Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 88

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 88
skiptingu þegna samfélagsins upp í tvö kyn. Síðastliðna hálfa öld hefur þó orðið breyting á þessum viðhorfum en upphaf þess má rekja til útgáfu bókar Simone de Beauvoir, Hitt kynið árið 1949. Þar kemur fram hin fræga setning hennar: „engin fæðist ekki kona, heldur verður kona“1 (de Beauvoir 1986, bls. 13). Bent hefur verið á að titill bókar Beauvoir lýsi vel því sem hún vill vekja athygli á, þ.e. að konur séu skör lægra settar en karlar (Sigríður Þorgeirsdóttir 2001, bls. 133-134). Á frönsku líkt og í íslensku er bæði átt með orðinu „maður“ (fr. un homme) við karl og við manneskjur almennt (de Beauvoir 1999, bls. 28). Orðið „maður“ getur þó bara átt við konur í vissum skilningi, því það getur aldrei átt við konur á sama hátt og það gerir við karla. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir leggur þetta fram á athyglisverðan hátt. Hún segir: Þetta birtist nokkuð vel í þeirri íslensku málvenju að segja „maður og kona“ eða „kona er manni gefin“. Ef við snerum þessu við að létum orðið maður tákna konu væri þetta „karl og maður“ og „maður er karli gefin“. Hvert mannsbarn sér að það er ekki eðlileg íslenska (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 1999, bls. 69). Slagorð rauðsokka, „konur eru líka menn“ segir Sigríður Dúna hafa verið viðleitni til þess að breyta því að konur væru ekki normið í tungumálinu til jafns á við karla (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 1999, bls. 69). Þetta sýnir að tungumál geta falið í sér alls kyns karllægni sem getur dulist sökum málvenju. Orðfæri getur þannig viðhaldið staðalímyndum og á sama tíma þaggað niður hugmyndir um önnur form kyngerva (Sørensen 2000, bls. 37). En slagorð rauðsokka á ekki alltaf við, konur eru ekki alltaf menn. Með því að nota orðið menn yfir mannkynið allt verða konur eins konar frávik eða viðbót, undantekningin frá reglunni. Ef orðið „menn“ er notað í texta og átt er við mannkynið allt, er verið að gefa lesandanum óljós skilaboð. Hann getur ómeðvitað hugsað um karla einungis í því samhengi sem þetta er sett fram og þar með er búið að útiloka konur frá efniviðnum. Notkun orðsins „maður“ í Kumlum og haugfé sýnir vel þetta vandamál. Þar er orðið notað sem hlutlaust heiti yfir alla einstaklinga og er mörg dæmi að finna þar sem notkunin kemur einkennilega út. Nefna má kumlið í Surtsstöðum í Hlíðahreppi í Norður- Múlasýslu2 en þar segir: „Tveir menn höfðu verið heygðir í kumlinu og ekki samtímis“. Það kemur svo í ljós síðar í textanum að um konu og karl var að ræða (Kristján Eldjárn 2000, bls. 220). Slíkt er ekki augljóst frá byrjun og ekki um hlutlaust orðalag að ræða. Það væri t.d. aldrei hægt að misskilja texta sem fjallar um „menn“ þannig að aðeins sé um konur að ræða. Þannig er hægt með óljósri notkun hugtaka að útiloka konur úr textanum. Að þessu leyti eru konur ekki menn, ekki að sama skapi og karlar, þær eru ekki alltaf menn að jafn miklu marki og þeir. Beauvoir vildi svipta hulunni af þeim sögu- og menningarlegu þáttum sem hafa áhrif á einstaklinga út frá kyni þeirra og kynhlutverki. Í framhaldi af __________ 88 1„On ne naît pas femme, on le devient“ (de Beauvoir 1986, bls. 13). 2 Jón Steffensen rannsakaði kumlið árið 1945 (Kristján Eldjárn 2000, bls. 220). Undir mold og steinum... þeirri umræðu var búið til hugtak um menningarlegt eða samfélagslegt kyn- gervi til aðgreiningar frá líffræðilegu kyni (e. sex).3 Hin kynin Ef kyn takmarkar ekki kyngervi og kyn er ekki orsök, tjáning eða útskýring kyngervis, þá hefur fólk að mati Butlers margar mismunandi aðferðir við að tjá kyngervissjálfsmynd sína (Butler 2002, bls. 164). Sigríður bendir á að ef kyngervissjálfsmyndir eru ekki afleiðing náttúrulegs ferlis, heldur séu komnar af orðræðu, þá missi hefðbundnar tvískiptar kyngervis- fyrirmyndir „karls“ og „konu“ trúverðugleika sinn og hljóti að víkja fyrir margbreytilegum kyngervis- sjálfsmyndum (Sigríður Þorgeirsdóttir 2001, bls. 85). Sigríður Matthíasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni Hinn sanni Íslendingur um orðræðuhugtakið sem byggist á kenningum Michel Foucault varðandi það að umræða samfélagins hafi grundvallaráhrif á sköpun almennrar þekkingar. Innan kenningarinnar er ekki gert ráð fyrir því að þekking og vald séu aðskildir þættir, heldur þvert á móti nátengdir. Þekkingin, eitthvað sem almennt sé álitið satt og rétt, segir Sigríður að sé í beinu sambandi við samfélagslegt vald (Sigríður Matthíasdóttir 2004, bls. 34). Kyngervi sé því t.d. mótað af orðræðu - hugmyndum eða þekkingu sem verða til innan samfélaga og áhrif þeirra á sjálfsmynd og samfélagslega stöðu kynjanna. Sem dæmi um þetta segir Sigríður megi nefna að orðræða samfélagsins hafi m.a. valdið ójafnri þjóðfélagsstöðu kynjanna. Undir lok 18. aldar má sjá aukningu í því að fólk hafi fremur verið skilgreint út frá „karllegu“ eða „kvenlegu“ eðli fremur en stétt eða félagslegri stöðu. Almennt sé ályktað að þetta hafi verið viðbrögð við hug- myndum um að konur hefðu jafnan rétt og karlar að taka þátt í opinberu lífi (Sigríður Matthíasdóttir 2004, bls. 33- 34). Um þetta verður fjallað nánar í næsta kafla. Athyglisverð samlíking kemur fram hjá Kristjáni Eldjárn í bók hans Gengið á reka, sem er nokkuð lýsandi um áhrif orðræðu miðrar síðustu aldar á hugmyndir hans. Í umfjöllun um greftranir höfðingja á víkingaöld í Skandinavíu segir Kristján: Ofrausnin keyrir svo úr hófi, að það er engu líkara en að hégómlegir vandamenn hafi keppzt um að „slá hvern annan út“ í íburði, þegar tignir ættingjar féllu frá, rétt eins og fordildarfrúr í Reykjavík yfirbjóða hver aðra um óhófsveizlur nú á dögum (Kristján Eldjárn 1948, bls. 39). Auk þess að vera lýsandi dæmi um áhrif orðræðu á hugmyndir Kristjáns, þá sýnir það einnig hvernig orðanotkun getur stutt við fyrirliggjandi hugmyndir um kyngervi. Einnig má sjá hvernig slík lýsing getur mótað hugmyndir lesenda um greftrunarsiði víkingaaldar. Aðgreining kyns og kyngervis í tvo þætti kemur í veg fyrir að mynduð séu orsakatengsl á milli líffræðilegs kyns og __________ 89 3„Almenn notkun þessa hugtaks vísar til flokkunar í gegnum sýnilegan líffræðilegan mismun á milli karla, kvenna og millikyns einstaklinga, byggða á útliti kynfæra, litninga og hormóna. Hins vegar er skilningur/ skynjun á kyni að miklu leyti samfélagslega mótaður.“ General use of this rem re- fers to classification by means of observ- able biological dif- ference of genitalia, chromosomes and hormones. Howev- er, perceptions of sex are to a great extent socially constructed [sic]“ (Gilchrist 1999, bls. xviii). (Þýðing höf.). Sandra Sif Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.