Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 82

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 82
hafa farið fram en heimildir eru fyrir því að kisturnar hafi verið mun fleiri líkt og á Skeljastöðum og Haffjarðarey. Stellingar líkamans Í 48 tilvikum var hægt að greina handastellingar þeirra beinagrinda sem voru í úrtakinu. Við fyrstu sýn virðast handastellingar vera nokkuð mismunandi en stelling A sker sig verulega úr hinum og er notkunin augljóslega bundin við flokkinn Barn 1. Tíðni stellinga A, AII, C og CII virðist þó vera ráðandi en stellingar D og DII sjaldgæfari. Hvað ræður vali á stellingum er ekki vitað en þær hafa töluvert verið rannsakaðar líkt og áður kom fram. Hins vegar er ekki hægt að nota handastellingar með tilliti til atbeina og lífsferils barna. Notkunin er of dreifð til þess og stjórnast hugsanlega af staðháttum, einstaklings- bundum óskum eða tískusveiflum á hverjum tíma. Þegar staðsetning grafanna er borin saman við handa- stellingu er niðurstaðan sú sama, þ.e. að dreifingin er of mikil og úrtakið þarf að vera stærra. Öll líkin höfðu verið lögð á bakið nema í þremur tilvikum. Í Haffjarðarey hafði einni beinagrindinni verið snúið á grúfu þegar önnur gröf var tekin og því ekki um ásetning að ræða. Öðru máli gegnir um grafir sem rannsakaðar voru á Hofstöðum en þar fundust beina- grindur sem tilheyra flokknum Barn 1 liggjandi á annarri hvorri hliðinni. Ein þessara beinagrinda var í tvöfaldri gröf. Ekki er tekið fram hvort um svefn- stellingu var að ræða eða mögulega um staðbundin áhrif. Lokaorð Í þessari grein var reynt að varpa ljósi á lífshlaup barna á miðöldum og gerð tilraun til þess að skoða ævi þeirra sem eina heild. Litið var á börn sem gerendur og var atbeini þeirra skoðað innan úrtaks rannsóknarinnar sem náði yfir níu kaþólska kirkjugarða á Íslandi og 134 grafir innan þeirra. Þannig var horfið frá þeirri hefðbundnu áherslu, sem áberandi er meðal bernsku- rannsókna, að byggja nær eingöngu á lífaldri barna. Í stað þess var tekinn samhliða til rannsóknar félagslegur aldur þeirra og umhverfi. Niðurstöður eru í stuttu máli þær að ekki virðist hafa verið litið á bernskuna sem eina heild á kaþólskum tíma hérlendis. Vísbendingar eru um að henni hafi verið skipt í félagstengd aldursþrep sem byggja á hugmyndum kirkjunnar. Við gerð rannsóknarinnar, sem grein þessi byggir á, kom skýrt fram hversu afskipt börn hafa verið innan fornleifafræðinnar í gegnum tíðina en þetta virðist vera að breytast. Einnig er greinilegt að barnafornleifafræði er fræðigrein í mótun og hefur rannsóknum innan hennar fjölgað á síðustu árum. Með auknum sýnileika __________ 82 Þegar á unga aldri lifi ég enn barna hefur komið í ljós að ríkjandi aldursflokkar eru byggðir á vestrænum viðmiðum og hefur það verið gagnrýnt. Farið er að krefjast þess að félagslegir þættir verði notaðir til jafns við líffræðilegar greiningar þegar kemur að aldursgreiningum. Einnig er uppi krafa um að hugtakið aldur verði tekið til endurskoðunar, því það er ekki hægt að gera ráð fyrir sömu aldursflokkum við fornleifafræðirannsóknir og ríkjandi eru í dag. Fáar fornleifarannsóknir á börnum fortíðarinnar hafa farið fram hérlendis, líkt og annarsstaðar. Nokkuð er hins vegar til af upplýsingum um íslensk miðaldabörn. Er þar helst að nefna ýmsar sagnfræðilegar heimildir og lagabálka frá 12. og 13. öld. Við skoðun á þeim kom í ljós að ekki virðist hafa verið litið á bernskuna sem eina heild og að lífsferli barna á miðöldum hafi einkennst af athöfnum eins og fæðingu, skírn (u.þ.b. vikugömul), fermingu (fyrir 12 ára) og loks fullorðinsaldri sem gæti hafa verið náð 12 eða 16 ára. Hvað varðar fornleifafræðilegt efni þá var rannsóknin byggð á þeim þáttum sem koma fram við uppgrefti á barnsgröfum, þ.e. staðsetning innan kirkjugarðs, notkun kistna, stellingar handa og lífaldur við andlát. Skýrt kom fram hér að nýta þarf betur kenningar um atbeina barna en þannig er mögulegt að skoða þau sem virka gerendur á þeirra eigin forsendum. Það kom í ljós við úrvinnslu gagnanna að ritheimildunum og fornleifunum ber nokkuð vel saman hvað varðar hugmyndir um bernskuna. Sem dæmi má nefna þá hefur þeim aldurs- og félagstengdu viðmiðum sem nefnd eru í Grágás að líkindum verið fylgt í lífi barna á miðöldum. Hvað varðar fornleifarnar þá virðist sem að einkum staðsetning legstæða barna geti gefið innsýn inn í hugarheim miðalda og þar með líf barna. Kistunotkun og handastellingar gögnuðust hins vegar lítið við úrvinnslu því upplýsingar um þessa þætti voru takmarkaðar. Áður en hægt er að líta á börn sem gerendur í fortíðinni, verður að vera áþreifanleg sönnum á tilvist þeirra og atbeina. Rannsaka þarf því bæði fleiri kirkjugarða hérlendis frá þessum tíma og eins er framfara þörf í kyn- og aldurgreiningum barna. Einnig vantar fleiri þverfaglegar rannsóknir á lífi þeirra á þessum tíma. Það þarf t.d að skoða hvernig daglegar athafnir þeirra gætu hafa farið fram, lífslíkur þeirra, híbýli, heilsufar og vinnuframlag. Rannsóknir á þessum atriðum gætu umbylt niðurstöðum þessarar rannsóknar og sýnt fram á allt önnur aldursþrep en hér koma fram. Þrátt fyrir að mun stærra úrtak þurfi til þess að geta dregið skýrari ályktanir um bernskuna til forna, þá leikur ekki vafi á því að félagslegir þættir, ásamt líffræðilegum greiningum, geta varpað nýju ljósi á hana. Með því að skoða þessi atriði samhliða verður mögulega hægt að forðast hin vestrænu viðhorf sem virðast almennt ríkjandi við aldursrannsóknir innan fornleifa- fræðinnar. __________ 83 Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.