Ský - 01.02.2007, Qupperneq 56
56 ský
Lögreglan og þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur-borgar hafa hleypt af stokkunum verkefni á sviði nágrannavörslu. Hugsunin sem þar
liggur að baki er að nágrannar líti til hver með annars
eigum, fylgist með grunsamlegum mannaferðum
og geri lögreglu viðvart ef þeir telja ástæðu til.
Samkvæmt erlendri reynslu
felst mikil forvörn í slíku, til
dæmis gagnvart innbrotum
og þjófnuðum, og er sú
reynsla sem hér á landi hefur
fengist af verkefninu, sem nær
til allra hverfa borgarinnar,
afar góð.
Leiðtogi í hverfinu
„Aðild okkar hjá Reykjavíkur-
borg að verkefninu er sú að við
leiddum íbúana saman og héldum
fræðslufund með þeim um með hvaða hætti þeir
gætu staðið saman um nágrannavörsluna Úr þeirra
hópi var valinn eins konar leiðtogi, sem er tengiliður
við viðkomandi þjónustumiðstöð borgarinnar og
lögregluna. Þá voru sett upp skilti við enda gatnanna
með merki nágrannavörslunnar og allir íbúar fengu
límmiða til að setja í glugga og segul á ísskáp. Það er
mikil ánægja með þetta fyrirkomulag, sem hefur það
inntak að gera fólk meðvitað um umhverfi sitt,“ segir
Þráinn Hafsteinsson hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts
í Álfabakka 12 í Mjódd, sem er
þar í sambýli við hverfisstöð
lögreglunnar. Saman vinna
þessir aðilar að mörgum
verkefnum í hverfinu, ekki síst
á sviði á sviði forvarnamála í
víðustu merkingu.
Oftast brotist inn í
blokkir og bíla
„Hættan á innbrotum er
ekki meiri á einum tíma
frekar en öðrum. Hins
vegar hvetur lögreglan fólk til þess, til dæmis
fyrir páska og sumarleyfi, að gæta vel að eigum
sínum, með því að hafa ljós kveikt, tæma pósthólf
reglulega og svo framvegis. Það hefur gefið góða
raun. Tíðni innbrota ræðst meðal annars af því
hvort þeir síbrotamenn sem lögreglan þarf svo oft
NÁGRANNAVARSLA
GEFUR GÓÐA RAUN
Að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt er inntak verkefnis
á sviði nágrannavörslu sem Reykjavíkurborg og Lögregla
höfuðborgarsvæðisins standa að. Fólk lítur til hvert með
annars eigum – og kynnist um leið.
Texti: Sigur›ur Bogi Sævarsson Mynd: Geir Ólafsson
Löggæsla