Dagrenning - 01.12.1952, Qupperneq 36
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Míkíð vandamál.
i.
Deilan, sem nú er risin milli íslendinga
og Breta út af landhelgislínunni er mikið og
hættulegt vandamál. Nú er svo kornið hér
á landi, að við liggur að hvert bvggðarlagið
af öðru fari í auðn vegna þess að fiskur geng-
ur ekki lengur upp á grunnmiðin eins og
áður var. Heill hreppur, Sléttuhreppur í
Norður-ísafjarðarsýslu, sem fyrir fám árurn
hafði um 500 íbúa er nú svo gjörsamlega
kominn í eyði að þar bj'r nú enginn maður.
Síðustu árin og enn í ár er miklu íé varið
úr ríkissjóði til þess að viðhalda byggð á
ýmsum afskekktum stöðum og margvísleg
lijálp og fyrirgreiðsla veitt af opinberri hálfu
til þess að stöðva þann flótta, sem nú þegar
er brostinn meðal þess fólks, sem lifað hefir
í smáþorpum á Norður-, Austur- og Vestur-
landi. Hér skulu þessar ráðstafanir ekki rakt-
ar frekar því öllurn eru þær kunnar, sem eitt-
hvað vilja um þær vita.
N^ið íslendingar erurn nú fyrst að gera okk-
ur það ljóst, að ástæðan fyrir því að svona
er komið er fyrst og frernst ofveiði sú, sem
átt hefir sér stað undanfarna áratugi á
fiskimiðunum umhverfis landið, þar sem
hundruð togara, innlendra og erlendra, hafa
skafið fiskimiðin alveg upp í landsteina. Of-
an á þessa ofveiði togaranna bættist svo drag-
nótaveðin í landhelginni sjálfri, sem rak
smiðshöggið á þessa voðalegu og heimsku-
legu rányrkju á fiskimiðunum.
Þegar svona var kornið, og eftir að Haag-
dómurinn í máli Breta og Norðmanna var
genginn Norðmönnum í vil, var loks hafist
handa um að færa landhelgina smávegis út
og banna alla dragnótaveiði innan hennar.
Það var vitað, að sú ráðstöfun mundi mælast
misjafnlega fyrir hjá þeim þjóðum, sem
senda togara á íslandsmið, en þess var vænst
að sá ágreiningur yrði útkljáður með samn-
ingi eða af dómstóli eins og siðuðum vina-
þjóðum sæmdi. Það var og vitað, að Bretar
mundu verða þar í fyrirsvari fyrir öðrurn
þjóðurn, sem veiðar stunda hér við land, þar
sem floti þeirra mun stærstur allra þeirra
þjóða, er hingað sækja til fiskjar.
Fæstir rnunu hins vegar hafa gert ráð fyrir
því, að svo mundi til takast, sem raun hefir
þó á orðið, að bresk stjórnarvöld létu mál-
ið svo til afskiptalaust, og létu sig það engu
skipta að illvígur flokkur manna þar í
landi, útgerðarmenn í Hull og Grimsby,
tækju að sér rekstur málsins gagnvart ís-
lendingum og beitti ofbeldisaðgerðum og
rógburði málstað sínum til framdráttar. Þessi
atburður í viðskiptasögu tveggja nágranna-
þjóða, sem um aldir hafa átt vinsamleg sam-
skipti, er svo einstæður, að enginn fær höf-
und þessarar greinar til að trúa því, að héi
liggi ekki miklu dýpri orsakir tiJ, en látið er
í veðri vaka þegar mál þetta er rætt manna
í milli. Mun því reynt að skvgnast nánar urn
á þessum vetNangi.
II.
Eins og rnenn vita, og að framan segir,
hófst þessi deila með þeim hætti, að þegar
íslendingar höfðu fært út landhelgina og
Bretastjóm mótmælt því, en ekki aðhaftst
34 dagrenning