Dagrenning - 01.12.1948, Page 35

Dagrenning - 01.12.1948, Page 35
draiMniur, Merkílegur AÐ var einhvem tíma á árinu 1940, að ég heyrði frá því sagt, að konu eina austur í Fljótshlíð hefði dreymt draum, sem almennt þætti allmerkilegur austur þar. Ég reyndi að komast að því hjá þeim, sem kunn- ugir voru þar eystra, hvemig draumur þessi hefði verið, en það fór eins og venjulega, að ýmsar „útgáfur" gengu manna á milli og var engu treystandi af því, sem þannig barst frá einum til annars. Loks aflaði ég mér upplýs- inga um konu þá, sem hér var um að ræða, og fékk að vita nafn hennar og heimili, en hún heitir Katrín Sigurðardóttir og er kona Halldórs Sölvasonar, kennara í Fljótshlíð. Ég skrifaði þeim hjónum í desember 1942 og fékk svar frá þeim í janúar 1943 og þar með drauminn skrifaðan með eigin hendi frúar- innar og vottfestan af þeim, er hún hafði fvrst sagt hann. Frú Katrínu segist þannig frá: „Draurn þann, sem hér fer á eftir, dreymdi mig um miðjan desember 1939. Mér þótti eiga að sýna mér, hvemig for- ráðamenn og þjóðhöfðingjar Norðurálfunnar mundu líða undir lok. Ég þóttist stödd í stórum, hringmynduð- um sal, sem mér fannst að helzt mundi líkj- ast réttarsal. í honum voru stórir, hring- mvndaðir bekkir. Salurinn var alskipaður mönnum og þótti mér sem það mundu vera þjóðhöfðingjar og forráðamenn Norðurálf- unnar. Einnig vissi ég, að þar var Roosevelt Bandaríkjaforseti. Ég leit í kringum mig og sá mér til undrunar, að allt i einu hafði fækkað í salnum. Þótti mér þá sem menn- irnir hyrfu á þann hátt, að ef einn færði sig nær öðrurn, eyddist hinn og hvarf smám saman, ýmist gegnum veggi eða gólf. Þannig smáfækkaði, þar til aðeins fjórir voru eftir. Það voru þeir Chamberlain for- sætisráðherra Breta, Hitler, Roosevelt og Stalín. Ég þóttist heyra rætt um Chamber- lain, góðmennsku hans sem manns, en stjóm- arhæfileikar hans og stefna hans léttvægt fundið og mundi hann því hverfa, enda fór svo. Næst er ég leit í kringum mig, var Hitler horfinn og vissi ég ekki með hvaða hætti hann hvarf. Enn litaðist ég um og sá þá að Roosevelt og Stalín voru einir eftir. Varð ég þá gripinn skelfingu og þóttist hrópa upp yfir mig: Hvemig fer þetta? Hvernig verður þetta? Hvor vinnur? Þá sá ég, að fyrir aftan mig stóð vera. Þótti mér þá að hún mundi hafa sýnt mér allt þetta. Veran svaraði: „Það verður Roosevelt, sem stígur á háls- inn á Stalín.“ Draumurinn var ekki lengri, og ég hrökk upp og vaknaði.“ Það er tekið fram í bréfi þeirra hjónanna til mín, að vorið 1940 hafi frú Katrín sagt draum þennan Bimi Bjömssyni, sýslumanni Rangæinga, og Guðmundi hreppstjóra Er. lendssyni og síðar á sama ári Jóni Oddgeir Jónssyni. Auk þess vottar Oddgeir Guðjóns- son, bóndi í Tungu, að frú Katrín hafi sagt sér „ofanritaðan draum“ hinn „17. desem- ber 1939“. Mér þykir þessi draumur frú Katrínar Sig- urðardóttur því merkilegri, því meira sem ég velti honum fyrir mér og því lengra sem líður. Nú eru um það bil níu ár síðan frú Katrínu dreymdi drauminn og þó er hann enn ekki kominn fram að öllu leyti. Framhald á bls. 36. DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.