Dagrenning - 01.12.1948, Qupperneq 34
inn í land þeirra. Og ég vil gjöra þá að
einni þjóð í landinu, á ísraels fjöllum,
og einn konungur skal vera konungur
yfir þeim öllum og þeir skulu eigi fram-
ar vera tvær þjóðir og eigi framar vera
skiptir í tvö konungsríki.“----„Og ég
mun gjöra við þá friðarsáttmála; það
skal vera eilífur sáttmáli við þá.“
Það er sú sameining, sem hér er lýst, sem
nú er fram að fara, enda er hún nauðsyn-
legur undanfari þeirra átaka, sem brátt munu
hefjast.
„Vegir þjóðanna" eru ákveðnir af Guði
með svipuðum hætti og vegir stjarnanna,
en um ákvörðun þeirra efast nú enginn, þótt
hin svokölluðu vísindi vilji ekki gefa Guði
dýrðina, heldur kalli þá ákvörðun hans „nátt-
úrulögmál".
Fyrir mörgum þúsundum ára birti hann
einum spámanna sinna þá fyrirætlan sína,
að sameina ísrael á ný og gefa honurn ríki,
sem skyldi verða svo voldugt, að ekkert fengi
fyrir því staðizt.
Um það geta menn lesið í spádómsbók
Daníels, en þar eru bæði í 2. kapítula og
7. kapítula spádómar um þá tíma, sem nú
standa yfir.
í 2. kapítula, þar sem Daníel ræður draum
Nebukadnesars, endar ráðningin með þess-
um orðum:
„En á dögum þessara konunga (þ. e.
Rómaríkis) mun Guð himnanna hefja
ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og
það ríki skal engri annarri þjóð í hend-
ur fengið verða. Það mun knosa og að
engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun
það standa að eilífu.“
Hér er sögð fyrir stofnun hins engilsaxn-
nesk-norræna þjóðabandalags — bandalags
hins nýja ísraelsríkis —, sem hefir verið í
snríðum síðustu aldirnar, og sem aldrei skal
neinni „annarri þjóð í hendur fengið“ en
ísraelsmönnum.
Hið sama verður uppi á teningnum, ef
við lesum skýringuna, sem Daníel fékk á
draurni sínum um dýrin í 7. kapítula bókar
hans.
Þar segir:
„En ríki, vald og máttur allra kon-
ungsríkja, sem undir himninum em,
mun gefið verða heilögum lýð hins
'hæsta. Ríki hans mun verða eilíft ríki,
og öll veldi munu þjóna því og hlýða.“
Hér er greinilega sagt, að það muni verða
„heilagur lýður hins hæsta“ — þ. e. ísraels-
menn —, sem stofni framtíðarríkið, og auð-
vitað verður þá ísraelsþjóðin — ísraelsætt-
kvíslimar — kjami þess.
Og í hinum mikla spádómi Jesú Krists
um endalok þessa tímabils kemur fram ná-
kvæmlega sama fyrirheitið. Þegar hann hefir
lýst því, hvernig þjóð muni rísa gegn þjóð
og konungsríki gegn konungsríki, og hvemig
hallæri, drepsóttir og landskjálftar muni eyða
löndin, og bræður og systur og foreldrar hafi
„framselt" hvert annað til lífláts, „lögmáls-
brotin hafi magnazt" og hatrið flæði yfir
þjóðimar, segir hann, að mannssonurinn
muni senda út engla sína og að þeir muni
„safna saman hans útvöldum (þ. e. ísraels-
mönnum) frá áttum fjórum, heimsendanna
milli“.
Það er lokaþátturinn að stofnun þessa
bandalags, sem hófst á „skrín-tímabilinu“
frá 25. júní 1941 til 11. nóvember 1948.
Þetta bandalag hefir verið að myndast síð-
ustu 200 árin án þess þjóðimar viti af því,
og nú er lokaþátturinn hafinn, þegar
Guð sviptir skýlunni frá augum ísraelslýðs
og safnar honum saman til stofnunar þess
ríkis, sem „aldrei skal á grunn ganga“.
Pýramidinn mikli segir, að sameining Isra-
elsþjóða verði fullkomnuð 20. ágúst 1953, —
það er næsti mikli spádómsdagur hins nýja
bandalags ísraelsþjóðarinnar.
32 DAGRENNING