Dagrenning - 01.12.1952, Síða 28

Dagrenning - 01.12.1952, Síða 28
þessum niðurstöðum, sem „stórkostlegum en sönnum.“ Þessar athuganir skulu þá ekki frekar rakt- ar að sinni, enda ætti það að vera óþarft, sv.o greinilegt er að lengur verður skolleyrunum ekki skellt við þessum furðulegu fyrirbærum. Fuiðufyiiibæiin sjást á íslandi. Dagrenning mun vera eina íslenzka ritið, sem frá upphafi hefir tekið þessa hluti alvar- lega. Öll dagblöð landsins lögðust á eitt með að telja landsfólkinu trú um að nú væri þessi gáta ráðin þegar Rannsóknarstofnun Banda- ríkjaflotans birti, 12. febrúar 1951, skýrslu sína um hina „fljúgandi diska“, og hélt því frarn, að þeir væru ekki annað en plastikloft- belgir, sem notaðir væru við veðurathuganir og ýmiskonar rannsóknir á geimgeislum uppi í háloftunum. Þessi grunnfæmislega og vfir- borskennda skýring nægði blaðamönnum stórblaðanna, sem undir engum kringum- stæðum vilja trúa öðru en hér sé um einhvers- konar jarðnesk fyrirbæri að ræða. Þessi skýmig féll í góðan jarðveg hér á landi því til þess tírna höfðu þessi fyrirbæri ekki sést hérlendis. Að vísu munu einhverjir hafa talið sig sjá eitthvað svipað þessu árið 1947 eða 1948, en ekki sáust þessi fyrirbæri almennt þá hér á landi, og allt tal um þau þagnaði þá þegar. En svo gerðist það nú, síðari hluta októ- bermánaðar og í byrjun nóvembermánaðar 1952, að fljúgandi diskar eða áþekk ririr- bæri sáust víðsvegar um land, af fjölda fólks. Er þá svo komið, að þessi „tákn á himni“ eru nú séð af íslendingum og yfir íslandi eins og af öðrum norrænum og vestrænum þjóðum. Því miður hefir Dagrenning ekki getað náð neinu teljandi beinu sambandi við sjónarvotta að þessum fyrirbærum og verður því að rekja þau hér stuttlega eins og blaðafrásagnir voru um þau, og eru frásagn- irnar flestar teknar úr Reykjavíkurblöðun- um. Svo virðist sem Ijóskúlur þessar hafi fyrst sést í Eyjafirði þriðjudagskvöldið 21. október s. I. Mbl. segir frá þeim atburði undir fyrir- sögninni „Einkennileg ljósfyrirbrigði í Evja- firði“, og farast orð á þessa leið: „Þriðjudagskvöldið hinn 21. okt. s. 1. laust h'rir kl. 21,30 var Eiríkur Kristjánsson kenn- ari gangandi á leiðinni frá Akureyri og fram í Kristnes, er hann varð þess skyndilega var að það birti í kringum hann, sem um miðjan dag væri. Datt honum í fyrstu í hug bílljós og leit aftur fyrir sig, en varð einskis var. Varð honum þá litið til lofts og sá hann bláleitan Ijósgjafa hverfa fyrir ský. Ekki gerði Eiríkur sér neina grein fyrir því í hvaða stefnu ljósgjafinn fór, né hvaðan hann kom, en hann virtist hverfa lítið eitt í norðvestur. Eiríkur telur sig aðeins hafa séð ljósið örfáar sekúndur. Sama kvöld, og að því er næst verður kom- izt um líkt leyti, \'ar maður framan úr Er ja- firði, skammt framan við Kristnes. Ók hann í bifreið. Varð hann einnig var þessa skæra Ijóss, nam staðar og fór út úr bifreiðinni og sá þá bláhvítan ljóshnött geysast um himin- hvolfið.“ Ennfremur segir í sömu grein: „Skömmu eftir kvöldmatartíma, kvöld- ið eftir (þ. e. 22. okt.) fóru tvær ungar stúlk- ur frá Kristnesi í gönguför og gengu fram Eyjafjarðarbraut. Er þær voru við syðri vega- mótin, þar sem vegurinn liggur heim að Kristnesi sunnan frá, urðu þær varar við feikna mikla birtu. Segir önnur þeirra, Edda Eiríksdóttir, svo frá, að þær hafi gáð í allar áttir, en hvergi getað séð hvaðan birta þessi kom. Hún tekur það fram, að þeim hafi ekki hugkvæmst að líta til lofts, þar sem fljúgandi diskar eða önnur loftfyrirbæri hafi verið fjarri 26 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.