Dagrenning - 01.12.1952, Side 37

Dagrenning - 01.12.1952, Side 37
neitt sérstakt, tóku útgerðarmenn í Hull sig til og neituðu íslenzkum togurum um lönd- unartæki, og fengu útgerðarmenn í Grimsby til hins sarna. Áttu þessar aðgerðir að standa þar til íslendingar hefðu „endurskoðað“ afstöðu sína til hinnar nýju landhelgislínu, og fært hana inn eins og þessum útgerðar- mönnum þótti hæfilegt. Að sjálfsögðu var slíkurn málaleitunum vísað á bug, en menn sendir héðan til að skýra málið fyrir út- gerðarmönnum Breta. Það reyndist með öllu árangurslaust: Þá komu íslendingar sér upp löndunartækjum í Grimsby og hugðust þann- ig brjóta bann útgerðarmannanna. Þegar það vitnaðist að von væri íslenzks togara til að landa fiski í Grimsby með þessum hætti, sencli ríkisstjórn Breta íslenzku ríkissjórn- inni tilmæli um að komið yrði í veg fyrir þá löndun, meðan breska stjórnin reyndi að beita áhrifum sínum á útgerðarmenn í Bret- landi. íslenzka ríkissjórnin varð við þessum tilmælum og \'ar togaranum, sem var frá Bæj- arútgerð Re\kjavíkur, snúið frá og hann sendur til Þýzkalands. En nú leið aðeins einn dagur og þá gerðist það, að ís- lenzkur togari, eign einkaf\'rirtækis, kemur öllum að óvörum til Grimsby og landar þar. í sambandi við þetta þvrfti að svara þess- um spurningum: Hver var það, sem ákvað, að togaranum skyldi siglt til Grimsby? Var það gert með vitund og vilja íslenzku ríkisstjórnarinnar? Hafði íslenzka ríkisstjórnin þá fengið að vita að tilraunir bresku ríkisstjómarinnar til að koma viti fyrir útgerðamienn bæru engan ár- angur? Mig brestur að sjálfsögðu aðstöðu til að svara þessum spurningum. En hafi svo verið, að þessi togari færi án samþykkis ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í þessa söluferð til Grimsby, einmitt þegar breska ríkisstjórnin var að leita sátta og hafði mælst til þess við íslenzk stjórnarvöld að þetta yrði ekki gert á meðan, er ábyrgð þeirra manna þung, sem þarna hafa verið að verki, og þjóðin á alveg skilyrðislausa heimtingu á því að þetta atriði verði fullkomlega upplýst. Og það er meira en þetta: Hver var til- gangur þeirra, sem þetta gerðu? Var líklegt að slíkt tiltæki greiddi fyrir friðsamlegri og skjótri lausn málsins? Voru hér að verki menn, sem annað hvort vísvitandi eða sem verkíæri í annara höndum vom af ráðnurn hug að spilla sambúð Breta og íslendinga? Þessari spurningu þarf að fást svarað og henni verður tæpast svarað svo mark sé á takandi nema með réttarrannsókn. Var sendiför hins íslenzka togara ráðin og undir- búin af mönnum, sem af ráðnurn hug vilja spilla sambúð okkar við Breta? Það verður ekki séð að neinn nauður ræki til að senda þetta skip til Grimsby, þar sem Bretastjóm hafði beðið um að svo yrði ekki gert, f\r en lrún þá liafði tilkynnt íslenzku stjóminni. að tilraunir hennar væru árang- urslausar, eða ákveðinn tírni var liðinn, sem þá auðvitað þurfti að vera miklu lengri, en sá tími var, sem leið rnilli þess að Hallveigu var snúið frá og Jón forseti landaði. Er ekki hugsanlegt að tregða breskra stjómarvalda til að skerast í þennan hættulega leik stafi meðal annars af því, að hún telji sig hafa ver- ið svikna í trygðum af íslenzkum stjórnar- völdum meðan hún var að reyna málamiðl- un? Sérfræðingar íslenzku ríkisstjómarinnar áttu fund með fulltrúum togaraeigenda 17. nóvember, en Jón forseti landar í Grimsbv snemma morguns 19. nóvember. „Koma tog- arans þangað mun hafa komið mjög á óvart þar, sem hér á Jandi,“ segir Morgunblaðið 20. nóv. og benda þessi ummæli blaðs at- vinnumálaráðherrans á, að löndunin hafi jafnvel átt sér stað án vitundar hans. Þetta er sú hliðin sem að okkur íslending- um snýr fyrst og fremst og það er nauðsyn- legt að yfir þessu atriði hvíli engin hula og DAGRENNING 3S

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.