Dagrenning - 01.08.1947, Side 16

Dagrenning - 01.08.1947, Side 16
ADAM RUTHERFORD: Tímabíl endalokanna i. Lok tímabilsins. Orðtakið „heimsendir“ (Matt 24,3.) í hinni viðurkenndu þýðingu brezku Biblíunn- ar, fylgir ekki nákvæmlega upprunalega text- anum gríska, en nákvæmara væri að leggja þetta út „fylling tímans“, eins og það er í athugasemdum hinnar endurskoðuðu þýð- ingar. Lokaþáttur tíniabilsins, sem nú stend- ur yfir, hófst með byrjun hins rnikla upp- gangs og útþenslu Brezka heimsveldisins og U. S. A. í lok átjándu aldar. í Biblíunni er þetta tímabil á spámannlegan hátt kallað „tímabil endalokanna“ (Dan. 12, 44.). Sann- anirnar fyrir því, að við lifum nú ekki ein- asta á „tímabili endalokanna", heldur einnig á endalokum tímabils endalokanna, eru yfir- fljótanlegar. Eins og áður hefir verið bent á, hafa öll þau heimsveldi, sem Daníel spáði að myndu rísa upp og tortímast áður en hið ævarandi veldi ísraels hæfist, risið og fallið í duftið (veldi Babyloníumanna, Medo-Persa, Grikkja og Róinverja og áframhald Rómaveldis, Hið „heilaga“ rómverska ríki), og nú þegar hefir ísrael (brezka heimsveldið) risið upp og orð- ið stærra en öll hin fyrri heimsveldin sanr- anlögð. Hinn garnli heimur hins heiðna valds er að hverfa og við erum í dögun nýrrar akl- ar. Endalok hins rnikla tímabils „sjö tíða“ (2520 ára) ísraels (Efraim) er samtímis hruni hins „heilaga" rómverska heimsveldis, en með tilliti til Júda leið það tímabil undir lok á heimsstyrjaldarárunum (1914—1918). Við lirun rómverska páfaveldisins varð Bret- land stærsta heimsveldið, en á heimsstyrjald- arárunum lenti Jerúsalem undir yfirráð Breta og frá þeim tíma hafa Gyðingar verið að byggja sér upp heimkynni í Palestínu undir eftirliti Breta. Þannig hefir „sjö tíða skeið- ið“ fullkomlega rætzt með tilliti til ísrael. Þetta þýðir það, að heimsveldistími annarra Jijóða en ísraelsmanna er liðinn að eilífu. Jesús lét í Ijós sérstakan spádóm, og þcgar liann rættist átti það að vera tákn þess að heimsveldistími annarra þjóða (en ísraels) væri liðinn og þes$i spádómur er bæði ein- faldur og staðbundinn, hann sagði: „Heiðingjarnir munu fótumtroða Jerúsal- em, þar til tímar heiðingjanna eru liðnir.“ (Lúkas 21, 24.) Er Jiað satt, að heiðingjarn- ir fótumtroði Jerúsalem nú? Nei! Núna er Jerúsamlem ekki lengur undir járnhæl heið- ingjanna. Einmitt hið gagnstæða. Jerúsalem og Landinu helga hefir verið lyft úr duftinu af ísrael (Bretum) og Júda (Gyðingum) í sameiningu. Þess vegna, samkvæmt hinni augljósu spásögn Jesú Krists, eru tímar heið- ingjanna liðnir. Þessi viðreisn Palestínu fyrir tilstilli Breta og Gyðinga liófst strax eftir að Palestína var leyst undan áþján Tyrkja í síð- ustu styrjöld, vegna þess, að „tímum heið- ingjanna“ lauk á heimsstyrjaldarárunum 1914 —1918, en það var nákvæmlega „sjö tíðum“ (2520 árum) eftir að heimsveldi Babyloniu- manna stóð með mestum blóma á árunum 607—603 f. K. Hrun Tyrkjaveldis og endurreisn Palestínu 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.