustund en því er ekki að neita að húmor rithöfundarins fer ekki framhjá manni við lesturinn. Finnst þér sjálfum mikilvægt að sjá húmor höfundar í þeim bókum sem þú lest? „Já, ef bókin er á annað borð hugsuð sem grín eða glettin. Ég geri samt enga kröfu til bóka að þær séu fyndnar, mér finnst alveg jafngaman að lesa Sjón og Hallgrím Helgason.“ Þú lést allan ágóða af bókinni renna til Mæðrastyrksnefndar, sem er aðdáunarvert framtak. Fannst þér erfitt að finna líknarfélag eða góðgerðarsamtök til að láta ágóðann renna til? „Nei, alls ekki. Hugmyndin um að gefa peninginn kom upphaflega frá vinkonu minni og fyrst þetta var jólabók þótti mér tilvalið að velja Mæðrastyrksnefnd, enda eru hún áberandi fyrir jólin. Þær taka við öllu frá öllum og voru því ánægðir með styrkinn.“ Endanleg upphæð sem mun renna til Mæðrastyrksnefndar er ekki enn komin í ljós en það ætti að skýrast þegar fer að líða á febrúarmánuð. Óttar segist hlakka til að gefa nefndinni peningana sem safnast hefur. Ætlarðu að styrkja önnur góðgerðarsamtök með næstu bókum eða fara að starfa sem rithöfundur í fullu starfi? „Ég á enn eftir að ákveða það, mig grunar þó að ég muni gefa einhverjum góðgerðarsamtökum peninginn en greiða mér lágmarkslaun fyrir vinnuna, enda reyndist vinnan við þetta fyrsta bindi miklu meiri en ég hafði gert ráð fyrir.“ Hvernig sér þessi ungi, greindi og bráðfyndni upprennandi rithöfundur framtíðina fyrir sér? „Maður heldur bara áfram að skrifa og reyna láta sér detta í hug sniðug viðfangsefni sem hrista aðeins upp í heiminum, enda þykja mér þannig bækur skemmtilegastar - sem brúa það bil að vera skemmtilegar aflestrar en vekja fólk þó vonandi til smáumhugsunar.“ Óttar með brandarann sem varð metsölubók. Jólabókin sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.