Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 91

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 91
kyngervis sem mótað hefur verið af samfélaginu. Þessi aðgreining ætti þar af leiðandi að hindra að samfélagsleg mismunun á grundvelli líffræðilegs kynjamismunar sé réttlætt. Þetta á þó aðeins við ef kosið er að líta svo á að ekki séu orsakatengsl á milli kyns og kyngervis. Því er ekki alltaf þannig háttað. Skilgreiningar á kyngervi eru margvíslegar og ólíkir höfundar nálgast það á mismunandi hátt. Marie Louise Stig Sørensen segir að skoðanir fólks skiptist almennt upp í tvo flokka varðandi tengsl kyns og kyngervis. Þessir flokkar hafa verið nefndir annars vegar líffræðileg eðlis- hyggja og mótunarhyggja hins vegar. Fyrri hópurinn kýs að líta þannig á málið að bein tengsl séu á milli kyns og kyngervis og að eðlislægni kyns birtist af mismiklum krafti í kyngervum fólks. Sá seinni hefur fjölbreyttari sýn á kyngervi, en þar er því haldið fram að áhrif líffræði fólks á kyngervi þeirra séu óbein og stýrt af því hvernig kyn er túlkað og mótað innan samfélagsins (Sørensen 2000, bls. 54). Sørensen segir þó að innan kynjafornleifafræði hafi almennt verið litið á kyn og kyngervi sem ótengd atriði (Sørensen 2000, bls. 43). Síðastliðinn áratug hefur komið upp umræða innan kynjafræða, og kynja- fornleifafræði einnig, hvort þessi skilgreining eigi í raun og veru við. Umræðuna segir Sørensen (2000, bls. 46) snúast m.a. um hvort líffræðilegt kyn sé sjálft samfélagslegur tilbúningur, alveg til jafns á við kyngervi (sjá t.d. Hjørungdal 1999, bls. 82). Bent hefur verið á að með aðskilnaði kyns og kyngervis séu áhrif kyns á upplifun og reynslu einstaklinga vanmetin. Með því að líta fram hjá því séu hópar á við samkynhneigða og millikynjaða (e. intersexual) útilokaðir frá rannsóknum (Sørensen 2000, bls. 46). Álíka gagn- rýni hefur áður komið frá öðrum fornleifafræðingum. Sú gagnrýni fjallar um tvískiptingu kynjanna og bent hefur verið á að hefðbundin kynskipting standi aðeins fyrir tvo póla sem standi upp úr margbreytilegum hópi. Þar er bent á að kyn sé lært fremur en að vera tveir „annað hvort eða“ flokkar þar sem engin skörun eigi sér stað (Sørensen 2000, bls. 46). Erfðafræðingar vísa ekki lengur einungis til XX (kvenkyns) eða XY (karlkyns) þegar fjallað er um kyn, heldur til einstaklinga sem eru t.d. XXY, XXXXY og YYX og til þeirra sem flokkaðir eru sem millikyns, segir Meskell. Rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á að einstaklingar sem bera XX litninga og eru samkvæmt þeim „kvenkyns“, geta þróast með svipgerð (e. phenotype) karlmanns. Þetta segir Meskell fella úr gildi tvískiptingu líffræðilegra kynja út frá litningum þar sem þeir dugi ekki alltaf til að segja til um æxlunarfæri einstaklings (Meskell 1999, bls. 73). Judith Butler fjallar um þetta í bók sinni Gender Trouble og spyr hvort „kyn“ hafi alltaf verið til eða hvort það eigi ákveðið upphaf. Hún telur að kyn sé náttúrugerð útgáfa samfélagsins af __________ 90 Undir mold og steinum... kyngervi. Með því að gera kyn náttúrulegt er gefið til kynna að það sé utan áhrifa orðræðu og þar af leiðandi ópólitískur grunnur sem menning byggir á (Butler 1990, bls. 7). Meskell er sammála Butler og segir að mikilvægt sé að gerð sé grein fyrir því að bæði kyn og kyngervi séu mótuð af orðræðu innan okkar eigin samfélags og þróuð sé meðvitund um möguleika á álíka mótun í öðrum samfélögum. Hún segir að orðin kyn, kyngervi, kynja- tengsl og samfélagsleg tengsl hafi verið ranglega gefin merking sem alhæft er um að eigi við í öllum samfélögum, menningum og hópum – slíkt sé þó rangt. Þetta séu margbreytileg hugtök sem notuð eru á ólíkan og sértækan máta innan mismunandi hópa (Meskell 1999, bls. 70). Kvenkyns er því ekki stöðugt hugtak og merking þess er að mati Meskell jafn óstöðug og hugtaksins kona (Meskell 1999, bls. 69). Eðlishyggja Sigríður Dúna Kristmundsdóttir segir í grein sinni „Konan með kyndilinn“ að Simone de Beauvoir hafi með titli bókar sinnar Hitt kynið og yfirlýsingunni að konur verði konur, átt við að karlar séu viðmið samfélagsins, „normið“ og þar með setji þeir reglurnar og skipi hlutverkin sem fólk er sett í, eins og komið hefur verið inn á hér að ofan. Menningarleg, karllæg skilgreining á líffræðilegum mismun kynjanna festi konur í hlutverkum eiginkvenna, mæðra og ástkvenna í samfélaginu (1999, bls. 72). Sigríður Þorgeirsdóttir segir hugmyndasöguna gegnsýrða af al- hæfingum varðandi eðliseiginleika kvenna sem teljast síðri en þeir sem karlkynið búi yfir. Eðlislægur munur kynjanna hafi einna helst verið notaður sem réttlæting á mismunun og það er eðlishyggja sem hlýtur hvað helst högg í gagnrýni Beauvoir (2001, bls. 134). Sigríður Matthíasdóttir segir frá því í doktorsritgerð sinni að árið 1900 hafi í blaðinu Framsókn verið rætt um að eðli kvenna væri nær náttúrunni eða dýraríkinu en eðli karla (2004, bls. 232). Sigríður Þorgeirsdóttir segir að þessi meinti „náttúrulegi“ og „eðlislægi“ munur hafi í aldaraðir verið nýttur til að réttlæta mismunun karlaveldisins og það hafi og sé „fyrsta verkefni femínískar gagnrýni að hnekkja á slíkri náttúrutrú og eðlishyggju með því að greina á milli líkamlegs kynjamismunar, kyn- hlutverka og kynsjálfs- myndar“ (Sigríður Þorgeirsdóttir, 2001, bls. 128). Sem dæmi mætti nefna að til mótvægis kröfum kvenna til kosningaréttar og kjörgengis var því haldið á lofti að konur væru að eðlislagi órökréttar í hugsun og reiddu sig á tilfinningar fremur en rök þegar kæmi að ákvarðanatöku og þar af leiðandi ekki treystandi fyrir því að kjósa eða sitja á þingi (Ásta Kristjana Sveinsdóttir 2002, bls. 168).4 Kumlið sem fannst á Selfossi árið 1958 er gott dæmi um það þegar konum eru eignaðir eiginleikar frábrugðnir __________ 91 Sandra Sif Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.