Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 61

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 61
rannsóknarstaðir sem hér verða notaðir eru Haffjarðarey á Mýrum, Hella á Árskógarströnd, Hof í Hjaltadal, Hofstaðir í Mývatnssveit, Keldudalur á Hegranesi, Skeljastaðir í Þjórsárdal, Skriðuklaustur í Fljótsdal, Stóraborg undir Eyjafjöllum og Þórarinsstaðir í Seyðisfirði. Viðhorf til barna eru ólík á hverjum tíma og því hægt að rannsaka barnsgrafir út frá félagslegu sjónarhorni samhliða líffræðilegum greiningum. Til þess að greina félagslega þáttinn verður hér unnið eftir gerendakenningunni (e. agency theory). Verður litið á börn sem gerendur (e. agents) og að þau móti tilveru sína, félagsleg tengsl og athafnir sem slíkir. Börn eru þannig skoðuð sem mismunandi gerendur allt eftir því hvar í lífsferlinu þau eru stödd. Gerendakenningin innan fornleifa- fræði er tilraun til þess að greina atbeina (e. agency)1 einstaklinga og rekja vísbendingar um skipulag þeirra innan fornra eða nýrra samfélaga (Dornan 2005, bls. 309). Gott er að líta á gerendakenninguna sem rauðan þráð í gegnum greinina til þess að forðast fyrirfram ákveðnar hugmyndir um börn og sjá þannig áhrif þeirra sem einstaklinga og gerenda á samfélag sitt. Þegar rannsóknin að baki greinarinnar var gerð höfðu samtals fundist 134 barnsgrafir á þeim níu stöðum sem hægt er að tengja við kaþólskan tíma.2 Einungis var notast við barnsgrafir sem hafa fundist innan kirkjugarðanna og innbyrðis afstaða þeirra var skýr. Þónokkuð safn lausfundinna3 beina úr barns- beinagrindum er auk þess varðveitt en ákveðið var að taka þau ekki með í þessu verkefni vegna þess að samhengi var ekki þekkt. Sumir kirkjugarðanna voru í notkun jafnt fyrir og eftir siðaskipti og því gætu yngri grafir hafa slæðst með í úrtak rannsóknarinnar. Hvað varðar skilgreiningu á því hvað telst barnsgröf, voru mörkin sett við lífaldurinn 16 ára sem byggir á hugmyndum um börn í Grágás. Í þeim tilvikum þar sem mannabeinafræðingar hafa skoðað beinasafnið voru niður- stöður þeirra teknar til greina en þegar svo var ekki, var stuðst við greiningar fornleifafræðinganna sjálfra. Til þess að leita svara við markmiði rannsóknarinnar var ákveðið að gera gagnagrunn4 yfir þær barnsgrafir sem teknar voru til umfjöllunar, bæði vegna þess að rannsóknargögnin eru ólík og í margvíslegu formi, auk þess sem aðgengi að þeim er einnig misjafnt. Tilgangur hans er jafnframt að auðvelda greiningu ákveðinna þrepa innan lífshlaups íslenskra miðaldabarna. Horft var framhjá samanburði milli einstakra kirkjugarða og einblínt á grafirnar sjálfar og hvaða upplýsingar þær gefa. Inn í gagnagrunninn voru færð 25 atriði sem tekin eru fyrir í hér og varða barnsgrafirnar (sjá töflu 1). Hér verður byrjað á almennri umfjöllun um hugtökin börn og bernsku til þess að sýna hversu víðtæk og breytileg þau eru. Með umfjöllun um þróun barnafornleifafræði er kynntur skilningur á áhrifum hennar innan __________ 60 Þegar á unga aldri lifi ég enn 1 Þegar talað er um atbeina er verið að vísa til getu einstaklinga til þess að taka ákvarðanir og hafa stjórn á lífi og hegðun sinni. 2 Hér er miðað við fjölda árið 2008. Fornleifarannsóknir hafa haldið áfram á Hofstöðum og Skriðuklaustri síðan þá. 3 Með lausfundnum beinum er átt við bein sem fundist hafa utan kirkjugarðs og í grafarfyllingum. Vegna þess að tilviljanakenndir og takmarkaðir beinafundir gefa ekki heildstæða mynd af greftrunarsiðum og lýðfræði, þjónuðu þau ekki tilgangi í þessari rannsókn. 4 Gagnagrunnurinn fylgir MA ritgerðinni, sem greinin byggir á, á geisladiski. __________ 61 Ragnheiður Gló Gylfadóttir Skráð atriði Skilgreining Skráð atriði Skilgreining ID Númer innan gagnagrunns Kista Tekið fram ef svo er. Staður Rannsóknarstaður Aðbúnaður grafar Kol, steinar, torf, líkklæði, spænir o.s.frv. Uppgraftarnúmer Númer fengið á rannsóknarstað Margföld gröf Ef tveir eða fleiri voru jarðsettir í sömu gröf. Fyrirburi Í grafarfyllingu Ef kista var staðsett í fyllingu annarrar grafar. Barn 1 0-12 mán Minningarmörk Steinar, krossar o.s. frv. Barn 2 1-3 ára Staðsetning innan kirkjugarðs Kirkjugarðinum skipt í fernt, SV, SA, NV og NA. Barn 3 4-7 ára Nánari staðsetning Hvar nákvæmlega gröfin er. Barn 4 8-12 ára Tímabil Frá hvaða tímabili er kirkjugarðurinn. Barn 5 13-16 Kolefnisgreining Lífaldursgreining beinasérfræðings Tekið fram ef svo er. Gripir Stelling líkamans Á bakinu, hliðinni o.s.frv. Kyn Stelling handa Notaðar til þess að sjá breytileika milli grafa en ekki til að aldursgreina Athugasemdir Aldur Samantekt á þeim flokkum sem voru gerðir innan gagnagrunnsins. Tilgang- urinn var að auðvelda vinnslu innan hans. Tafla 1. Atriði sem tekin voru til athugunar innan gagnagrunnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.