Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.08.1947, Blaðsíða 23
minna á orð Jesú: „Fagnaðarerindið urn rík- ið mun fyrst verða boðað um allan heim sem vitnisburður til allra þjóða, og þá rnunu enda- lokin koma.“ Vér höfurn því orð Krists fvr- ir því, að lok tímabilsins nálgast rnjög. Þann- ig gerast nú margir vitnisburðir á vorurn tím- um, sem ættu að geta fullvissað oss um að vér lifum ekki aðeins á „Undirbúningsdegi Hans“ heldur á sjálfum lokum „tímabils endalokanna." IV. Eítiimáli. Kaflar þessir eru þýddir úr hinu mikla ritverki A. Rutherfords: Israel-Britain. Þeir eru þar 19., 20. og 21. kapítuli og hefi ég leyft mér að gefa þeim öllum sameiginlega fyrirsögnina: Tímabil endalokanna, því þeir fjalla allir um það liver á sinn hátt. Undir- fyrirsagnirnar eru fyrirsagnir kafla þessara í bók Rutherfords. Greinar þessar eru ritað- ar alllöngu fyrir síðustu styrjöld eins og þær bera með sér og eru þýddar úr útgáfunni frá 1939 af Israel-Britain. Höf. mundi vafa- laust vilja bæta ýmsu við nú, en frá rnínu sjónarmiði hafa þær rniklu meira gildi nú en þær höfðu þegar þær voru ritaðar, því nú hafa þau 10 ár, sem liðin eru síðan þær voru skráð- ar, sannað svo vel sem verða má, skarpskvggni höfundarins og það, að rétt er skilið í aðal- atriðum hvert nú stefnir. Allar tilvitnanir í Biblíuna eru þýddar úr ensku Biblíunni og geta þær því stundum verið eitthvað öðru- vísi en í hinni íslenzku enda ber textum þeirra ekki allsstaðar saman. Þýðingarnar gerði, samkvæmt beiðni minni, og fyrir alllöngu síðan, Karl ísfeld ritstjóri. — Dagrenning mun leitast við að birta smátt og smátt fleiri kafla úr þessu rnerka riti, sem með sanni má kalla eitt af höfuðritum hinnar brezk-ísraelsku hreyfingar. J. G. Plááur E^iptalands. Allir kannast við plágur þær, sem sagt er frá í Biblíunni, að gengu yfir Egiptaland endur fyrir löngu og urðu upphaf þess að ísraelsmenn losnuðu úr ánauð þeirri, er þeir höfðu verið hneptir í þar af faróum Egiptalands. Ymsir eru þeir, sem lítinn trúnað hafa viljað leggja á þær sögusagnir og talið að miklu meira sé úr þessu gert í Biblíunni en rök standa til. Ekki alls fyrir löngu gerðust atburðir í Frakklandi sem minna óþægilega á eina af þessum plágum Egiptalands. Greinlegar frá- sagnir af ,,plágu“ þessari eru enn ekki fyrir hendi svo notast verður við fregnir blaða og útvarps. Um miðjan ágúst birtist eftirfarandi frétt í blöðum víða um heim: „Uppskeran í Frakklandi er í mikilli hættu vegna skordýrafaraldurs. Skordýrafylkingin er margra kilómetra löng og eyðileggur allt, sem á vegi hennar* verður. Tveir menn létu lífið í gær, vegna þess að þeir lentu í fylkingunni í myrkri. Flugvélar hafa verið notaðar til þess að dreifa fylkingunni og eyða þessum vágesti. í gær tókst að eyða skordýrunum á sjö kiló- metra svæði. I fréttum frá Frakklandi eru skordýr þessi aðeins kölluð bjöllur." Lengri er frásögnin ekki en hún ber það með sér Jtó stutt sé, að hér er um meira en lítið alvarlega plágu að ræða. Skordýrin eru svo aðgangshörð, að þau drepa jafnvel fólk og grípa verður til hinnar fullkomnustu tækni — flugvélanna — til þess að ráða niðurlögum þeirra. Nú hafa stjórnarvöld Frakklands til- kvnnt opinberlega, að verulegur uppskerubrest- ur muni verða í Frakklandi, en ástæðurnar fyrir honum eru ekki tilgreindar. Vafalaust tekst, með hinni miklu tækni nútímans, að bjarga einhverjum verulegum hluta uppskeru Suður-Frakklands úr klóm Jtessara vágesta. En efni hvernig farið hefði í Frakklandi nú, ef Frakkar hefðu átt að mæta þessari plágu með frumstæðum áhöldum og lítilli tækni, ef þjóðin hefði nú staðið á svipuðu stigi tæknilega og Egiptaland stóð á dögum Móse þegar skor- dýraplágur þær gengu yfir, sem sagt er frá í 2. Mósebók. DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.