Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 39
í The Times Weekly, 22. sept. 1948, er birt bréf frá enskri konu, sem gift er rúss- neskum manni, Bessanov að nafni. 1 bréfinu segir á þessa leið: „Árum saman hefir heimurinn verið að leitast við að finna ráð til að koma á varan- legum friði við Rússa. Sama viðfangsefni var í höfuðatriðum verið að glíma við, þó eftir öðrum leiðum væri, á þingum kirkju- leiðtoganna, er saman komu í Lambeth og Amsterdam. í sambandi við þessar tilraunir til þess að finna leið til öruggs friðar, er ef til vill kominn tími til þess að vekja athygli manna á þeirri furðulegu staðreynd, að í dag er Biblían ekki til á því máli, sem rússneskur almenningur hæglega skilur. Fyrsta og eina þýðing Biblíunnar á rússnesku var gerð fyrir rúmum 125 árum. Sú útgáfa hefir aldrei síð- an verið endurskoðuð, en síðan hefir mál almennings í Rússlandi tvívegis tekið stór- felldum breytingum, svo að nú er rnálfar það, sem er á Biblíuþýðingu þessari, gjör- samlega úrelt orðið.“ Þá segir frúin frá því, að Rússar, búsettir í Englandi og í París, hafi gert á eigin spýt- ur og eigin tilskostnað nokkra tilraun til þess að laga málið á hinni gömlu rússnesku Biblíu, en þó hafi enn ekki tekizt að fá neitt íyrirtæki til þess að taka að sér útgáfu Biblíunnar á nútíðarmáli Rússa. Og frúin lýkur bréfinu með þessum orðum: „Ég trúi því fastlega, að útgáfa á Biblí- unni á nútíðar rússnesku mundi orka miklu í þá átt að skapa þann frið, sem við öll þrá- um, og þess vegna leyfi ég mér, sem er ensk sagt — með hverjum hætti það verður, getur sá einn sagt, sem getur ráðið í þýðingu svars- ins hjá draumkonu frú Katrínar, en það verður ekki reynt hér að þessu sinni. Frú Katrín gaf mér strax 1943 leyfi til að birta drauminn, ef ég vildi, en ég hefi ekki talið rétt að gera það fyrr en nú, því að nú er sýnt, að hann hefir reynst nákvæm- lega í samræmi við rás atburðanna, eins og hún varð að lokum, þó ólíklega horfði um langt skeið. Ef vér lítum á afstöðu Evrópuríkjanna eins og hún er nú í dag, með þessa skýr- ingu í huga, verður hún nákvæmlega eins og í draumnum var sagt. Smáríkin öll hafa „horfið“, þ. e. misst meira eða minna af raunverulegu sjálfstæði sínu við það, að hin fjögur stórveldi „nálguðust" þau, — þ. e. „ef enn færði sig nær öðrum", — eins og segir í draumnum. Þannig lagði Þýzkaland fyrst undir sig löndin austan „járntjaldsins“, svipti þau frelsi og sjálfstæði. en Rússar tóku svo við þeirri arfleifð og hafa ekki losað um böndin, heldur hert þau til muna. Ríkin vestan „járntjaldsins“, þar á meðal einnig Bretland, eru nú orðin svo háð Bandaríkj- unum bæði fjárhagslega, en þó um fram allt hernaðarlega, að raunverulegt sjálfstæði þeirra er ekki nema hluti þess, er áður var. Þannig er nú komið, að í „dómssalnum“ eru ekki eftir nema tveir aðilar, Rússland og Bandaríkin, sem í draumnum voru táknuð með Stalín og Roosevelt. Hin eru öll horf- in í skugga þeirra. Að slíkum draumum sem þessum er mikið mark, en oft þurfa þeir langan tíma til að rætast að fullu, svo allir skilji. J.G. DAGRENN I NG 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.