Dagrenning - 01.12.1948, Síða 7
sögn af krossfestingu hans. Hann sagði að
frásögn þessi bætti litlu við það, sem áður
væri vitað frá kristnum ritum um þessa at-
burði. Hann taldi víst, að hæglega mætti fá
tekin afrit af skjölum þessum.
Það er skemmst frá því að segja, að séra
Mahan fylltist slíkri löngun til þess að sjá
skjöl þessi með eigin augum og leita ann-
arra slíkra skjala, sem segðu frá atburðum.
er snertu ævi Krists, svo sem málsskjöl eða
opinberar skýrslur, að hann tókst ferð á
hendur í þessu skyni til Evrópu og dvaldi
bæði í Róm og Konstantínópel við athug-
anir í þessu skyni árum saman.
Árið 1895 gaf hann svo út bók um þessar
rannsóknir sínar og heitir bókin á ensku:
„Caesars Court. From Records found in the
Vatican in Rome and in Constantinople".
(Þ. e.: Keisaradómur. Úr skýrslum, sem fund-
izt hafa í Vatikaninu í Róm og í Kon-
stantínópel.) Alls er bók þessi í tiu köflum,
152 bls. í fremur litlu broti og er þar safnað
saman ýmsum skýrslum, er allar varða á
einhvem hátt líf eða dauða Jesú frá Nazaret.
Þriðji kapítuli þessarar bókar fjallar um
undrin í Betlehem, sem frá er sagt í Lúk-
asarguðspjalli. Virðist svo, sem Æðstaráð
Gyðinga hafi sent sérstakan erindreka sinn
að nafni Jónatan Hesielsson til Betlehem í
því skyni að afla upplýsinga um þessa at-
burði, sem þá hafa verið mjög umtalaðir.
Hann tekur skýrslu af hirðunum og leggur
hana fyrir Æðstaráðið, en jafnframt skrifar
presturinn í Betlehem, Melker að nafni,
langt bréf til ráðsins út af atburðum þess-
um, sem hann telur þá merkilegustu, er
nokkru sinni hafi gerzt hér á jörðu.
Dagrenning hefir aflað sér þessarar bókar
og mun það eintak, sem hún á, líklega vera
eina eintakið, sem til er hér á íslandi. Hefir
þótt rétt í tilefni jólanna nú, að þýða þessar
skýrslur Jónatans Hesielssonar og Melkers
prests í Betlehem, svo að íslenzkum lesend-
um gæfist kostur á að kynnast þeim. Hvað
sem öllu öðru líður, er hér um að ræða æva-
fomar skýrslur, skýrslur, er vel geta verið
frá þeim tíma, er atburðir þessir gerðust,
því að mörg skjöl em til miklu eldri en þess-
ir atburðir. Mjög getur reynst örðugt að
sanna uppruna þeirra, og skeð gæti að þau
væru tilbúningur einn, en það álíta ýmsir
fræðimenn nú guðspjöllin einnig vera. En
þrátt fyrir það eru þau athyglisverð mjög
og er bréf Melkers prests eitthvert skelegg-
asta innlegg, sem til er fvrir gildi og þýð-
ingu spádóma Biblíunnar.
Vera má að Dagrenning geti síðar meir
birt aðra kafla þessarar merku bókar.
Þýðingamir fara nú hér á eftir, en þær hefir
gert Kristmundur Þorleifsson.
III.
Skýrsla JÓÉiatans Hesielssonar
og hréf \Ielh.ers ftrests í Betlehem
1.
FRAMBURÐUR HIRÐANNA í BETLEHEM.
Jónatan Hesielsson yfirheyrði hirðana og
fleiri menn í Betlehem, vegna þeirra furðu-
legu atburða, sem sagt er að þar hafi gerzt,
og skýrir ráði þessu þannig frá:
Jónatan til Æðstaráðs ísraelsmanna, þjóna
hins sanna Guðs: Ég hlýðnaðist fyrirskipun
vðar og fann tvo menn, sem sögðust vera
fjárhirðar og gæta hjarða sinna í nánd við
Betlehem. Þeir sögðu mér, að þeir hefðu
staðið hjá fé sínu að næturlagi; veður var
kalt og napurt, og höfðu sumir hirðamir
DAGRENNING 5