Dagrenning - 01.08.1947, Page 42
Glö^sky^n ritköfuiidur«
Vorið 1945 — laust eftir uppgjöf Þýzkalands
— kom út í London bók eftir endca blaðamann-
inn Paul Winterton, sem nefndist „Report on
Russia."
Á þeim tíma, sem bók þessi kom út, voru
hvað mestir dáleikar með forvfgismönnum
Rússa og hinna engilsaxnesku þjóða og var því
bók þessi litin frekar óhýru auga og blaða-
maðurinn sætti nokkru aðkasti fyrir þessi skrif
sfn. Nú eru aðeins tvö ár liðin sfðan bókin
kom út og nú eru menn óðum að sannfærast
um að hinn brezki blaðamaður var bæði sann-
spár og glöggskygn á flest það, er hann lireyfir
í bók sinni. Sem dæmi þess má nefna eftir-
farandi:
í 6. kafla bókarinnar farast honum orð á þessa
leið:
Það, sem mestu ræður um núverandi utan-
anríkisstefnu Sovétríkjanna, er grunur þeirra
um, að upp kunni að rísa ensk-amerísk valda-
steypa, er kunni að verða þeim fjandsamleg.
Þar sem gera má ráð fyrir, að tortryggnin hverfi
ekki að öllu leyti, er hægt að segja framtíðar-
stefnu Rússa fyrir með talsverðri vissu.
Aðaltilgangur Rússa er auðvitað öryggi lands-
ins. Ef við höfum það hugfast, getur okkur
vart skjátlazt mikið, er við reynum að skilja
ýmsar gerðir Rússa.
Sovétstjórnin hefur aldrei ætlað sér að treysta
einvörðungu á öryggissamtök heimsins — frek-
ar en Bretar og Bandaríkjamenn. Rússar vita,
að ekki verður komizt lijá lieimsstyrjiild nema
meðan hinir þrír stóru eru á einu máli og ör-
yggisstofnunin er engin aukin trygging fyrir
friði. Það kom fljótlega í ljós, liversu raunsæ-
um augum jreir litu á San Franciscoráðstefn-
una, er þeim fannst ekki ómaksins vert að
senda Molotov á hana og ákváðu að láta sendi-
herrann í Bandarík junum, Gromyko, mæta
fyrir sig. Það var ekki fyrr en Truman forseti
æskti þess sérstaklega að Molotov kæmi, að hann
fór þangað.
Rússar ætla að byggja öryggi sitt í aðalat-
riðum á eigin styrkleika. Grundvöllurinn í ör-
yggisfyrirætlunum jieirra er þegar til. I vestur-
átt verður einskonar sóttkvíarsvæði — röð landa,
sem einu sinni voru sjálfstæð en eru nú að mestu
undirokuð og éiga að verða einskonar högg-
deyfir, ef ráðizt verður á Rússa, en þangað til
munu þau auka veldi þeirra á sviði fjármála.
Rússar munu styrkja gömul virki að afla nýrra.
Það er líka sennilegt, að áhrif Rússa breiðist
suður á boginn í áttina til Persaflóa og í austri
munu þeir láta til skarar skríða, er Japanir
hafa verið sigraðir.
Gera má ráð fyrir, að Sovétstjórnin reisi
einskonar pólitískan kínverskan múr umhverfis
allt það svæði, sem hún ræður. Það mun verða
erfitt að fá að komast inn fyrir þann vegg og
það er mjög líklegt, að sú fréttamyrkvun, sem
hefur ríkt um tíma innan Sovétríkjanna og
hefur síðan breiðzt til öryggissvæðis þeirra, haldi
áfram á ýmsu stigi í þeim löndum, sem Kreml
ræður.
Rússar munu krefjast algers afskiptaleysis
annarra ríkja innan svæðis síns. Forvitni mun
verða skoðuð sem fjandskapur og styrkja Rússa
í þeirri trú, að öryggisráðstafanir þeirra sé nauð-
synlegar og tortryggnin á riikum reist.
Innan öryggissvæðisins munu „vinsamlegar"
stjórnir sjá svo um, að farið verði að vilja
Kremls í öllum liöfuðatriðum, þótt löndin verði
að nafninu til sjálfstæð og fái að halda ýmsum
af venjum sínum og stofnunum.
Það virðist eðlileg krafa stórveldis, að ná-
grannastjórn sé vinsamleg, en að þessu sinni
táknar það í framkvæmd, að frelsi landsins
sé glatað — hafi það nokkru sinni verið til.
Hin undirokuðu ríki hafa komizt að því og
munu halda áfram að finna fyrir því, að áhrif-
um Rússa fvlgir aukið starf leynilögreglu, fjölda-
handtökur og útlegðardómar og undirokun
allrar stjórnmálaandstöðu ásamt andstæðinga-
blöðum.
Myndun og „hreinsun" rússnesks öryggis-
svæðis hefur þegar miðað áfram á vesturlanda-
mærum Rússlands. Þar hefur ekkert gerzt, sem
ætti að koma okkur á óvart. Þetta er áframhald
og hraðari framkvæmd stefnu, sem Rússar tóku
upp, áður en þeir drógust út í styrjöldina.
#
Allt sem gerst hefur í stjórnmálum heimsins
síðan bókin kom út sanna greinilega þessi til-
vitnuðu ummæli. Bók þessi er nú komin út á
íslenzku undir nafninu „Myrkvun í Moskvu.“
Þó hér sé aðeins drepið á eitt atriði af mörgum
má segja að glöggskyggni hins víðkunna höf-
undar kernur ekki síður ljóslega fram í hinum
öðrum köflum bókarinnar.
40 DAGRENNING