Saga: missirisrit - 01.12.1926, Qupperneq 63
SAGA 209
ollu til sín og fylt vasana. Honum hafði aldrei komiö
þaö til hugar fyrrum, og skildi þaö ei heldur nú, aö alt
þaö, sem hann tók ranglega og haföi ómannlega af öðr-
um, dró betri mann hans niður í skarnið, og hélt hon-
um þar, með sömu þyngd, og þaö gerði nú, unz verri
maður hans gekk á honum eins og hræsnarinn á sofandi
samvizku. En nú, þegar ríki holdsins, var ekki orðið
nema eins faðms löng eikarkista, sem var á kafi úti í
kirkjugarði, varö andinn. að rísa úr rotinu, og skreiðast
á stað út í eilífðina, með alt óhræsið á sér hangandi.
Og þyngdin mikla, sem hver endurmynd misgerða hans
bar, var ekkert annað en sjálfsblekkingin, og bölhugs-
an.amagn þeirra, er óréttinn þoldu. En Jóhanni, sem
vissi ekki annað, en hann væri góður maður, og hafði
aldrei drukkið sig fullan, aldrei kastað trúnni, aldrei
verið settur í fangelsi, og aldrei brotið skírlífislögmálið
meira, en hann hélt að breiskum mönnum væri leyfilegt
' syndugum mannheimi, með syndugum konum í, —
fanst að eilífðarráðið hefði hent glappaskot, og tekið
sig fyrir einhvern bersyndugan úr Winnipeg, — ein-
hvern ræfilinn, sem aldrei hafði komist neitt áfram
efnalega, eða heimabruggara, sem seldi eitrað brennivín.
Hann skildi það ljóslega, að með öllum þessum þyngsl-
um, yrði hann ekki einu sinni kominn upp til himna.
v'kis á dómsd^gi. Og eftir þann dag, var honum ekki vel
ijóst, hvað um sig myndi verða. Hann var einn, og sá
engan. Hann reyndi að ganga nokkur spor áfram, upp
a móti, en örmagnaðist og settist aftur. En voðalegast
var, að þó hann sæti, þá gat hann ekki losnað við byrðar
sínar. f>á reiddist Jóhann, og sagði, að fjandinn mætti
fara lengra upp eftir í sinn stað, með alt það, sem
hann hefði að bera. Og í sama bili rendi hann sér á