Dagrenning - 01.12.1953, Síða 37

Dagrenning - 01.12.1953, Síða 37
Nokkru fvrir tunglmyrkvann hafði Heró- des sent áríðandi skilaboð til Rómar þar sem hann lýsti framferði Antipaters sonar síns og bað urn úrskurð Ágústusar keisara. Og Josephus tekur það fram, að „sendimenn Heródesar hröðuðu för sinni til Rómar.“ Þegar þess er gætt, að sendimennirnir þurftu að flýta sér, hefir ferðin til Rómar og tíminn, sem þeir biðu eftir svarinu, áreiðanlega ekki tekið meira en fjóra mánuði, í mesta lagi. Þar sem svar Ágústusar barst fáeinum dög- um fyrir dauða Heródesar hafa ekki getað verið liðnir fullir fjórir mánuðir frá tungl- myrkvanum, og líklega talsvert styttra, því frásögn Joseplmsar ber með sér, að nokkur tími hafi liðið frá ]rví að sendimennirnir lögðu af stað til Rórnar og þangað til tungl- mvrkvinn varð. Eins og sagt hefir verið, and- aðist Heródes nálægt tveim mánuðum Rrir páska, og þegar sendimennirnir lögðu af stað til Rómar hefir hann ekki átt eftir fulla fjóra mánuði ólifað. Það hefir því verið talsvert innan ruð sex mánuði til páska þegar tungl- mvrkvinn varð, hvaða ár sem það hefir verið. Til þess að ganga úr skugga um, hvaða tunglmyrkva Josephus á við, þurfum vér að finna myrkva, sem fullnægir eftirfarandi skil- yrðum: í. Það mega ekki hafa verið minna en tveir mánuðir, en talsvert innan við sex mánuði til páska, þegar hann varð. 2. Þarf að liafa sézt fyrri hluta nætur frá Jerúsalem. 3. Nokkuð stór, svo að menn hafi tekið eftir honum. Öll árin á tímabilniu frá 4 f. K. til 3 e. K. sem söguritarar (í fornöld, á miðöldum og síðari tímum) hafa sitt á hvað talið dánarár Heródesar, varð ekki nerna einn tunglmyrkvi, sem fullnægir þessum skilyrðum. Þessi eini myrkvi, sem fullkomlega samrýmist framan- greindum aðstæðum, varð að kvöldi h. 29. desember árið 1 f. K. Hann varð nákvæm- lega þremur mánuðum fyrir páska, sem þá byrjuðu að kvöldi h. 27. marz árið 1 e. K. Tunglið var þegar myrkvað þegar það kom upp hjá Jerúsalem, um sólsetur, og myrkv- inn stóð yfir í fjórar stundir, svo að jafnvel börn gátu ^éð hann áður en þau voru látin hátta, og þannig kemur þetta nákvæmlega heim við frásögn Josephusar: „Og þetta sama kvöld varð tunglmyrkvi“. Enn fremur var myrkvi þessi um 7 digit, eða m. ö. o. meira en hálf tunglkringlan var hulin.1) Af frásögn Josephusar um þessa atburði, sem drepið hefir verið á hér að framan, kem- ur það skýrt fram, eins og vér sjáum, að Heró- des hefir dáið nálægt tveimur mánuðum 1) Josephus minnist einnig á atvik, sem skeði á föstudegi Gyðinga, í sambandi við æðsta prestinn, Mattliias, sem Heródes hefir auðsjáanlega \rikið úr embætti daginn, sem tunglmvrkvinn varð, en þetta hafa sumir talið riðbótar sönnun á ártalinu. Hið sanna er, að föstudagur var hjá Gvðingum aðeins fjórum dögum fvrir tunglmyrk\rann 29. desember árið 1 f. K. þ. e. Tebet-fastan (h. 10. Tebet, sem var 25. desember). En þetta er sú fasta, sem við er átt, þvi bæði Mishna og Talmund (sbr. L’Etrange) nefna þetta atvik í sambandi við Matthías æðsta prest og segja að þessi föstudagur liafi verið hinn mikli afplánunardagur, þ. e. friðþægingardagurinn, en hann er, eins og vér vitum, alltaf annaðhvort í september eða október. (Árið 3. f. K. var hann þann 27. september.) En þótt getið sé um þennan föstudag er það vita gagnslaust sem sönnun á ártalinu, því að Josephus tekur ekki fram, livaða ár þetta atvik hafi skeð. Orðrétt segir hann á þessa leið: „í emb- ættistíð þessa Matthíasar æðsta prests kom það fyrir, að annar maður var skipaður æðsti prestur einn dag, einmitt daginn, sem Gyðingar halda föstu.“ Allt og sumt, sem skýrt er frá, er það, að fastan hafi verið einhverntíma i embættistíð Matthíasar og orðalagið bendir jafnvel til þess, að það hafi verið eitthvert annað ár en tunglmyrkaárið. Takið eftir þvi, að Jos- ephus lætur engin orð falla í þá átt, að tunglmyrkv- inn og fastan hafi verið á sama tíma. DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.