Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 122

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 122
 Á 18. öld varð því til margþætt orðræða um karlmennskur sem voru byggðar að einhverju leyti á þeim fullkomnu ímyndum sem hér hafa verið raktar. Eins og þau Tim Hitchcock og Michele Cohen hafa sagt: „gagn- kynhneigði spjátrungurinn, gagn- kynhneigði kynsvallarinn, homminn; laglegi karlmaðurinn og óþokkinn; maður trúarinnar og siðprúði heiðurs- maðurinn; lesandi erótíkur og ofbeldis- sinnaði árásaraðilinn, allt voru þetta mögulegar birtingarmyndir karl- mennskunnar“ (Hitchcock og Cohen 1999, bls. 22). Þetta voru þær birtingar- myndir sem fluttar voru og mótaðar í orðræðu 18. aldarinnar. Að hve miklu leyti sérhver manneskja gat tekið þátt í að flytja ákveðna gerð karlmennsku var þó einnig bundið við líffræðilegt kyn og stétt sem og aðra þætti s.s. atvinnu, aldur, líkamlegt atgervi og í tilvikum samkynhneigðra karlmanna, búsetu. Segja má að í tilvikum þeirra sem störfuðu á sjónum, nánast eingöngu í samneyti við aðra karla, hafi allir þessir þættir haft samverkandi áhrif á það hvernig þeir gátu tekið þátt í að móta orðræðuna um karlmennsku og hvaða þætti hennar þeir gátu líkamnað. Heimur sjómannsins Segja má að á 18. öldinni hafi sjórinn verið heimur karla. Það mætti því e.t.v. halda því fram að fyrst flestir af þeim sem unnu og lifðu á sjónum voru karlar hafi þeir verið einsleitur hópur karlmanna (Creighton 1996, bls. 119). Reyndar hefur sagnaritun um sjómenn, sjóhermenn og sjóræningja gert fátt annað en að festa í sessi hugmyndir um þessa karla sem ofurkarla (e. hypermasculine) í stöðugri baráttu við náttúruöflin, sig sjálfa og óvini sína (Lewis 1960; Lloyd 1968; Kemp 1970; Thrower 1972). Slíkar lýsingar tengjast þó að mestu leyti rómantískum hugmyndum 19. og 20. aldar en ekki raunveruleika 18. aldarinnar (Creighton 1996, bls. 120). Karlmennska á sjó og landi var um marga þætti eins. Á sjónum var að finna sömu stéttaskiptu karlmennskurnar, þ.e. siðprúða hefðar- manninn og grófa vinnumanninn, en lífið á sjónum var þó einnig sérkennilegur heimur sem laut öðrum lögmálum. Sagnfræðingurinn Nicholas Rodger (1988, bls. 15) hefur bent á að lýsingar og frásagnir samtímamanna af sjómönnum 18. aldar verði að taka með nokkrum fyrirvara þar sem samtíma- mennirnir hafi aðeins þekkt sjómanninn sem fisk á þurru landi en ekki í sínum sérstaka heimi. Í þessum sérstaka heimi sjómannsins urðu karlar að sætta sig við að vinna störf sem þeir hefðu mögulega ekki unnið á landi s.s. eldamennsku, umönnun sjúklinga og önnur störf sem ekki þóttu karlmannleg (Creighton 1996, bls. 119). Á sama tíma má einnig segja að sjómenn hafi fengið á sig dulrænan blæ ævintýramennskunnar sem fylgdi þeim eftir að sjóræningjar aldanna á undan höfðu öðlast ákveðna uppreisn æru í rómantískum bókmenntum 18. aldarinnar (Green 1993, bls. 225-226). Þó sjómaðurinn og sjómennskan sem hluti af karlmennsku hafi fengið __________ 122 Að opna öskju Pandóru tilhlýðilega athygli sjávarsagnfræðinga verður hið sama ekki sagt um sjávarfornleifafræðinga. Sagt hefur verið að sjávarforneifafræði á Bretlandi og í Ástralíu hafi ávallt verið meira aðferðafræðileg en kennileg (Flatman 2003; Ransley 2005): undirgrein fornleifafræði þar sem aðaláherslan hefur verið að finna sokkin skip með fjarkönnunum, gera neðansjávar- rannsóknir á þeim og endurgera þau á þurru landi (sjá t.d. Gesner 2000a; Muckelroy 1978). Þegar skoðaðar eru handbækur fyrir sjávarfornleifafræði kemur þetta enn betur í ljós. Ágætt dæmi er bók Jeremy Green (1990) og rit úr safnaseríu UNESCO (1972) sem einblínir á sjávarfornleifafræði. Þó svo fornleifafræði á landi eigi sér sínar hliðstæður, svo sem vettvangs- leiðbeiningar Martha Joukowsky (1980) og Peter Drewett (1999), er áberandi vöntun á gagnrýnni aðferðafræði eins og sjá má í verkum Ian Hodder (1997) og Gavin Lucas (2001) sem reyna að vefja saman aðferðafræði og kenni- legum grunni (sjá umfjöllun í Flatman 2003). Segja má að að bók Richard Gould, Archaeology and the Social History of Ships (2000) sé dæmigerð, en umfjöllunin þar snýst nær eingöngu um skip og lítið annað, hvað þá „hið félagslega“. Á seinustu árum hefur hinn engilsaxneski heimur þó tekið að glæðast kennilegum áherslum (t.d. Dellino-Musgrave 2006; Gibbs 2002; Nash 2001; Staniforth 2003). Þessar rannsóknir hafa komið í kjölfar ákalls til sjávarfornleifafræðinga um að snúa sér að félagslegum þáttum eins og kyngervi (Flatman 2003, bls. 145-147) og að sjávarfornleifafræði þurfi að tileinka sér hinsegin fræði (Ransley 2005, bls. 621-623). Sjávarfornleifafræði hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að leggja oft á tíðum höfuð áherslu á fornleifafræði skipa og skipsflaka (Gibbins og Adams 2001, bls. 280-281). Fornleifafræði skipsflaka hefur stundum verið talin geta gefið augnabliksmynd af ákveðnum tímapunkti í sögunni. Nokkuð sem kallað hefur verið „the Pompeii premise“ eða „Pompei forsendan“ í ritdeilum fornleifa- fræðinganna Lewis Binford (1981) og Michael Schiffer (1976) á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þróunin á seinustu árum hefur þó orðið á þann veg að minni áhersla hefur verið lögð á sjálf skipsflökin sem augnabliksmynd af ákveðnum tímapunkti í sögunni heldur hefur verið farið að horfa á þau sem hluta af sögulegu ferli sem og minnisvarða og grafreiti (Gibbs 2005). Kastljósið hefur á sama tíma verið að færast frá sjálfum skipsflökunum og á aðra þætti sjávarheimsins, s.s. Atburða- rásina eftir sjálft strandið (Gibbs 2006) og á umfangsmeiri rannsóknir á sjávarmenningu (Adams 2001). Þrátt fyrir að á seinustu árum hafi sífellt fleiri sjávarfornleifafræðingar tekið upp áherslur kennilegrar fornleifafræði vantar enn rannsóknir sem taka á kynja- fornleifafræðilegum efnum eins og Joe Flatman hefur bent á (2003, bls. 146). Jesse Ransley (2005, bls. 627) hefur tekið í sama streng og gagnrýnt um- fjöllun um kyngervi innan sjávar- __________ 123 Sindri Ellertsson Csillag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.