Ský - 01.02.2007, Qupperneq 58

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 58
 58 ský EJS hf. er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni og nær þjónusta EJS til flestra hliða nútíma upplýsinga- og samskiptatækni. Fyrirtækið rekur tvær starfsstöðvar. Höfuðstöðvar þess eru á Grensásvegi 10 í Reykjavík og útibú er á Tryggvabraut 10 á Akureyri. Rekstur fyrirtækisins skiptist í fjögur svið. Lausnasvið EJS býður viðskiptavinum uppá þjónustu við alla upplýsingatæknilega innviði með sérstakri áherslu á þarfir stórra fyrirtækja, þar sem kröfur til miðlægra kerfa eru miklar og flóknar. Viðskiptavinir lausnasviðs fá sérsniðna þjónustu að sínum þörfum. Sérfræðingar lausnasviðs eru til ráðgjafar í nethögun, Microsoft lausnum, öryggislausnum, gagnalausnum og IP símkerfum. Búnaðarsvið EJS býður búnað frá leiðandi fyrirtækjum í upplýsingatækni. Sem dæmi má nefna Dell, EMC, Xerox, SUN, Lucent/Alcatel, Cisco og svo mætti lengi telja. Hugbúnaðarlausnir eru einnig mikilvægur þáttur og þar eru samstarfsaðilar EJS t.d. Microsoft, Citrix, Trend Micro,VMware, Altiris o.s.frv. Þjónustumenn búnaðarsviðs sinna almennum uppsetningum á útstöðvum og allri viðgerðarþjónustu. Einnig eru á sviðinu afgreiðslukerfa og hraðbankadeild. Fjármálasvið EJS heldur utan um fjárreiður, bókhald, innkaup og birgðahald ásamt gæðamálum. Fjármálasvið aðstoðar við gerð og endurskoðun fjárhagsáætlana og þegar áætlanir hafa verið samþykktar ber sviðið ábyrgð á að þeim sé framfylgt. Sverrir Hákonarson er sérfræðingur hjá EJS í öryggishugbúnaði og í viðtali við hann greindi hann frá þeim hættum sem steðja að hugbúnaðinum hjá einstaklingnum og hvað skal varast: „Þegar verið er að ræða um öryggi í tölvum sem einstaklingurinn notar, þá viljum við verja tölvuna okkar frá ákveðnum hættum, við viljum verja okkur fyrir amapósti og óæskilegum pósti, og við viljum halda okkar persónulegu upplýsingum leyndum. Þessum þáttum er að stórum hluta hægt að verjast án þess að eyða miklum peningum í vörur þar sem mikið af þessu snýr að hegðun notandans. Við höfum hingað til eingöngu boðið fólki vörur sem hjálpa því að leysa hluta af þessum vandamálum, en munum örugglega fara meira út í að aðstoða fólk við að gefa því góð ráð. Það hefur orðið æ meira áberandi í umræðunni að einstaklingurinn þarf að taka ákveðin skref til að verjast og vil ég í því sambandi benda á www.saft.is, sem Heimili og skóli reka ásamt samstarfsaðilum. Þar er góðar upplýsingar að finna um örugga og ábyrga notkun á Netinu.“ Að hegða sér rétt á Netinu Sverrir segir að það þurfi að kenna, sérstaklega börnunum okkar, að hegða sér á Netinu: „Netið er ekkert annað en samskiptafyrirkomulag sem þarf að kunna. Það þykir sjálfsagt að kenna krökkunum okkar að vera kurteis og koma vel fram og í þjóðfélagi okkar í dag þarf einnig að vera sjálfsagt að gefa krökkunum rétt Netuppeldi, ef svo má að orði komast. Það má segja að Netið dragi upp ákveðna mynd af þjóðfélaginu. Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að vera vel inni í netmiðluninni Sverrir Hákonarson, sérfræðingur í öryggismálum hjá EJS hf. FRÆÐSLA ER OFT BESTA VÖRNIN Varðandi almennt öryggi má benda á eftirfarandi atriði: • Setja upp eldvegg • Uppfæra stýrikerfi þegar það á við • Setja upp vírusvörn og uppfæra hana reglulega (helst sjálfkrafa)• Nota sterk lykilorð, þ.e. löng lykilorð sem erfitt er að giska á• Setja skýrar reglur á heimilinu fyrir um Internetnotkun Eoin Ferrer og Sverrir Hákonarson eru sérfræðingar í öryggisútbúnaði fyrir tölvur. KYNNING: EJS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.