Ský - 01.02.2007, Síða 40

Ský - 01.02.2007, Síða 40
skautum fyrir hálfri öld. Við skiptumst á sögum af skemmtilegum karakterum sem settu svip á umhverfið í Kleppsholtinu, rólegheitafólki sem var vistað á Kleppi en fékk að ganga óheft um, enda gerði það engum mein. Samstarfsfólki Gunnars á Zinn Café þótt skrýtið að þarna skyldi komin blaðamaður sem hefði þekkt bræðurna fyrir óralöngu. Tinsmiðurinn sem ræður ríkjum hjá Babette Schweizer er Gunnar Schweizer, hálfíslenskur. Hann tók við tingerðinni af þýskum ættingjum sínum og hefur starfað við tinsmíðar í áraraðir. Forfeður Gunnars sem hófu tinsmíðar á þessum slóðum fyrir rúmum tveimur öldum smíðuðu þó líklega ekki tindáta eins og Gunnar gerir í dag. Lengi framan voru aflátsmedalíur helsta framleiðsluvaran en kaþólska kirkjan keypti medalíurnar og seldi þær aftur syndugum til syndaaflausnar. Með tilkomu lútherstrúar dró úr þessum viðskiptum og menn urðu að finna sér eitthvað annað til lífsviðurværis. Nú má sjá marga skemmtilega tinmuni hjá Babette Schweizer, ótal útgáfur af tindátum, búsmala úr tini, kýr, kindur og hænsni og Maríu mey og helga menn er þarna líka að finna og auk þess ölkönnur og staup úr tini. Jólaskrautið hjá Babette Schweitzer er framleitt eftir aldagamalli hefð og á rætur að rekja til 1850. Þar á meðal eru örþunnar tinfígúrur sem menn sækjast mjög eftir að hengja á jólatréð, englar, jesúbörn og stjörnur auk óvenjufallegra tinkúlna. Allir þessir listmunir eru mjög svo eftirsóttir af söfnurum. Faðirinn tók myndir og bróðirinn skrifar bækur Til gamans má geta þess að faðir Gunnars, Bruno Schweizer, sem ferðaðist um hér á landi fyrir stríð, tók mikið af myndum af búskaparháttum og mannlífinu yfirleitt. Þær eru ómetanleg heimild um lífið hér á landi á þeim tíma og margar þeirra má skoða í bókinni Úr torfbæjum inn í tækniöld sem kom út fyrir nokkrum árum. Helgi Schweizer, rithöfundur og heimspekingur, er bróðir Gunnars. Helgi hefur skrifað bókina Um gildi hlutanna sem er frásögn af dvöl hans að Heiðarseli á Síðu, en þar var hann sex sumur í bernsku, og frá þeim bæ var einnig móðir þeirra bræðra, Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer hjúkrunarkona. Bókin Um gildi hlutanna er m.a. merkileg vegna þess að hún er skrifuð bæði á íslensku og þýsku. Önnur síðan er á þýsku og hin á íslensku og gagnast því sama bókin báðum þjóðernum jafnt til aflestrar. Í haust kom út önnur bók eftir Helga, sem tengist Íslandi, Andi Anders Welt, heitir hún. Þar er að finna smásögur sem eiga uppruna sinn á Íslandi og þar kemur meira að segja Óli blaðasali við sögu. Þessi bók er á þýsku. Babette Schweizer og Zinn-Café, lítill og notalegur kaffistaður, eru í húsi fjölskyldunnar að Herrenstrasse 17 í Diessen og þangað er ráð að bregða sér ef menn eru á ferð í München eða í Bayern yfirleitt. TINSMIÐURINN OG RITHÖFUNDURINN MEÐ RÆTUR Á ÍSLANDI Tinmunafyrirtækið Babette Schweizer í Diessen í Suður- Þýskalandi á sér langa sögu. Það var stofnað um jólaleytið árið 1796 og hefur framleiðsla þess alla tíð síðan tengst kaþólskri trú, jólum og kannski ekki síður styrjöldum. Í þessari litlu tinmunagerð eru nefnilega framleiddir ekta tindátar sem hafa mikið söfnunargildi, m.a. vegna þess að þeir eru „klæddir“ í búninga ákveðinna hersveita og stríðsmanna frá þekktum styrjöldum sem lesa má um í sögubókum. 40 ský Helgi með bókina Um gildi hlutanna. Íslendingar í Bæjaralandi Nýjasta bók Helga, smásögur sem gerast á Íslandi.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.