Ský - 01.02.2007, Síða 44

Ský - 01.02.2007, Síða 44
 44 ský Dagur stærði sig af því að hafa verið einn af þeim fyrstu hér á landi til að leggja lag sitt við anarkismann. „Gerðu bara það sem þér sýnist.“ Hann var nýkominn úr langri utanlandsdvöl og naut góðs af taumlausri aðdáun heimilisföðurins sem var yngra og óreyndara skáld. Dagur lét gamminn geisa og svolgraði í sig mjólkurlítra barnanna beint úr fernunum og gat þess að á Ítalíu drykki hann mikið vín en hér á landi mjólk. Heimsmaðurinn sem kann að aðlagast aðstæðum í hverju landi. Best væri að njóta framleiðslu hvers hnattsvæðis og hollast að hlusta á líkamann og éta það sem mann langaði í þá stundina því langanir líkamans hlytu að vita hvað honum er fyrir bestu. En þegar öll eggin hurfu á einu bretti tók ég að efast.“ Einar lýsir Degi Einar Ólafsson rithöfundur þekkti Dag betur en margir aðrir þótt kynslóð væri á milli þeirra. Samstarf þeirra á listasviðinu var náið og þeir gáfu meðal annars saman út umdeilda bók sem hét Meðvituð breikkun á raskati sem olli umtalsverðu fjaðrafoki árið 1975. Það ár fékk Dagur úthlutað viðbótarritlaunum og fimmtán stéttarbræðrum hans blöskraði og rituðu opið bréf til menntamálaráðherra og kröfðust skýringa og rökstuðnings frá formanni úthlutunarnefndar. Formaðurinn var Sveinn Skorri Höskuldsson sem þaggaði niður í mótmælendum með vandaðri ádrepu í Þjóðviljanum. Árið 1993 var frumsýnd heimildarmynd um Dag sem bar nafnið Dagsverk og var hún síðar sýnd í Ríkissjónvarpinu. Einar skrifaði grein í Tímarit Máls og menningar 1995 þar sem hann segir að ekki hafi allir verið jafnánægðir með myndina, sérstaklega ekki vinir Dags og þeir sem þekktu hann vel, en lætur þess getið að Dagur hafi sjálfur verið ánægður. Einar lýsir síðan þeim Degi sem hann þekkti og segir meðal annars: „Myndin sýnir heimilislausan alkóhólista, listamann sem verður lítið úr verki, sérkennilegan og skrautlegan karakter með sterkar meiningar. Myndin sýnir Dag á síðustu árum hans. Hann var á götunni, hann gat lítið skrifað og enn minna málað, hann var blankur og eins og hann sagði: það er auðveldara að slá fyrir brennivíni en brauði. Hann átti oft ekki í önnur hús að venda en barina og hann hafði löngum átt erfitt með að hætta að drekka ef hann byrjaði, þótt hann gæti oft tekið glas af víni, bjór eða koníaki við góðar aðstæður án þess að rúlla. En án húsnæðis og matar í köldu landi var eiginlega ekki hægt að stoppa. Gamlir vinir gáfust upp, hann hafði í æ færri hús að venda drukkinn og illa hirtur. Og líka edrú. Dagur var ekki fyrirferðarminnsti gestur sem maður fékk, síst fullur eða í stuði. En hann gaf svo mikið til baka, sérstaklega þegar hann kom á góðum stundum í kjötsúpu eða bara kaffi. Maður hefur ólíkt minna mótvægi nú við smábjörnum og delluverki. En ég mun alltaf búa að Degi í þessari forarvilpu hégómleikans.“ Seinna í greininni talar Einar um list Dags og segir þá: „Í aðra röndina var Dagur alltaf að performera – eða öllu heldur: Líf Dags var öðrum þræði performans og í þessum performans kom fram hans manífestó. En Dagur var sjaldnast að leika. Þetta var líf hans. Fáir skildu það líf sem hann lifði: af hverju fær maðurinn sér ekki vinnu, af hverju skrifar hann ekki bækur sem seljast, af hverju málar hann ekki sölulegri myndir? Ætlar maðurinn aldrei að þroskast? Hjá flestum stendur lífsperformansinn nefnilega ekki lengur en hálfvolg uppreisn æskuáranna, svo þroskast þeir ofan í samdaun samfélagsins.“ Minning um mann Áhugaverðar mannlýsingar leynast oft í hinni séríslensku bókmenntagerð minningargreinunum. Gísli Þór Gunnarsson minntist Dags með þessum orðum: „Dagur Sigurðarson fæddist inn í þennan andstyggilega heim nytsemisdýrkunarinnar og vegferð um hið nýríka, vísitölutryggða velferðarríki hráefnisnýlendunnar í norðri þjónaði meiri tilgangi en hann hefði sjálfan órað fyrir. Hann afsannaði þá vafasömu kenningu fangabúðastjóra Hitlers að vinnan gerði mennina frjálsa. Dagur afrekaði það að vera frjálsari en aðrir menn með því að gera sjálfan sig gagnslausan. Hann kaus það hlutskipti af ásettu ráði til að undirstrika lífsvisku sína. Gerðu gagnslausa hluti sem þú hefur gaman af og þá hættir Dagur Sigurðarson að vera þér lokuð bók.“ Jóhann Hjálmarsson skáld og gagnrýnandi þekkti skáldahópinn sem Dagur var hluti af á sjötta áratugnum og fylgdist með þroskaferli flestra þeirra misskildu snillinga sem settu svip sinn á hópinn. Jóhann skrifaði minningargrein um Dag og þar segir: „Dagur var ötull kaffihúsamaður og má segja að á kaffihúsum (ekki síst Laugavegi 11) hafi Horfinn snillingur Dagur með eitt verka sinna á sýningu í Nýlistasafninu árið 1969.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.