Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 81

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 81
Þessu er raunar ekki hægt að svara nema skoða frekar aldursdreifingu grafanna. Það eru einkum börn á fyrsta aldursári (Barn 1) sem eru grafin við suðurhlið kirknanna og umhverfis þær. Þegar flokkurinn Barn 2 er skoðaður hefur orðið breyting og börnin eru þá grafin nokkuð jafnt í kringum kirkjuna. Sú dreifing er svipuð fyrir flokkinn Barn 3 en erfiðara er að draga ályktanir um flokkinn Barn 4. Stór hluti legstæðanna þar er ógreinanlegur. Þegar kemur að flokknum Barn 5 virðast legstæði þeirra vera fjærst kirkjunni. Einn flokkur sker sig þó úr öðrum hvað staðsetningu varðar en það flokkurinn Fyrirburar. Grafir þeirra finnast aðeins norðanmegin í kirkjugörðunum, nálægt eða inni í kirkjunum. Þetta gefur tilefni til vangaveltna um það hvort að viðhorf til óskírðra og andvana fæddra barna hafi verið mildara þegar nær dró siðaskiptum en á 12. og 13. öld þegar lagabálkar þar að lútandi voru skrifaðir. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á hvort að andvana fædd börn og óskírð hafi verið grafin utan kirkjugarðs hérlendis á kaþólskum tíma. Það eru undantekningar frá þessu sem mögulega geta sýnt fram á stöðu þeirra sem einstaklinga. Í allt eru fimm börn grafin inni í kirkjum, þar af eitt í kórnum. Í öðrum fimm tilvikum eru börn sett ofan í grafir annarra. Börn hafa einnig í þremur tilfellum verið grafin tvö og þrjú saman. Hvort þetta stjórnist af t.d. ættartengslum eða vegna atbeina barnanna sjálfra er erfitt að segja til um nema með frekari rannsóknum. Þegar þessar niðurstöður eru dregnar saman í stuttu máli má segja að fyrirburar skeri sig frá greftrun annarra barna. Þeir virðast aðeins vera grafnir í norðurhluta kirkjugarðanna á meðan staðsetning annarra aldurshópa er dreifðari. Hér má mögulega greina eitt þrep í lífshlaupi barnanna og þá að þau __________ 80 Þegar á unga aldri lifi ég enn Fyrirburi Barn fætt fyrir tímann Barn 1 Barn undir eins árs Barn 2 1 - 3 ára Barn 3 4 - 7 ára Barn 4 8 - 12 ára Barn 5 13 - 16 ára Fjöldi Hlutfall Fyrirburar 7 5% Barn 1 74 56% Barn 2 15 11% Barn 3 11 8% Barn 4 10 7% Barn 5 8 6% Ógreinanlegt 9 7% Samtals 134 100% Tafla 2. Flokkun grafanna innan gagnagrunnsins. Tafla 3. Dreifing beinagrindanna eftir flokkum. sem fæddust fyrir tímann hafi öðlast ákveðna stöðu. Börn á fyrsta aldursári (Barn 1) eru yfirleitt grafin sunnan, vestan eða umhverfis kirkjuna og kemur sú skipting fram innan allra rannsóknarstaðanna. Eftir því sem börnin eldast virðast legstæði þeirra færast fjær henni. Eflaust koma margir félagslegir þættir þarna við sögu en heimsmynd þessa tíma var þar líkast til stór þáttur. Samhljómur virðist vera milli texta í Grágás og fornleifanna. Ef rétt er að börn hafi verið fermd á aldrinum 6-12 ára og jafnvel fyrr, getur fermingin hafa skapað annað þrep í lífshlaupi og –ferli barnanna og þau kannski talin fullorðin eftir það. Þetta gæti einnig útskýrt af hverju sum yngri barnanna eru grafin í fjarlægð frá kirkjunni, þar sem ritheimildir geta þess að börn undir 6 ára hafi verið fermd.7 Kistur Í allt voru 46 börn af 134 jörðuð í kistum í kirkjugörðunum níu. Þessi tala gefur ekki margt til kynna um heildarkistunotkun innan kirkju- garðanna. Í sumum tilvikum gæti hafa verið um fleiri kistur að ræða en þær ekki varðveist. Einnig getur verið að aðeins hluti kirkjugarðs hafi verið rannsakaður eða varðveisla á kistum innan hans slæm. Því gæti kistu- notkunin verið mun almennari á flestum rannsóknarstaðanna nema Keldudal og Skeljastöðum þar sem uppgreftri er lokið. Jafnframt hefur það áhrif að ekki liggur fyrir mikil vitneskja um kistunotkun hérlendis á kaþólskum tíma, hvernig henni var háttað og hverjir voru helst grafnir í kistum. Þegar litið er á allar grafirnar innan gagnagrunnsins kemur í ljós að rúmur þriðjungur barnanna hlaut greftrun í kistum. Kistunotkunin er mest hjá börnum á fyrsta ári (Barn 1) og mjög svipuð innan flokkanna Fyrirburar og Barn 2. Áhugavert er að börn í flokkunum Barn 3 og Barn 4 finnast ekki jarðsett í kistum og einungis einn einstaklingur sem tilheyrir flokknum Barn 5. Meira virðist því hafa verið lagt í greftrun yngri barnanna í kirkju- görðunum níu ef litið er á kistur sem íburð. Viðhorf til andvana fæddra barna getur hafa mildast með tímanum. Engu að síður er erfitt að segja til um hvað gerði það að verkum að börn fengu greftrun í kistu og sérstaklega er áhugavert að skoða það útfrá gerenda- kenningunni. Hvað lá á bak við að tæpur helmingur yngri barna fékk kistu og hvað stjórnaði því er ekki vitað. Mögulega getur það verið atbeini barnanna sjálfra, samfélagsstaða þeirra, tíska, framboð á timbri eða reglur. Stærra úrtak þarf til þess að hægt sé að draga ályktanir um kistunotkun eldri barna, ein kista segir alls ekki mikið. Það virðist ekki vera hægt að nota kistur til þess að svara markmiði þessarar rannsóknar. Það vantar frekari rannsóknir á kistunum sjálfum, svo að niðurstöðurnar verði marktækar. Notkunin virðist nefnilega vera mest þar sem skipulagðar fornleifarannsóknir __________ 81 Ragnheiður Gló Gylfadóttir 7Svo virðist sem Guðmundur Arason hafi hlotið blessun biskups um ársgamall og ritheimildir geta þess að Þorgils skarði hafi verið fermdur tveggja ára (Sigurður Líndal 1974, bls. 281; Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 273-274).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.