Dagrenning - 01.08.1947, Qupperneq 12

Dagrenning - 01.08.1947, Qupperneq 12
seni sósialisminn geti orðið bjargráð framtíð- arinnar. Allir þeir menn, hvar sem er í heiminum, sem telja frelsið meira virði en skipulagið verða því að gera sér það ljóst að eigi frelsi þeirra ekki að glatast verða þeir að taka höndum saman um nýtt hagkerfi — ennþá að mestu óþekkt — og koma því á laggirnar. Tvö leiðarljós eru nú þegar til, sem lýsa mjög greinilega til varnaðar á þeim vegi. Annað er það, að gullið verður gjörsamlega að hverfa úr sögunni sem grundvöllur við- skipta og fjármálalífs og hitt er að ofmikil bein afskipti ríkisvaldsins eru stórhættuleg frelsi einstaklinganna og fjárhag þjóðanna. Hið nýja hagkerfi framtíðarinnar, sem menn eru nú að gera ýrnsar fálmandi tilraunir til að skapa, verður að hvíla á grundvelli heiðar- leiks í viðskiptum þjóða og einstaklinga. Fyrsta stórhreinsunin, sem þess vegna þarf að fara fram, áður en uppbvggingin getur hafist, er að rýma af sviði viðskipta og fjár- mála öllurn þeim einstaklingum og stofnun- um, sem eru óheiðarlegir og nota lygar, svik og blekkingar í starfsemi sinni. Þetta virðist nú e. t. v. vonlaust verk, en þegar hrunið kernur falla þess háttar fyrirtæki fyrst af öllu eins og spilaborgir. VIII. En hvernig verður þá hið nýja hagkerfi sem koma skal? Því gctur enginn svarað enn. Hagfræðingar nútímans, sem í þessum efn- urn eiga að vísa alþýðunni veginn, standa ráðþrota. Þeir skiptast flestir milli hinna tveggja deyjandi hagkerfa — kapitalismans og kommúnismans — einstaka tvístíga og vita ekkert hvert leita skal en enginn leitar enn þangað, sem reglur hins nýja hagkerfis fram- tíðarinnar er að finna. Ég ætla mér ekki þá dul að skýra fyrir mönnum hvert eða hvernig hið nýja hag- kerfi framtíðarinnar verður, en mér er ljóst hvar megindrætti þess er að finna. Og nú bið ég lesendurna að grípa í stólbríkina svo þcir velti ekki um koll: Meginreglur hins nýja hagkerfis komandi tíma er að finna í Móselögum í Biblíunni. Ýmsir kunna nú að telja þetta firru eina, en þeim vil ég benda á, að meginreglur þess siðalögmáls, sem menningarþjóðir nútímans verða að lúta, ef þær vilja halda menningu sinni, eru einmitt þaðan — boðorð Móse — og því er ekki svo fráleitt að hugsa sér að einnig þar geti verið að finna grundvallar- atriði fleiri lífssanninda en siðalögmálsins eins. Nú má enginn skilja orð mín svo, að menn geti með því að fletta snöggvast upp Móselögum fundið þar tilbúið hagkerfið, sem koma á, svo ekki sé annað en skrifa það upp og byrja að framkvæma það. Því fer fjarri. Ég býst við að flestir hagfræðingar mundu verða jafnnær eftir lesturinn a. m. k. í fyrsta skiptið. Þar er ekki annað að finna en meginreglurnar, aðalatriðin, sem fylgja þarf, eigi vel að fara. Það er verk hverrar kynslóðar sem lifir, að samhæfa þær reglur því ástandi eða þeim háttum, sem hún lifir við á hverjum tíma. Þeim, sem vildu gera tilraun í þessu skyni, vil ég ráðleggja að lesa nokkrum sinnum og með vakandi athygli þessa kafla úr Móse lögum. III. Mósebók 19. kap. og 27. kap. V. Mósebók 14. og 15. kap. og 28. og 30. kap. Lesturinn mun að vísu bera lítinn ávöxt fyrir þann, sem er andlega blindur, en tilraunin sakar tæpast. Ég hefi talið rétt að ræða þetta mál svo ítarlega hér, sem gert hefur verið, til þess menn skildu það sem best, að hrun þess fjárhagskerfis, sem vér nú búum við, ög höfum búið við að undanförnu er alveg óhjákvæmilegt og það nmu hrynja hvort sem okkur líkar betur eða ver og þrátt fyrir allar tilraunir til að halda því uppi. Okkur DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.