Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 115

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 115
Karlmennska í fortíðinni Þó fornleifafræðingar hafi í raun alltaf fengist við karla, og nær eingöngu við karla eins og femínískir fornleifa- fræðingar bentu á (Conkey og Gero ritstj. 1991), var það ekki fyrr en í byrjun 10. áratugarins sem farið var að fjalla um karla og karlmennsku á kynjafornleifafræðilegan hátt. Uli Linke var einna fyrstur fornleifafræðinga til að velta fyrir sér karlmennsku en hann hefur rætt hvernig yfirburðir karla og yfirráð þeirra, á meðal Indó- Evrópumanna, byggðist á samtengingu valds og blóðs. Linke lagði til að vald karlanna væri samþætt hugmyndum um tíðablóð kvenna sem væri einskonar tákngerður höfuðstóll sem vald karl- mannanna byggðist á (Linke 1992). Til viðbótar rannsókn Linke í byrjun 10. áratugarins má nefna rannsókn Paul Treherne (1995) á bronsaldar stríðs- mönnum í Evrópu og rannsókn Timothy Yates (1993) á bronsaldar steinristum í Svíþjóð og áunninni karl- mennsku. Þrátt fyrir þarfar ábendingar eins og umfjöllun Treherne og Yates um líkama (sjá nánari umfjöllun í Meskell 1996) og umfjöllun Yates um áunna karlmennsku má segja að ekki sé einungis nóg að „fást við karla“ (Gilchrist 1999, bls. 117, þýð. höfundar) heldur þurfi að íhuga aðrar gerðir karlmennsku en hina árásar- gjörnu karlmennsku stríðsmannsins, eins og kynjafornleifafræðingurinn Roberta Gilchrist hefur bent á. Því má segja að þessar fyrstu tilraunir til að fjalla um karlmennsku innan fornleifa- fræði hafi ekki gengið nægilega langt í að tileinka sér orðræðu um karlmennsku innan kynjafræðanna og í sumum tilvikum fest í sessi viðteknar hugmyndir um algilda árasargjarna karlmennsku stríðsmannsins í stað þess að horfa með gagnrýnum augum á slíkar staðal-ímyndir. Fyrsta tilraunin til að tengja karlmennskuorðræðuna við fornleifa- fræðina var fyrirlestur Bernard Knapp frá árinu 1988 sem birtist á prenti árið 1998 (Knapp 1998a) en það sama ár tóku nokkrir fornleifafræðingar þátt í umræðu um karlmennsku í tímaritinu Archaeological Dialogues. Þar tóku þátt Bernard Knapp, Douglas Bailey, Matthew Gutmann og Paul Treherne. Þrátt fyrir ágætis tilraun Knapp til að skoða hvernig og af hverju fornleifafræðingar ættu að fjalla um karlmennsku var tilraunin á endanum misheppnuð. Á meðan Knapp (1998b, bls. 103) hamraði á því að allar líkur væru á því að í fortíðinni hafi verið fjölmörg kyngervi, mismunandi karl- mennskur og mismunandi aðferðir við að flytja þær, bar Gutmann (1998, bls. 114) upp þá spurningu hvernig hægt væri að losna undan íþyngjandi tvíhliða flokkunum „karlar og konur“ án þess að leiða orðræðuna út í róttæka afstæðis- hyggju. Athugasemd Gutmann minnir því örlítið á orðræðu annarar bylgju karlafræðanna. Ef gengið væri of langt í að afbyggja hugtökin karlar og konur yrði hættan sú að hreinlega ekkert yrði eftir til að fjalla um. Knapp og Gutmann hafa báðir nokkuð til síns __________ 114 Að opna öskju Pandóru máls en sennilega þarf að feta einhvern meðalveg á milli þessara tveggja póla. Meðalvegurinn felst e.t.v. í því að leita í smiðju þriðju bylgju karlafræða og skilgreina karlmennsku sem orðræðu þar sem kyngervi er líkamnað og upplifað, mótað með orðum, venjum og gjörðum en aðrir þættir, s.s. aldur, stétt, líkami og lífshlaup geta takmarkað þá hluta orðræðunnar sem aðgengilegir eru hverju sinni. Kosturinn við þessa skilgreiningu er einnig sá að hægt er að gera ráð fyrir atbeini manneskjunnar innan ákveðins félagskerfis án þess þó að hverfa til félagslegrar mótunar- hyggju (e. social constructionism) eða að setja algjört samasem merki á milli einstaklinga og atbeinis annars vegar og samfélags og strúktúrs hins vegar (sjá Thomas 2004). Með því að skilgreina karlmennsku sem orðræðu er hægt að skoða hana án þess að slíta hana úr því stærra félagslega samhengi sem mótar hana. Það má þó ekki skilja sem svo að markmiðið með umfjöllun um karl- mennsku í fortíðinni sé að sýna fram á og finna ákveðnar gerðir karlmennsku. Í raun stöndum við andspænis samskonar vandamáli og Margaret Conkey og Joan Gero ræddu í einni af tímamótagreinum kynja-fornleifafræðinnar. Þær sögðu: „Það að geta úthlutað körlum og/eða konum ákveðnum athöfnum eða efnis- menningu er ekki markmiðið, það er ekki endirinn, né leiðin“ (1991, bls. 11, þýð. höfundar). Markmiðið með umfjöllun um karlmennsku í fortíðinni er miklu frekar að brjóta á bak aftur þær hugmyndir að karlmennska sé fast- mótuð, algild og óbreytanleg og að ákveðnar gerðir karlmennsku hafi ávallt verið í ráðandi valdastöðu. Markmiðið með umfjöllun um karlmennsku í fortíðinni er að við gerum okkur grein fyrir því hvernig hugmyndir okkar sjálfra eru mótaðar af nútímanum og sem afkvæmi okkar eigin samtíma getur umfjöllun okkar um fortíðina aldrei verið slitin út úr því stærra félagslega samhengi sem mótar hana. Að fjalla um karlmennsku í for- tíðinni snýst því ekki eingöngu um að skilja fjölbreytileika fortíðarinnar um leið og við reynum að horfa framhjá okkar eigin fordómum, heldur einnig að fornleifafræðingar geri sér grein fyrir því hvernig orðræða innan fornleifa- fræðinnar er mótuð (Sjá t.d. Hodder 1991; Johnson 1999). Það þarf því að tryggja fjölraddaða (e. multivocal) umfjöllun fornleifafræðinga um karl- mennsku og kvenleika í fortíðinni. Bernard Knapp hefur einmitt bent á að karlkyns fornleifafræðingar hafi verið tregir til að tileinka sér aðferðir kynjafornleifafræðinnar og það sé m.a. ein af ástæðum þess að umfjöllun um karlmennsku innan fornleifafræðinnar sé jafn skammt á veg komin og raun ber vitni (Knapp 1998a, bls. 243). Knapp bendir á að við megum ekki falla í þá gryfju að halda að kynjafornleifafræði sé eingöngu fyrir konur, um konur og eftir konur rétt eins og fornleifafræði hafi áður verið fyrir karla, um karla og eftir karla. Allir hópar þurfi að hafa sína rödd til að tryggja fjölraddaða umræðu um fortíðina. __________ 115 Sindri Ellertsson Csillag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.