Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 159

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 159
rannsóknum sínum hefur Marilyn Strathern (1981) raunar bent á það að greftrunarathafnir minnist hins látna oft í gegnum einingu (e. reconfiguration) hans. Það er að segja með því að sameina í eina heild þá hluta sem fullgerðu einstaklinginn í lifanda lífi, og minnast þannig einstaklingsins og lífs hans í heild. Í þessu samhengi verður augljóst, eins og Williams (2004, bls. 263) bendir á, að innihald kumlsins má ekki aðeins skilja sem gripi og bein, eða einungis af táknrænum toga. Líta verður á kumlið sem virka, efnislega heild sem hefur úrslitaáhrif á þá þætti í persónuleika hins látna sem kosið er að minnast annars vegar og gleyma hins vegar. Fullyrða má að allir hlutar grafarmengisins voru færðir á greftrunarstaðinn af lifendum. Hins vegar má á sama tíma fullyrða að allir lifenda voru kallaðir þangað af hinum látna. Þess vegna er ótækt að hugsa um hann, eða haugféð, sem dauða og óvirka hluti. Allir báru þeir með sér ákveðna lífssögu og ákveðið tengslanet sem náði langt út fyrir augnablik greftrunar í tíma og rúmi. Auk þess mætti ætla að sumir fágætari gripa kumlasafnsins hafi verið þekktir, jafnvel undir nafni, og orðspor þeirra og lífsskeið verið mönnum kunnugt. Hið sama hefur átt við um fórnardýr. Sú staðreynd að slíkir gripir virðast ekki hafa verið á hverju strái getur aðeins styrkt slíka tilgátu. Það er að segja að gripir og dýr voru ekki aðeins til staðar heldur voru þeir þekktir og sögu þeirra minnst. Í því samhengi er auðvelt að ímynda sér hvernig val gripa (minni) og útilokun annarra (gleymska) hefur haft áhrif á það mengi sem framsett var og það minni sem vakið var (Williams 2005, bls. 254). Mikilvægi haugfjár í opinni gröf hefur því ekki aðeins verið af táknrænum toga. Þótt vissulega hafi mátt tjá og undirstrika þætti eins og vald, stöðu og kyngervi með notkun og staðsetningu ákveðinna hluta á eða í nálægð við líkama hins látna, var tilvera þessara hluta ekki táknræn heldur raunveruleg. Hið augljósa mikilvægi hlutarins hefur því ekki aðeins verið tengt fjarlægri, afstæðri hugmynd um vald heldur raunverulegri tilveru hans – þeirri staðreynd að einmitt þessi hlutur var til staðar, þekktist og vakti minningar. Í stað þess að líta á hlutinn eða dýrið í kumlinu sem myndlíkingu einhvers sem var efnislega ekki til staðar tel ég að það hafi ekki síður verið hluturinn sjálfur, og lífssaga hans, sem gæddi grafarmengið merkingu og þá efnisminningu sem það skóp. Lokaorð Við nánari skoðun er ljóst að hið þráláta stef um fátækt og einsleitni íslenska kumlasafnsins er fremur afurð þeirrar meðferðar sem safnið hefur hlotið í höndum fræðimanna en raunverulegs eðlis þess. Merking eða mikilvægi kumlsins var ekki fólgið í einstökum þáttum þess heldur í samofinni efnislegri heild þeirra. Sú aðferð að slíta þættina í sundur og flokka eftir gerð og eðli er góð og gild, en ein og sér hefur __________ 158 Fé og frændur í eina gröf __________ 159 Þóra Pétursdóttir Mynd 4. Kuml 3 á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. Í því hvíldi kona, 36-45 ára (Hildur Gestsdóttir, 1998), og hestur. Hesturinn lá þétt upp að fótum konunnar í óskiptri gröf. Haugfé fannst bæði í tengslum við konuna og hestinn (Kristján Eldjárn, 1966:37).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.