Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 31
staddir voru úti við í kaupstaðnum, sterkt ljós
í austri hátt á lofti, og færðist það nær með
miklum hraða. Þegar það bar yfir kaup-
staðinn, líktist þetta glóandi hnetti, eigi rnjög
stórum, en aftur úr því lagði breiða ljósrák,
hkt og úr rakettu.
Bar svo rnikla birtu af þessu, að bjarrna
sló á land og loft. Virtist sumunr hin breiða
ljósrák vera í þrennu lagi, og varð leiftur-
bjart, er loftfari þessi fór yfir. Sýnin varði
þó skannna hrið, og ber mönnum ekki fvlli-
lega saman um tímann frá því það kom í
ljós, þar til það hvarf inn yfir hálendið í vestri,
en margir telja það hafa \arað um 5 sek.
Mönnum ber heldur ekki alveg saman um
lögun þess, en flestir telja það hafa haft lögun
kringlu eða kúlu. Virtist loftfarinn geisast
nær lárétt vestur á bóginn.
Veður var bjart, skýjað með köflum og
skýjabakkar í lofti. \'ar sem eldfarinn hyrfi
vfir þokubakka yfir hálendinu. Ljósbrigði
þessi sáust og greinilega í Loðmundarfirði, en
ekki eru fréttir af, að þau hafi sézt norðar.
A Stöðvarfirði sáu 10 rnenn þar í kauptún-
inu fyrirbæri þetta og segist þeinr svo frá:
„Það var klukkan rúmlega fimm, sem
menn veittu þ\í athygli, að leifturbjörtunr
bjarma sló á jörðina, og er menn litu til lofts,
sáu rnenn eldhnött eða kringlu koma hátt á
lofti úr austri og dró á eftir sér alllangan eld-
hala, sem þó virtist nokkru rauðleitari en sjálf
kringlan. Bar þetta hratt yfir og hvarf til
vesturs. Himinn var hálfskýjaður og háskýj-
að. Miðhluti kringlunnar virtist bera mesta
ægibirtu en deyfðist utar.
Á Breiðdalsvík sáu ýmsir þenna loffara og
virtist sumum þar, sem neistaflug stæði aftur
úr. Einnig virtist mönnurn þar, að stefnan
væri fremur til suðvesturs."
Á Hornafirði sáu fjölda margir þessa furðu-
legu ljóskringlu og segist Tímanum svo frá:
„Það var laust eftir klukkan fimrn, sem all-
margir menn hér á Ilöfn sáu skærurn bjarma
slá á jörð og loft og í sama bili sást eldkringla
allstór geisast úr austri. Kom hún í Ijós yfir
austurfjöllunum og bar hratt vestur vfir.
Birti rnjög af þessu. Bílstjóri, sem var á ferð,
sá birtuna og fór út til að vita, hverju hún
sætti.
í sveitunum sáust þessi ljósfyrirbæri víða,
s\o sem í Lóni og á Mýrum. Eldfarinn hvarf
síðan inn yfir Vatnajökul í vestri, séð úr
Ilornafirði. Hirninn var léttskýjaður, þegar
þetta gerðist.“
Ekki er talið að ljósfyrirbæri þessi hafi
sézt vestan Vatnajökuls þetta kvöld.
Veðurfræðingar og aðrir hafa reynt að
skýra þetta sem loftsteina, en sú skýring er
augsýnilega ah’eg út í bláinn, enda þekkir
alnrenningur svo vel vígahnetti að óþarfi er
að eyða orðum að þeirri skýringu.
Sannleikurinn er sá, að hér hafa verið á
ferðinni sömu fyrirbærin og svo mjög hefir
orðið vart við erlendis undanfarin ár og þar
eru nefnd*„fljúgandi diskar“.
Augljóst er, að eldkringlan yfir Austfjörð-
um hefir verið geysilega hátt á lofti þar sem
hún sést alls staðar á svæðinu frá Loðmund-
arfirði til Hornafjarðar á sömu sekúndun-
um, að því er virðist.
Og þetta sama sunnudagskvöld, 9. nóv.
s. ]., telur einn af lögregluþjónunum í
Reykjavík, sig hafa séð „einn þessara spor-
öskjulöguðu „fljúgandi diska“ hér yfir bæn-
um,“ að sögn Morgunblaðsins.
Skip á hafi úti hafa einnig orðið vör við
þessa furðuhnetti.
I Tímanum, 27. nóv., segir frá tveim skip-
um sem sáu þessa ljóshnetti og sáu margir
menn þá á hvoru skipinu. Frásögnin er svo
felld:
„Síðastliðinn föstudagsmorgun (21. nóv.)
klukkan hálf-sex var togarinn Ingólfur Am-
arson á veiðum sextíu mílur norðvestur af
Látrabjargi, og skipverjar að vinnu á þilfari.
Skyndilega varð bjart sem um dag og litu
DAGRENNING 29