Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 100

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 100
nágrannalöndunum, segir Sigríður Matthíasdóttir. Hún telur ástæðuna fyrir vanda rannsókna í félags- og atvinnusögu kvenna vera að orðræða í aðferðafræði og póstmódernisma í kvennasögu hafi ekki náð hingað til lands og því hafi kynjasagan ekki þróast hérlendis eftir 1990 (Sigríður Matthíasdóttir 2005, bls. 176-177). Sagnfræðin og fornleifafræðin eiga því margt sameiginlegt, þrátt fyrir að þær hafi ekki verið algjörlega samstíga í fræðilegri þróun. Sagnfræðin virðist á 8.-9. áratugnum hafa að einhverju leyti stigið upp úr þeirri stöðnun sem hún hrjáðist af á 7. áratugnum, á meðan fornleifafræðin varð eftir - en þegar kemur að kynjafræðum þá virðast báðar greinarnar hafa vanrækt að þróa hana frekar. Þótt kennileg fornleifafræði nái sér að nokkru marki á strik upp úr 1990 þá varð kynjafræði ekki hluti af þeirri umræðu nema að afskaplega takmörkuðu leyti. Ef við snúum okkur aftur að túlkunum Lucas á skortinum á kennilegri fornleifafræði á Íslandi, þá segir hann að önnur ástæða fyrir þeim skorti sé umhverfi fornleifafræðinnar (2004, bls. 20) og að vandinn liggi augljóslega í fámenni fornleifafræðinga hérlendis. Stærstan hluta af 20. öldinni segir Lucas að aðeins einn til tveir fornleifafræðingar hafi stundað rannsóknir á sama tíma hér á landi. Þetta gaf fáum einstaklingum mikið vald til að móta „eðli og inntak“ fræðigreinarinnar. Sem dæmi um þetta nefnir hann Kristján Eldjárn. Fæðin í greininni takmarkaði einnig fjölda þeirra rannsókna sem ráðist var í og þar af leiðandi umfang fornleifafræðilegs efniviðar (Lucas 2004, bls. 19). Einn af mögulegum áhrifaþáttum á þróun kennilegrar fornleifafræði á Íslandi er brotthvarf dr. Ólafíu Einarsdóttur sem var fyrst Íslendinga til að ljúka prófi í fornleifafræði. Starfs- ferill hennar hérlendis var skammlífur þar sem hún snéri til Danmerkur eftir stutta dvöl hérlendis eftir að hún útskrifaðist árið 1950 með próf í fornleifafræði frá University College í London og magistersgráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá Háskólanum í Lundi (Bjarni F. Einarsson 1994 bls. 381-382, Ólafía Einarsdóttir 2006a, bls. 5). Ólafía lauk doktorsprófi í sagnfræði árið 1964 frá Lundi og hefur birt fjölda greina þar sem viðfangsefni hennar er konur í bæði sagnfræðilegum og fornleifafræðilegum efnivið (Ólafía Einarsdóttir 2006a). Greinar Ólafíu birtust hinsvegar ekki á íslenskum vettvangi fyrr en árið 2006 þegar grein hennar „Um vald húsfreyja á Íslandi á fyrri tíð“ birtist í íslenskri þýðingu í tímaritinu Skildi. Það var að öllum líkindum sökum þessa umhverfis að bók á við Kuml og haugfé varð jafn áhrifamikil og raun bar vitni. Endurskoðun á efnivið hennar er ekki bara endurskoðun á einhverri bók frá því um miðja síðustu öld. Þetta er höfuðverk nánast einu raddarinnar í faginu í hartnær 40 ár og eina yfirlits- verkið um víkingaöldina á Íslandi. Það ber að hafa í huga þegar litið er til þess __________ 100 Undir mold og steinum... hve mikil áhrif bókin hafði á tungutak og orðræðu íslenskrar fornleifafræði. Ein fyrsta umfjöllun á sviði kynjafornleifafræði og jafnframt kennilegrar fornleifafræði á Íslandi birtist árið 1993, en þá kom út grein Bjarna F. Einarssonar „Hið félagslega rými að Granastöðum“ (1993). Þessari nýjung í íslenskri fornleifafræði var þó ekki tekið fagnandi. Þar má nefna gagnrýni Orra Vésteinssonar á greinina, en þar gætir tortryggni gagnvart aðferðum kennilegrar fornleifafræði. Þar segir Orri m.a.: Hin hliðin á þeim vanda að nota aðferðir félagsvísinda í fornleifa- fræðilegri greiningu og umræðu hefur lítið með vísindi að gera, heldur er hann sprottinn af því sem Bjarni myndi kalla „fræðibundið atferli“. Það er, að svoleiðis aðferðir, að þeir halda að það sé nóg að beita einhverri slíkri aðferð og þá muni snilldarlegar niðurstöður framkallast, og/ eða menn halda að góð og skynsamleg aðferð geti einhvern- veginn aukið gildi léttvægra niður- staðna (Orri Vésteinsson 1993, bls. 79). Þessi fyrstu viðbrögð sýna nokkuð neikvæð viðhorf í garð kennilegrar fornleifafræði. Það er ekki óeðlilegt þar sem aðferðum hennar var þá beitt í fyrsta skipti hér á landi. Þetta viðhorf virðist þó vera langlíft, því 10 árum eftir að gagnrýni Orra birtist má sjá svipað viðhorf í kennslubók í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands.9 Í heftinu Leskaflar í íslenskri fornleifafræði sem notað er við kennslu í áfanganum Íslensk fornleifafræði fjallar Adolf Friðriksson, höfundur þess, um grein Bjarna og segir: „Bjarni velur ekki skipulega ákveðna efnisþætti til umfjöllunar, en veltir upp ýmsum ólíkum flötum. Honum er tíðrætt um kynbundna hegðun, hluti og húsrými, enda hafa kynfræði ýmiskonar tröllriðið félagslegri fornleifafræði síðustu ár“ (Adolf Friðriksson e.d., bls. 7). (Leturbr. höf.). Að lýsa kynjafræðum innan kennilegrar eða félagslegar fornleifafræði sem hafa tröllriðið fræðigreininni er vægast sagt of djúpt í árina tekið. Það verður varla sagt að kennilegri fornleifafræði sé íþyngt af kynjafræðum, hvað þá að slík fullyrðing eigi við á Íslandi, þar sem segja má að birting greinar Bjarna marki upphaf umfjöllunar á bæði kynjafornleifafræði og kennilegri á Íslandi. Grein Bjarna kemur út þegar síðferlihyggjan er í hámarki, og er hún fyllilega í þeim anda síns samtíma á Norðurlöndunum. Þær kenningar sem Bjarni lagði fram í grein sinni byggjast á hugmyndum um rými, nokkuð sem hefur verið talsvert notað í kynja- fornleifafræði. Þar má nefna verk Susan Kent sem dæmi, eins og til dæmis greinina „A cross-cultural study of segmentation, architecture, and the use of space“ sem kom út árið 1990. Annað dæmi um svipaða umfjöllun frá sama tíma er grein Ericku Englestad frá 1991, „Gender and the use of household space: An ethnoarchaeological approach“ sem birtist í bókinni Social Space. Það var svo ekki fyrr en árið 2006 að í fyrsta sinn var gefið út __________ 101 Sandra Sif Einarsdóttir 9 Kennsla í fornleifafræði hófst ekki í Háskóla Íslands fyrr en árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.