Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 155

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 155
kumlsins, eða skilaboðin sem það efnisgerir (e. materialize), stafar ekki af einangruðum þáttum þess heldur segulmagni líkama-hluta-dýrs og þeirrar einingar sem þau efnisgera. Eins og komið hefur fram eru hlutir af ýmsu tagi, en gjarnan vopn, áberandi í mörgum sagnanna, og suma þeirra má jafnvel skilgreina sem persónur – nafngreindar og nafntogaðar – og örlagavalda í framvindu sagna, líkt og halda mætti fram um atgeir Gunnars. Í mörgum tilfellum eru þessir gripir einnig nátengdir eigendum sínum, m.a. með því að þeir eru sagðir búa yfir eiginleikum eigenda sinna eða jafnvel innihalda þá á vissan hátt (Gurevich, 1992, 180), og höfðu þar af leiðandi persónuleika. Að tala um hluti sem persónur eða hluta af einstaklingum er vandkvæðum bundið. Í huga okkar nútímamanna býr djúpstæður ótti við að tengjast efnislegum hlutum of nánum böndum – sem telst bæði yfirborðskennd og blætisfull hegðun sem stríðir gegn röklegri skynsemi. Það er álitið skammarleg smán að vera tilfinningalega tengdur „dauðum“ hlutum, ekki síst vegna þess að slík hegðun ánafnar hlutum sumum þeim eiginleikum sem við viljum heldur halda fyrir okkur, mannverurnar, einar. Okkur hættir til að líta svo á, eins og Daniel Miller hefur bent á (1987, 11) að samband manna og hluta sé ekki annað en blæti, eða á annan hátt rangt og óekta, og því eigum við að einbeita okkur að „raunverulegum félags- tengslum og alvöru fólki“. Þetta viðhorf hefur verið nært og viðhaldið af nútíma samfélags- og heimspekikenningum þar sem tækniþróun, fjöldaframleiðsla, og aukin neysla hafa orðið að hold- gervingum firringarinnar sem einkennir nútímalegt líferni okkar (Olsen, 2003, 94). Einkennandi fyrir samfélagssýn slíkra kenninga er áherslan á hina afstæðu, óáþreifanlegu frumkrafta sem búa að baki og viðhalda hugmyndum okkar og samfélagsgerð. Efnis- menningin eða efnisheimurinn er í slíkri samfélagssýn ekki álitinn mikilvægur eða merkingarbær í sjálfum sér heldur er hann varla annað en leiksvið þar sem afstæðum hugmyndum okkar er varpað fram. Undir áhrifum þessa hefur fornleifafræði dauða og greftrunar, og efnismenning kumla og grafa, á undanförnum áratugum gjarnan verið skilgreind sem birtingarform slíkra samfélagsstrúktúra – einskonar táknræn afurð afstæðra hugmynda um t.d. vald, samfélagsstöðu eða kyngervi. Ef fyrst og fremst er litið á haugfé sem tákn (e. symbol) byggir mikilvægi þess í kumlinu og greftrunarathöfninni á því að það hlutgerir það sem efnislega er ekki til staðar – þ.e. haugféð er birtingarform eða staðgengill afstæðra, loftkenndra fyrirbæra en er í sjálfu sér meira eða minna merkingarlaust umfram þetta. Ég tel að í tilfelli íslenskra kumla og haugfjár sé þetta alltof þröng og takmarkandi afstaða. Það sem mætir manni í opinni gröf er ekki afstæð, óáþreifanleg hugmynd heldur mengi ólíkra efnislegra þátta, manna, hluta og dýra, sem tvinnaðir eru saman á flókinn og illskiljanlegan hátt. __________ 154 Fé og frændur í eina gröf Þetta þýðir alls ekki að haugfé, eða aðrir gripir, geti ekki verið tákn eða búið yfir táknrænum mætti, heldur undirstrikar það fremur að efnislegir eiginleikar þeirra sem og nálægð þeirra við hinn greftraða geti verið jafn mikilvægir þættir við túlkun efni- viðarins. Í þjóðfræðirannsóknum sínum á meðal Kodi fólksins í austanverðri Indónesíu varð Janet Hoskins (1998) einmitt vör við það hve náin tengsl voru oft á milli manna og þeirra hluta sem þeir umgangast í daglegu lífi. Í starfi sínu við að skrá ævisögur viðmælenda sinna varð henni það smám saman ljóst að sögur þeirra var ekki hægt að skrásetja án þess að tvinna þær saman við sögur þeirra hversdagslegu hluta sem þeir umgengust og beittu á degi hverjum. Með því að vera órjúfanlega tengdir daglegum athöfnum manna urðu hversdagslegir hlutir tæki til sjálf- skoðunar og vitundarsköpunar. Eins- konar minningaskrín (e. memory box) sem viðhéldu liðnum augnablikum og minningum, um leið og þeir gátu endurheimt þessar minningar með ásjónu sinni, áferð, lykt og notkun (Hoskins, 1998, 2-5). Slíkur hlutur var því ekki aðeins myndlíking eða táknmynd sjálfsins heldur, eins og Hoskins kemst að orði „...a pivot for reflexivity and introspection, a tool of autobiographical self-discovery, a way of knowing oneself through things“ (Hoskins 1998, bls. 198). Með gagnvirkum tengslum sínum við mennina verða hlutir hins vegar ekki aðeins mikilvægir í eða fyrir sögur fólks, heldur bæta þeir stöðugt við sínar eigin sögur, sína eigin ævisögu (Kopytoff, 1986). Merking hlutar eða ímynd er af þessum sökum ekki bein afleiðing þess að hluturinn teljist t.d. einstakur, sjaldgæfur eða nytsamlegur, heldur er hún leidd af sögu hans (og þeim tengslum sem hún ber með sér) og því samhengi sem hann tilheyrir nú (sjá Kopytoff 1986; Thomas 1996, 155). Að túlka gildi hluta t.d. með vísan í efnahagslega þætti eingöngu er því í raun ákveðin gengisfelling sem snið- gengur mikilvægi þeirra tengsla sem hluturinn hefur myndað á lífsskeiði sínu. Í mörgum tilfellum felst gildi hlutar í efnislegum eiginleikum hans – þ.e. að hann er til staðar og er sýnilegur, t.d. í opinni gröf – og enn fremur að hann mun halda áfram að vera, sem efnisleg minning um einstakling, atburð, tengls, eða annað. Að líta á hluti sem „tímahylki“ (e. time capsule) sem endurspegla augnablik í fortíðinni er því alls ekki það sama og að skilja hvað þeir eru eða merkja. Stundarveruleiki (e. temporality) þeirra eru mun flóknari en svo og útiloka að unnt sé að líta á þá sem spegilmyndir (horfinna) einstakra augnablika, en krefjast þess í staðinn að við einbeitum okkur að þeim tengslanetum (e. network) sem þeir mynda og eru um leið sjálfir myndaðir úr. __________ 155 Þóra Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.