Dagrenning - 01.08.1947, Side 19
breytt siðvenjum þjóðanna, hófust þegar
Stóra-Bretland gaf heiminum járnbrautirn-
ar fyrir hundrað árum síðan. Enda segir
Stamp lávarður í formálanum að bók sinni
um jámbrautir, að uppfinning járnbrautanna
sé merkustu þáttaskipti í sögu mannkyns-
ins. Svo þýðingarmikið atriði hafa nútíma-
farartæki orðið í lífi þjóðanna, að við suma
háskóla eru nú deildir, sem helgaðar eru
samgöngum, og í brezku stjórninni er nú
samgöngumálaráðuneyti. — Hver er svo hinn
guðlegi tilgangur þessa? í fyrsta lagi, að upp-
finning' nútíma vélknúinna farartækja og
hin hraða þróun samgöngumálanna um all-
an heim, hefir komið veröldinni í það ásig-
komulag, sem spádómar Biblíunnar lýstu vfir
að yrði bráður undanfari stofnunar hins eilífa
ríkis Messiasar á jörðunni og er þess vegna
augljós bending till kristinna manna um það,
að ríki Messiasar muni bráðlega koma og að
mjög bráðlega verði svarað bæninni: „Komi
ríki þitt.“ Og enn fremur: Hið áminnsta
ástand heimsins, sem nú er staðreynd fyrir
augum vorum, er mjög ljóslega undanfari
ríkis Krists. Konungsríki Krists verður ekki
háð takmörkuðum landamærum, eins og
heimsveldi Babyloníumanna, Medo-Persa,
Grikkja og Rómverja, það mun ná um allan
heim og verða eina konungsríkið í heimin-
um. En ef þarf að stjóma heiminum frá póli
til póls frá einum stað, Jerúsalem, þá er
nauðsynlegt að hver afkimi veraldarinnar sé
í kerfi samgangnanna, en það væri ókleift
með því ástandi í samgöngumálum, sem áður
var um allar aldaraðir fram að lokum átjándu
aldar. En með járnbrauta- og flugvélasam-
göngum um heiminn þveran og endilangan
og til fjarlægustu staða veraldarinnar er auð-
velt að halda sambandi við miðstöð hins
komandi ríkis. Þess vegna hefir Guð undir-
búið hið komandi ríki á þennan hátt, að
í lok tímabilsins á undan, yrðu gerðar margs-
konar uppfinningar í sambandi við sam-
göngur og teknar í notkun, en það hófst með
uppfinningu gufuvélarinnar á fyrstu árum
síðustu aldar. Ilve sönn eru því ekki hin til-
vitnuðu orð Stamps lávarðar um það, er járn-
brautirnar voru teknar í notkun: „Einhver
merkustu þáttaskipti í sögu mannkynsins."
Því að það var hvorki meira né minna en
hönd Guðs, Jehova, sem lét framkvæma
undirbúning á yfirborði jarðar undir hið
löngu fyrirheitna mikla ríki Messiasar. Það
er því sannkallað réttnefni, þegar þessi „tími
endalokanna“, sem við nú lifum á, er einnig
kallaður í spásögnum ritningarinnar: „Undir-
búningsdagur hans.“ í spádómum Naliúms
stendur skrifað: „A undirbúningsdegi hans
munu vagnar renna um stræti, Jieir munu
keppa hver við annan á breiðum vegum, þeir
munu verða eins og blys tilsýndarogþjóta eins
ogelding.“ (Nahúm 2,3—4..).* Þamaliöfum
við lifandi spámannlega lýsingu á hraðlest-
um, eins og' þær birtast augum vorum í
myrkri. Þar sem Daniels spádómur boðaði
hina miklu umferð (margir munu ferðast
fram og aftur) segir Nahúm spámaður fyrir
um hinn mikla hraða nútíma-farartækja.
Þau munu „þjóta eins og elding.“ Slík
skýring liggur til grundvallar liinni guðlegu
ráðstöfun viðvíkjandi hinum nýlegu uppgötv-
uðu þráðlausu skeytum. Með aðstoð útvarps
er auðvelt að ná til ystu afkima veraldarinn-
ar frá hásæti Krists í Jerúsalem. Þá mun
„kenning út ganga frá Zion og orð Drottins
frá Jerúsalem. Om hann nrun dæma meðal
margra lýða og skera úr málum voldugraþjóða
langt í burtu. Og þær munu smíða plógjám
úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sín-
um. Engin þjóð skal sverð reiða að annari
þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað fram-
ar.“ (Mika 4 2—3).
* Þýtt úr ensku Biblíunni. íslenzka Biblían orð-
ar þetta þannig: „Vagnarnir geisast á strætunum,
þevtast um torgin; þeir eru til að sjá sem blys, þeir
þjóta áfram sem eldingar.“
DAGRENNING