Ský - 01.02.2007, Síða 46

Ský - 01.02.2007, Síða 46
Tækni- og verkfræðideild er stærsta deild Háskólans í Reykjavík. Helsta hlutverk hennar er að veita afburða háskólamenntun fyrir tæknifólk og stjórnendur framtíðar, stunda öflugar rannsóknir og sinna nýsköpunar- og þróunarstörfum í tæknifræði, tölvunarfræði, verkfræði og iðnfræði sem er 45 eininga diplómanám á háskólastigi.. Tækni- og verkfræðideild býður einnig upp á nám í frumgreinum. Markmið náms á frumgreinasviði er fyrst og fremst að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í deildinni. Markmið náms á frumgreinasviði er fyrst og fremst að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í deildinni og þá sem þurfa að bæta við sig námi í stærðfræði og raungreinum. Að auki býður tækni- og verkfræðideild upp á fjölbreytta möguleika á símenntun á fagsviðum hennar. Námsbrautir tækni- og verkfræðideildar eru fjölmargar og ættu því flestir nemendur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem hugur þeirra stefnir á hátæknifyrirtæki, fjármálamarkað, byggingariðnað, rekstur og stjórnun eða til frekara náms. Rannsóknir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar sem undirstaða kennslu og til sjálfstæðrar þekkingarleitar og er rannsóknarstarf í tækni- og verkfræðideild unnið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hér á landi og erlendis. KYNNING: HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Háskólinn í Reykjavík býður fjarnám og háskólanám með vinnu (HMV) í tölvunarfræði, sem er sérstaklega hannað fyrir einstaklinga sem vilja stunda fullgilt háskólanám í tölvunarfræði samhliða vinnu. Elín Jónína Jónsdóttir er að ljúka slíku námi: „Ég er viðskiptafræðingur að mennt og bý í Bolungarvík, sem kannski er ekki besti staðurinn á landinu ef þú ætlar að stunda háskólanám, en fjarnámið á sér engin landamæri. Mig TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Ofanleiti 2 • Höfðabakka 9 • Kringlunni 1 Sími 599 6200 • www.hr.is Elín Jónína Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, er að ljúka diplóma í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík í fjarnámi ALVÖRU NÁM SEM KALLAR Á SKIPULAGNINGU Á TÍMA Elín Jónína Jónsdóttir, sem býr í Bolungarvík, segir marga kosti við fjarnám fyrir þá sem búa úti á landi. 46 ský

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.