Dagrenning - 01.12.1953, Qupperneq 45

Dagrenning - 01.12.1953, Qupperneq 45
þjóðir. Dómur framtíðarinnar yfir þessu ógæfuliði, sem mikið illt mun stafa af verður þyngri en svo að þeir, sem til þess hafa stofnað fái undir risið. Um leið og Bandarikin hættu fégjöf- um og „lánum“ til Vestur-Evrópuríkj- anna hófu þær allar (nema Vestur-hjóð- verjar) stórfelld viðskipti við Sovíetrík- in og leppríki þeirra, en áður höfðu mest öll viðskiptasambönd verið lokuð austur þangað. Svo hart leggja Sóvietríkin að sér um þessi viðskipti, að þau flytja gull og aðra góðmálma úr landi til að greiða með varninginn frá Vesturlöndum. Vafa- laust er orsökin til þessarar breytingar stjórnmálalegs eðlis. Á sama tíma, sem þetta gerist, draga Bandaríkin saman segl- in. Þau hafa tilkynnt, að þau nruni minka eða hætta með öllu ýmsri starf- semi, sem þau hafa haldið uppi undan- farin ár, og þess verður sennilega ekki langt að bíða, að dollaraskortur fari aft- ur að gera vart við sig í Vestur-Evrópu. Einu þjóðir Vestur-Evrópu sem sýnast vilja liafa vinsamleg samskipti við Banda- ríkin eru Vestur-Þjóðverjar, Spánverjar og Portugalir. Sama fjandskapar og gæt- ir í stjórnmálaflokkunum íslenzku í garð Bandaríkjanna, gætir einnig nú nokkuð bæði á Norðurlöndum og í Bretlandi. Það eru einkum nýkommúnistar, sem þar eru að verki. Það er ekki ólíklegt að samstarf Bandaríkjanna og Vestur-Ev- rópuþjóða minnki mjög á árinu 1954, en jafnframt verði tekin upp aukin við- skipti og nánari samvinna við Rússa og leppríki þeirra og eru Bretar — undir sívaxandi áhrifum Bevanismans — lík- legir til að hafa forustu þar um, en sósíal- demókratar á Norðurlöndum fylgja dyggilega á eftir. Stefnan, sem kommún- istar fylgja nú er sú, að einangra Banda- ríkin og slíta sambandið milli þeirra og Vestur-Evrópuþjóðanna. Þegar brjóst- vörn lýðfrelsisins, sem nú er í Banda- ríkjunum, hefir verið veikt með Jress- um hætti, verða vestrænar Jajóðir auð- tekið herfang fyrir Sovíetríkin. F.kki er ólíklegt að fyrir árslok 1955 verði „járn- tjaldið“ komið út að Atlantshafi og Norðurlönd, Frakkland, Holland, Belgia og Vestur-Þýzkaland öll innan þeirrar girðingar. Verði Bretland og ísland þar ekki, verður það vegna miskunnar Drott- ins, en ekki fyrir eigin aðgerðir eða eigin verðleika. # Sameinuðu þjóðirnar hafa reynzt jafn máttlausar á þessu ári sem að undan- förnu. Það kemur æ betur og betur í ljós að frá þeim er einskis að vænta um að tryggja frið í heiminum. Þær eru að- allega áróðussamtök fyrir Rússa og fylgi- ríki þeirra og þeir nota hvert tækifæri sem gefst til, að smána vestrænar, kristnar þjóðir, og bera þeim á brýn allskonar vammir og skammir. Hinar heiðnu aust- rænu áróðurs- og undirhyggju ríkisstjórn- ir hafa ekkert takmark né tilgang með veru sinni í samtökum Sameinuðu þjóð- anna annað en það, að sundra vestrœnum þjóðum og eyðileggja þann grundvöll, sem lýðfrelsi og menning þeirra byggist á. Þrá vestrænna Jrjóða eftir friði notfæra hinar heiðnu, austrænu árásar- og undir- hyggjustjórnir sér út í æsar til þess að ná þessu takmarki sínu. Er ekki kominn tími til Jress fyrir vestrænar Jrjóðir að at- huga hvort afstaða þeirra til „Sameinuðu Jrjóðanna“ — sem ættu að heita „Sundr- aðar þjóðir" — er rétt, og hvort ekki er nauðsynlegt að breyta alveg grundvelli þeirra samtaka? Um þetta verður nánar rætt síðar. DAGRENN I NG 43

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.