Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 51

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 51
tilgangi er lykillinn að ítarlegri og fyllri leiðaskráningu en ella og góðum rannsóknum á sviði samgangna. Áfangastaðirnir eru breytilegir frá einum tíma til annars og umferðin hefur sömuleiðis verið breytileg. Í töflu 1 er listi yfir helstu áfangastaði og ferðir sem menn hafa farið fyrr á öldum en ekki er um sögulegt yfirlit að ræða. Listanum er skipt gróflega í tvo flokka – aukaleiðir og alfaraleiðir – en sú skipting er ekki algild. Ný skráningaraðferð fyrir leiðir Af hverju sérstök aðferð við leiðaskráningu? Í hefðbundinni fornleifaskráningu á Íslandi eru einstakar samgönguminjar skráðar á sama hátt og aðrar fornleifar en heildrænni skráningu leiða og kortlagningu þeirra hefur verið verulega ábótavant. Ástæðan fyrir þessu er þríþætt: sú aðferð sem beitt er við hefðbundna fornleifaskráningu hentar illa við skráningu leiða, vinnubrögð skráningarmanna duga ekki og þeir gagnagrunnar sem eru við lýði eru óheppilegir til þess að halda utan um og vinna með upplýsingar um minjastaði og línulegar minjar. Í fornleifaskráningu á Íslandi eru bújarðir grunneining. Þær eru nokkurs konar mengi og innan þeirra eru fornleifar skráðar. Þessi grundvöllur skráningarinnar byggir á þeim forsendum að fornleifar á Íslandi tilheyri einu menningarskeiði og að litlar breytingar hafi orðið á auðlinda- nýtingu og tækni frá landnámi og fram undir lok 19. aldar (Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson, 1998). Skráningar- aðferð sem hefur bújörð sem grunn- einingu er mjög ákjósanleg fyrir Ísland og hefur reynst vel til að skrá allar minjar sem eru innan jarðarinnar og tilheyra henni. Flestar minjar er hægt að skrá með þessum hætti en þó eru ýmsir minjaflokkar sem þessi aðferð getur ekki gert nógu góða grein fyrir. Tveir þeirra eru garðar og leiðir og eiga þeir það sameiginlegt að vera línulegar minjar og fara oft yfir mörk milli tveggja eða fleiri jarða. Oftast eru stakar jarðir eða hreppar skráðir í einu. Tilhneiging er í þá átt að __________ 50 Fornar leiðir á Íslandi Aukaleiðir: Leiðir innan sóknar og hrepps Leiðir innan jarðar Selja- og nytjaferðir, göngur og réttir Námur Alfaraleiðir: Hafnir og verslunarstaðir Fardagar, smalabúsreið og leikar Vera- og skreiðaleiðir Biskupsstólar og klaustur Þing Liðssöfnuður og herferðir Póstferðir Tafla 1: Listi yfir helstu áfangastaði skráningarmenn láti leiðir mæta afgangi í skráningunni þegar þær ná yfir miklu stærra svæði en verið er að skrá, en stakar samgönguminjar á leiðunum geta verið skráðar samviskusamlega innan skráningarsvæðisins. Það getur verið erfitt og flókið að átta sig á legu leiða og það tekur tíma að ganga leiðirnar. Í fornleifaskráningarverkefnum er sjaldnast gert ráð fyrir þeim tíma sem fer í skráningu leiða en hún er mun tímafrekari en skráning einstakra staða. Þá brýtur það upp vanaföst vinnubrögð skráningarmanns að hafa uppi á og elta leiðir um langan veg út í óvissuna þegar hann er vanur að vinna innan lokaðs mengis jarðarinnar. Þetta eru líklegar skýringar þess að leiðaskráning virðist mæta afgangi í fornleifaskráningu á Íslandi en það er óásættanlegt ástand. Hvar skal leita fanga við skráningu leiða? Ýmsar vísbendingar og heimildir eru til um fornar leiðir í ritum og á kortum en mjög er misjafnt hversu nákvæmar og ítarlegar þær eru. Vandi skráningar- manns fornra leiða felst í því að ákveða hvaða tímabil og hvaða heimildir hann notar sem útgangspunkt í rannsókn sinni. Eðlilegt er að byrja þar sem ítarlegastar og fyllstar lýsingar eru af leiðum. Niðurstaða mín er sú að best sé að byrja leitina að leiðum í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenzka bókmenntafélags, en þar er spurningunni um alfaravegi svarað fyrir flestar sóknir og sýslur en mjög er misjafnt hversu ítarlegar þessar lýsingar eru eftir heimildarmönnum. Lýsingarnar eru frá miðri 19. öld, áður en stórkostlegar breytingar höfðu átt sér stað í samgöngumálum og á öðrum sviðum íslensks þjóðlífs. Það er því kjörið að gera þessa heimild og þennan tíma að byrjunarreit þar sem heimildin nær til alls landsins og er frá tíma sem er ekki mjög fjarlægur í árum talið en er þó óravegu frá því þjóðfélagi sem við búum núna í og byrjaði að breytast mikið um það leyti sem söfnun svara til Sýslu- og sóknalýsinga lauk. Annað sem styður það að byrjað sé á þessum stað er að aðrar mikilvægar heimildir eru einnig til frá svipuðum tíma. Kort Björns Gunnlaugssonar komu út árið 1848 en það eru landsfjórðungakort af öllu landinu þar sem sýndar eru helstu leiðir í byggðum og leiðir á fjöllum, auk þess sem ferjur, brýr og vöð eru merkt inn á kortin. Með því að skrá allar leiðir í þessum heimildum er hægt að búa til grunnkerfi alfaraleiða um miðja 19. öld. Við það er svo hægt að bæta með frekari heimildarýni, auka við upplýsingar um þær leiðir sem þegar hafa verið skráðar og skrá nýjar leiðir. Aðrar heimildir kunna að gefa vísbendingar um breytingar sem orðið hafa á leiðakerfinu eftir miðja 19. öld og hvernig það þróaðist fram að þeim tíma. Auk ritheimilda og korta eru loftmyndir gríðarlega mikilvægar heimildir um legu leiða fyrir bílaöld. Í þessari grein er mikil áhersla lögð á að stuðst sé við heimildir við leiðaskráningu og er hér litið svo á að heimildavinna sé grundvöllur þess að hægt sé að skrá leiðir og leiðakerfi með __________ 51 Kristborg Þórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.