Dagrenning - 01.12.1948, Side 38

Dagrenning - 01.12.1948, Side 38
Merkílegiir draumur. Ef vér hugleiðum, hvernig ástatt var í Evrópu um miðjan desember 1939, er frú Katrínu drevmdi drauminn, sjáum vér þessa mynd: Hitler og Stalín höfðu gert með sér vin- áttu og griðasáttmála. Bretland og Frakkland voru í óða önn að vígbúast. Pólland var fall- ið. Bandaríkin voru utan við styrjöldina og einangrunarsinnar þar miklu ráðandi. Það voru m. ö. 0. engar líkur til þess þá, að slíkur draumur sem þessi mundi nokkru sinni ræt- ast. — Svo liðu árin, en ekki tók þá betra við. Hitler réðist á Stalín, en þá snérist líka allt öfugt við það, sem var í draumnum. Nú urðu þeir Stalín og Roosevelt mestu vinir og sú vinátta skyldi endast óendanlega. Útlitið með að draumurinn hefði eigin- lega nokkra þýðingu versnaði stöðugt. Þá var það enn, að í draumnum var Chamberlain einn þeirra fjögra, sem síðast voru eftir, en nú varð reyndin sú, að hann lét einna fyrst- ur af völdum allra þjóðhöfðingjanna, sem þá stýrðu málum Evrópu, og dó skömmu síðar. Loks kom þar, að ófriðnum lauk, Roosevelt Bandaríkjaforseti dó og loks voru allir fallnir í valinn, sem í byrjuninni stóðu að ófriðnum, nema einn — það var Stalín — hann einn var eftir. En þrátt fyrir allt þetta, geymdi ég vand- lega draum frú Katrínar í skrifborðsskúffu minni. Mér kom aldrei til hugar að fleygja honum, því að mér fannst að svona ein- kennilega ljós draumur mundi ekki geta ver- ið rugl eitt. Og nú finnst mér augljós orðin ráðning hans. Draumurinn er tákndraumur. Dreymand- anum er sýnt í líkingu, hvemig ríki Evrópu Fiamhald af bls. 33 eitt af öðru líða undir lok, eða missa sjálf- stæði sitt eða fomstu aðstöðu þá, sem þau höfðu. Mennimir í salnum tákna ekki sjálfa sig, heldur ríkin, sem þeir eru fyrirsvars- menn fyrir. Öll hin smærri og minni háttar ríki hverfa úr sögunni á þann hátt, að þau missa raunverulegt sjálfstæði sitt, einmitt á líkan veg og sýnt er í draumnum, þannig „að ef einn færði sig nær öðrum, eyddist hinn og hvarf smám saman“. Loks voru aðeins fjögur stórveldin eftir: Bretland, Þýzkaland, Bandaríkin og Rúss- land. Chamberlain táknar í draumnum Bret- land og afstöðu þess. Sátta- og málamiðl- unarstefna þess verður að lokum léttvæg fundin og það verður að láta af forustuhlut- verki sínu. Það gerði Bretland raunar, þegar Bandaríkin tóku við yfirstjóminni í styrjöld- inni við Þjóðverja. Hvarf Hitlers táknar hrun Þýzkalands. Og loks kemur þar, að aðeins eru tvö stórveldi eftir, sem berjast um fram- tíð Evrópu. Þessi stórveldi eru Rússland, sem í draumnum er táknað með Stalín, og Bandaríkin, sem í draumnum em táknuð með Roosevelt. Og nú — eftir nærri 9 ár — er draumurinn loksins kominn fram og á þó eftir að skýrast til muna ennþá. Svar draumkonunnar við spumingu dreym- andans er mjög athyglisvert. Svar draumkon- unnar, eða „vemnnar" í draumnum, er þetta: „Það verður Roosevelt, sem stígur á háls- inn á Stalín." Sá þáttur draumsins, sem þetta á við, er ennþá eftir. Þegar tíunda árið er liðið, verður e. t. v. hægt að ráða í, hvemig skilja ber þetta einkennilega svar. Vafa- laust táknar það, að Bandaríkin muni á ein- hvem hátt ráða niðurlögum Rússa, en sem 36 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.