Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég held að vandræðin, sem hafa skapast undanfarið, eigi eftir að versna á næstu árum ef kerfinu sem dýralæknar vinna eftir verður ekki breytt,“ segir Hákon Hansson dýralæknir á suðurfjörðum Aust- fjarða sem þjón- ar svæðinu frá Lónsheiði í suðri að Reyðarfirði í austri. Hann hefur unnið samkvæmt þjónustusamn- ingi við Mat- vælastofnun frá árinu 2011. Há- kon hefur starfað sem dýralæknir frá árinu 1977 og var héraðsdýralæknir á fyrrgreindu svæði fram til ársins 2011. Óhóflegar kvaðir á dýralækna Fyrsta nóvember árið 2011 var tekið upp núverandi kerfi. Það fól m.a. í sér að gerðir voru þjónustu- samningar við dýralækna á dreif- býlum landsvæðum, en þeir eru samt sjálfstætt starfandi. Landinu var þá skipt niður í 9 þjón- ustusvæði. Hákon bendir á að frá því að kerfið var tekið upp hefur það ekki verið endurskoðað. Slíkt þurfi að gera og fara yfir reynsluna eftir þessi þrjú ár. Hann hefur ekki góða reynslu af kerfinu og segir hrein- lega ekki nógu marga dýralækna á vakt í dreifðari byggðum landsins. Það leiði til þess að í sumum til- fellum sé einn og hinn sami dýra- læknir á vakt allan sólarhringinn. „Kvaðir á þessa dýralækna eru óhóflegar, í 6 af 9 svokölluðum þjónustusvæðum er einn dýralækn- ir á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Annars staðar eru vaktsvæði svo stór, að jafnvel þó tveir eða fleiri dýralæknar skipti með sér vöktum er alltaf bara einn á vakt á stóru svæði og um langa vegu að fara. Og þeir dýralæknar sem gera svokallaðan þjónustu- samning eru skuldbundnir sam- kvæmt samningi að útvega sjálfir afleysingu og þeir greiða sjálfir öðr- um dýralækni að fullu fyrir afleys- inguna, hyggist þeir taka sér frí.“ Hákon segir það geti reynst þrautin þyngri að finna afleysingu og það hefur m.a. valdið því að sumir dýralæknar komast vart í frí jafnvel árum saman, því þeim tekst ekki að útvega staðgengil. Endast ekki lengi í starfi „Þetta er auðvitað ótækt og mun leiða til þess fyrr en síðar, að enn erfiðara verður að fá dýralækna í dreifðar byggðir. Það hljóta allir að sjá, að dýralæknir sem er á vakt allan sólarhringinn og kemst auk þess varla í sumarfrí, endist ekki lengi í starfi,“ segir Hákon. Morgunblaðið/RAX Búskapur Dýralæknar með þjónustusamning við Matvælastofnun þurfa sjálfir að útvega annan dýralækni í sinn stað hyggist þeir taka sér frí. Dýralæknar á sólarhrings- vakt og komast ekki í frí Hákon Hansson  Ástandið mun versna ef kerfinu verður ekki breytt Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við fengum beiðni frá Matvæla- stofnun um aukið fjárframlag, þegar vinna við fjárlög var langt komin. Það var erfitt að bregðast við þá. Við erum meðvituð um þennan vanda og höfum verið að skoða hvernig við getum komið til móts við ólík sjónarmið til að leysa þessa stöðu sem er komin upp. Það hefur sumstaðar reynst erfitt að fá fólk til starfa og einnig til að sinna þess- um hluta af dýra- læknaþjónust- unni. Við eigum væntanlega fund með Matvælastofnun í næstu viku og skoðum allar færar leiðir til að tryggja eðlilega dýralæknaþjónustu þar sem annars staðar á landinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fleiri þjónustustusvæði Í desember óskaði Matvælastofn- un eftir að reglugerð um dýralækna- þjónustu í dreifðum byggðum yrði breytt svo unnt væri að gera þjón- ustusamning við þrjá dýralækna á Norður- og Austurlandi í stað tveggja. Þrátt fyrir að 50% þjónustu- samningur á Austurlandi hafi verið auglýstur í þrígang hefur ekki tekist að fá dýralækni til starfa eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Breytingin sem Matvælastofnun leggur til er að fjölga þjónustusvæð- unum. Þau eru nú níu talsins en yrðu 10. Það væri gert með þeim hætti að svæðum sem ná frá svæðinu í kring- um Húsavík og að Egilsstöðum yrðu breytt úr tveimur í þrjú. Á þessum tveimur svæðum eru 50% þjónustu- samningar en á öllum hinum svæð- unum er 100% þjónustusamningur. Matvælastofnun leggur til að gerður yrði 100% þjónustusamn- ingur við dýralækna á þessu svæði. Samkvæmt reglugerðinni, um dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum, sem tók gildi 1. nóvember árið 2011 voru gerðir þjónustusamn- ingar við dýralækna til þriggja ára. Þeir runnu út 1. nóvember síðastlið- inn. Eingöngu hefur verið gerður 50% þjónustusamningur á svæð- unum frá Húsavík til Egilsstaða. Þá á því eftir að fá dýralækni til að taka hin 50%. Gengið hefur verið frá þjónustusamningum á öðrum stöð- um á landinu. Erfitt að manna stöður úti á landi  Funda með Matvælastofnun Morgunblaðið/Eggert Dýralæknaþjónusta Erfitt reynist að manna stöður úti á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson Agnes Bragadótti agnes@mbl.is Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að margvísleg vinna sé hafin innan Vegagerð- arinnar, sem verður í samráði við Ríkiskaup og Ríkisendurskoðun, til þess að bæta verk- ferla í sambandi við innkaup Vegagerðarinn- ar. „Það er margt mjög vel gert hjá okkur, en við vitum af ákveðnum atriðum sem við þurf- um að bæta og erum að vinna að þeim umbót- um. Þetta tekur einhvern tíma, en markmiðið er að verða eins góð og bestu ríkisfyrirtæki í innkaupum,“ sagði Hreinn í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hreinn sagði stjórnendur Vegagerðarinnar sammála því sem komið hefði fram í umræðunni upp á síðkastið, að með útboði kæmust fleiri að borðinu og líkur á því að hagstæðari kjör fengjust væru að sama skapi meiri. Hreinn sagði að Vegagerðin byði t.d. reglulega út það sem tengdist fjar- skiptamálum. „Vegagerðin er mjög stór not- andi, með mikið af mælum meðfram öllu vegakerfi landsins og veðurstöðvar og mynda- vélar um land allt, sem nota gagnaflutninga. Það hefur því verið mikið í það að sækja, að bjóða það út reglulega,“ sagði Hreinn. Obbinn af innkaupum í gegnum útboð „Obbinn af okkar innkaupum er í gegnum opinber útboð. Allar stórar framkvæmdir á okkar vegum og annað slíkt. En auðvitað eru alltaf einhver smáverk og vörukaup sem fara eftir öðrum leiðum, eins og rammasamningum eða verðkönnunum,“ sagði Hreinn. Hann seg- ir að Vegagerðin fái töluvert aðhald frá Rík- isendurskoðun, sem sl. haust hafi veitt Vega- gerðinni mjög jákvæða umsögn, þar sem fram hafi komið að verkferlar Vegagerðarinnar varðandi innkaup væru mjög góðir og um undantekningar væri að ræða ef hlutirnir væru ekki í lagi. „Við höfum tekið ákvarðanir um ýmislegt til úrbóta upp á síðkastið, m.a. vegna þeirrar gagnrýni sem kom fram í Kastljósi nýverið. Við erum með gæðakerfi sem er í stöðugri endurskoðun, þar með talið verklagsreglur. Við höfum sett af stað nokkuð stóran starfs- hóp hérna innanhúss, sem í samráði við Rík- isendurskoðun og Ríkiskaup mun fara yfir alla verkferla í sambandi við kaup fyrirtæk- isins á vörum og þjónustu. Það er til þess að tryggja tvennt: að það séu ekki hagsmuna- tengsl og að hagstæðustu kjörin náist á hverj- um tíma. Þar erum við ekki síst að horfa á smærri verk, sem eru undir útboðsskyldu- mörkum. Þar gætu örútboðin innan ramma- samninga Ríkiskaupa hentað okkur vel í mörgum tilvikum,“ sagði Hreinn. Vegagerðin er með 20 starfsstöðvar um land allt. Hreinn segir að yfirmönnum á hverju svæði hafi verið falið að fara yfir það hvernig viðskiptum er háttað varðandi kaup á vöru og þjónustu. „Það er gert til þess að tryggja hæfi starfsmanna og að engin tengsl séu á milli þeirra og verksalans og sömuleiðs hvernig staðið er að viðskiptum í sambandi við hin smærri verk, sem eru ekki útboðs- skyld,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri. Vegagerðin hyggst bæta verkferla  Vegamálastjóri segir að breytingar verði gerðar í samráði við Ríkiskaup og Ríkisendurskoðun Vegagerðin Vegagerðin er með tuttugu starfsstöðvar, sem dreifast um land allt. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is AUDI A3 SPORTBACK 11/2007, ekinn 83 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur. Verð 2.490.000. Raðnr.253014 áwww.BILO.is SUZUKI SWIFT GL 06/2010, ekinn 78 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.580.000. Raðnr.285257 á www.BILO.is VW CADDY LIFE 10/2006, ekinn 162 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 1.390.000. Raðnr.285361 á www.BILO.is CITROEN BERLINGO VAN DIESEL 01/2008, ekinn 81 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.280.000. Raðnr.252750 áwww.BILO.is RENAULT KANGOO EXPRESS 03/2006, ekinn 98 Þ.km, diesel, 5 gíra. Verð 1.090.000. Raðnr.310728 áwww.BILO.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.