Dagrenning - 01.08.1947, Síða 3

Dagrenning - 01.08.1947, Síða 3
DAGRENNING 4. TOLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR REYKJAVÍ K ÁGÚST 1947 Ritst]óri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196 ÞAÐ er fagurt um að litast héðan af þak-svölum þessa mikla musteris — Þjóðabandalags-hallarinnar í Genf í Sviss. Hinn spegilslétti Genfar- sjór teygir sig svo langt sem augað eygir og í suðri ber snæviþaktur tindur Mont-Blanks hátt yfir öll önnur há og tignarleg fjöll, en nær vefur skógur- inn hlíðarnar. Við fætur þeirra, sem hér standa, liggur hin fagra og frið- sæla Genf, þessi undursamlegi óasi hér í miðri „heimsálfu hörmunganna" eins og Evrópa er nú réttnefnd. Hér er nú haldið mikið og fjölmennt þing Alþjóða-vinnumálastofnunarinnar (International Labour Organisation). Það sækja fulltrúar frá J+7 þjóðum. Við erum hér fjórir fulltrúar frá íslandi — smæsta ríkinu, sem þátt tekur í þessu sambandi. ★ Það eru undarlegar tilfinningar, sem gera vart við sig þegar maður gengur um þetta mikla musteri í fyrsta sinn. Hér hafa verið ráðin örlög margra þjóða. Hér var það, sem Haile Selassie Abyssíniukeisari grét frammi fyrir fulltrúum Bretlands og Frakklands og bað þá ásjár þegar hann flýði „óðal“ sitt undan herskörum Mussolinis. Þá sviku bæði Bretar og Frakkar gefin loforð, og fórnuðu Abyssinu til þess að halda „vináttu“ við Ítalíu. Síðan það gerðist eru nú rúm 11 ár og margt er orðið breytt frá því, sem þá var. Hinn aldurhnigni keisari er kominn aftur heim til Addis Ababa, en einvaldurinn Mussolini, sem rændi ríki hans, og stofnaði upp úr því nýtt „rómverkst heimsveldi“ er horfinn af sjónarsviðinu við minnsta orðstý, sem vitað er að nokkur einræðisherra hafi nokkurru sinni getið sér, og Ítalía rambar á barmi glötunarinnar. Samt finnst mér alltaf þegar mér verður litið á ræðustólinn í aðalsal Þjóðábandalagshallarinn- ar, sem ég sjái þar enn svip hins grátandi keisara. Hann er svo táknrænn fyrir örlög allra þeirra, sem treysta á mannlega hjálp. ★ Hér í þessum sama sal var það, árið 1933, að þjóðbandálagsþingið, sem þá sat, tók á móti boðskap Hitlers um úrsögn Þýzkalands úr Þjóða- bandalaginu og yfirlýsingu hans um að Þýzkáland mundi ekki framar virða „afvopnunargreinina“ svonefndu í Versalasamningnum. Ráðaviltari og aumari samkoma mun tæpast hafa verið til fyrr og síðar, en það þing var, sem hér sat þá á rökstólum. Hver höndin var upp á móti annari, og DAGRENNING I

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.