Ský - 01.02.2007, Qupperneq 48

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 48
 48 ský ÁTJÁN HETJUR Hvaða Íslendingar hafa breytt eða eru að breyta Íslandssögunni? Hverjir þora að gera eitthvað nýtt, sigla gegn straumnum? Í fjórða tölublaði Iceland Review í fyrra valdi ritstjórnin átján „hetjur“ af ýmsu tagi. Um slíkt val má alltaf deila og lesendur geta valið sínar eigin hetjur, skipt út og bætt við. Sigríður Tómasdóttir Næstum 80 árum áður en fólk fór að leggja í aðgerðir fyrir umhverfið (Julia Butterfly Hill bjó í tré í 738 daga til að bjarga skógum í Kaliforníu) barðist Sigríður Tómasdóttir ötullega fyrir því að bjarga einni mestu náttúruperlu Íslands, Gullfossi, frá því að vera virkjuð. Með hjálp lögfræðings síns, Sveins Björnssonar, síðar forseta, bauð hún þeim ríku og máttugu birginn til að bjarga fossinum í túnfæti fjölskyldunnar - einum vatnsmestu fossum Evrópu. Í hita baráttunnar sem hún háði ein hótaði hún jafnvel að fleygja sér í hyldýpið - en sem betur fer þurfti hún þess ekki. Guðlaugur Friðþórsson Sagan af Guðlaugi Friðþórssyni sem synti fimm kílómetra í Norður- Atlantshafi og lifði af, hljómar eins og atriði úr Hollívúdd-hasarmynd – en er samt sönn saga. Þann 11. mars 1984 fékk báturinn Hellisey á sig brotsjó sex kílómetra austur af Vestmannaeyjum. Fimm menn voru um borð. Eftir að horfa upp á félaga sína farast áttaði Guðlaugur sig á að hann ætti um tvennt að velja: að sökkva eða synda. Og hann synti ... og synti ... og synti. Þegar hann hafði farið þriðjung leiðarinnar fór bátur framhjá honum í um 100 metra fjarlægð. „Ég öskraði eins og ég gat en þeir heyrðu ekki neitt í niðamyrkrinu,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið viku eftir slysið. Eftir fimm klukkustundir komst hann á land og varð þá að ganga í þrjá tíma berfættur yfir nýtt hraun áður en hann náði að vekja menn. Guðlaugur er enn á lífi. Hetjur fi‡tt úr Iceland Review
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.