Morgunblaðið - 09.01.2015, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
✝ SveinbjörnIngimundarson
fæddist að Yzta-
Bæli, A-Eyjafjöll-
um, 1. september
1926. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Reykjavík 30. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Ingiríður Eyj-
ólfsdóttir frá Efra-
Hrútfellskoti, A-
Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu,
f. 19.6. 1889, d. 25.8. 1968, og
Ingimundur Brandsson frá
Yzta-Bæli, f. 9.8. 1889, d. 16.7.
1973. Systkini hans voru: Elín
Guðrún Ingibjörg, f. 16.9. 1914,
d. 25.10. 1984, Sigríður Sigurlín,
f. 11.10. 1917, d. 7.5. 1997, Tóm-
as Ólafur, f. 22.7. 1919, d. 18.7.
2010, og Karolína Kristbjörg, f.
27.2. 1925.
Sveinbjörn giftist Eygló
Markúsdóttur frá Borgareyrum,
V-Eyjafjöllum, 10.7. 1933, þann
27. desember 1952 og eignuðust
þau átta börn. 1) Örn, f. 30.9.
1951, maki Guðrún Ólöf Guð-
mundsdóttir, f. 10.3. 1954,
þeirra börn a) Björk, f. 30.11.
1977, maki Jónas Bergmann
Magnússon, f. 21.11. 1975,
þeirra börn 1a) Magnús Berg-
mann, f. 9.10. 1998, 2a) Birgitta
Saga, f. 12.8. 2002, 3a) Örn Vik-
ar, 5.6. 2007, 1b) Hrönn, f. 30.3.
Selmu Filippusdóttur, f. 10.9.
1961, þeirra synir eru 4a) Fann-
ar Freyr, f. 21.8. 1985, 4b) Ísak,
f. 8.11. 1995, 4c) Ívar, f. 8.11.
1995. 5) Ingimundur, f. 4.1.
1960, börn hans og Guðrúnar le
Sage deFontenay, f. 18.9. 1962,
eru 5a) Guðrún Birna, f. 3.12.
1981, maki Áki Hermann Bark-
arson, f. 30.10. 1978. Þeirra
dóttir er 5a) Sigríður Sjana Áka-
dóttir, f. 12.7. 2013, 5b) Jóhann
Jean, f. 20.4. 1988. 5c) Ólöf Sess-
elja, f. 13.8. 1994. 6) Hrafn, f.
22.12. 1961, maki Anna Dóra
Pálsdóttir, f. 7.7. 1964, þeirra
börn eru 6a) Leó Páll, f. 9.4.
1985, maki Eva Hrund Heim-
isdóttir, f. 31.8. 1981. 6b) Þór-
hildur Margrét, f. 15.11. 1990,
maki Haukur Hermannsson, 4.7.
1990, 6c) Eygló Ýr, f. 5.10. 1992.
7) Ester, f. 9.9. 1963, synir henn-
ar og Óskars Jónssonar, f. 4.6.
1960, d. 19.2. 1990, eru: 7a)
Markús, f. 15.9. 1986 og 7b) Jón
Sveinbjörn, f. 22.2. 1990. Sam-
býlismaður Magnús Sigurðsson,
f. 4.11. 1964, þeirra sonur er 7c)
Bjarki Snær, f. 8.1. 1999. 8)
Helga Sif, f. 7.3. 1972, maki
Haukur Örn Jónsson, f. 27.5.
1972, þeirra synir eru 8a) Davíð
Þór, f. 18.4. 1996, 8b) Ásmundur
Helgi, 13.6. 2000, 8c) Arnar Pét-
ur, f. 10.3. 2003, 8d) Björn Egg-
ert, f. 17.12. 2004.
Sveinbjörn starfaði sem bóndi
í Ysta-Bæli, A-Eyjafjöllum, flutti
þaðan á Seltjarnarnes og var
síðast búsettur í Hafnarfirði.
Útför Sveinbjörns fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9.
janúar 2015, og hefst athöfnin
kl. 13.
1984, maki Haukur
Ísfeld Ragnarsson,
f. 20.8. 1984. 2)
Óskírður sonur, f.
3.4. 1953, d. 4.4.
1953. 3) Sigurður
Ingi, f. 9.4. 1954,
hans börn og Heiðu
Bjargar Scheving,
f. 20.6. 1960 eru 3a)
Hrund, f. 12.2.
1978, maki Har-
aldur Pétursson, f.
17.6. 1979, börn hennar og Jóns
Helga Sveinssonar, f. 28.3. 1979,
1a) Selma Rún, f. 8.9. 2004 og
2a) Magnús Heiðar, f. 29.5. 2007,
3b) Eygló, f. 4.11. 1983, dóttir
hennar og Kjartans Arnald
Hlöðverssonar, f. 12.2. 1980, er
1b) Sveinbjörg Júlía, f. 11.7.
2004, maki Guðmundur Már
Einarsson, f. 24.4. 1982, þeirra
dóttir Anna Leyla Scheving
Guðmundsdóttir, f. 13.2. 2014,
Dætur Sigurðar Inga og Katr-
ínar Guðjónsdóttur, f. 7.7. 1964,
eru: 3c) Sunna, f. 26.5. 1987;
hennar sonur og Davíðs Þórs
Vilhjálmssonar, f. 5.8. 1985, er
1c) Þór, f. 7.6. 2005; maki Þór-
arinn Ágúst Pálsson, f. 3.3. 1983,
þeirra börn 2c) Ronja Margrét,
f. 11.5. 2009, 6c) Katrín Una
Þórarinsdóttir, f. 24.5. 2012, 3d)
Sigrún, f. 14.3. 1989, 3e) Hrefna,
f. 15.7. 1990. 4) Markús Gunnar.
f. 6.12. 1956, börn hans og
Hlusta eftir æðri ómum,
eignast frið á kaldri jörð.
Flyt til himins bæn með blómum,
berðu drottni þakkargjörð.
(SI)
Sveinbjörn Ingimundarson,
faðir minn, var leystur frá
margra ára erfiðum veikindum
og heldur á vit nýrra ævintýra
sem enginn sögumaður hefur
fengið að flytja okkur eftirlif-
endum.
Pabbi var rammur að afli og
lyfti og dró til heyvagnana
hlaðna, stökk heljarstökk rétt
fyrir 70 ára afmælið.
Sveinbjörn var þúsundþjala-
smiður, hann lærði bókband og
batt m.a. inn fyrir bókasafnið
að Skógum. Hann dúk- og
teppalagði og var mjög laginn
við viðgerðir á vélum, átti log-
suðu- og rafsuðuvélar, svo var
smíðað bæði úr járni og viði.
Þessi vinna átti miklu betur við
hann en umhirða skepnanna.
Hann elskaði blómin, smá-
fuglana og landið sitt Ísland.
Þrátt fyrir miklar annir gaf
hann sér tíma til að sinna
menningu, leika hjá leikfélag-
inu, semja skemmtiefni og
samdi alla tíð mikið af vísum,
var félagi í kvæðamannafélag-
inu Iðunni. Allt sem hann las
mundi hann og gat flutt með
tilþrifum. Það var mjög
skemmtilegt að tala við pabba,
því hann var víðlesinn og fylgd-
ist vel með því sem var að ger-
ast í kringum hann. Hann var
mjög pólitískur og varð aldrei
svo veikur að hann treysti sér
ekki til að nýta kosningarétt
sinn.
Hann var mjög næmur á
mannlega líðan og alltaf tilbú-
inn að leggja sitt af mörkum til
að láta öðrum líða betur. Síðari
ár var heyrnin léleg og sjónin
nær farin en hann kom á óvart
því sýn hans var opin á tíðnir
og strengi sem bærast í brjóst-
um og sá því oft og tíðum það
sem öðrum var hulið.
Hann hafði mikla ánægju af
fjölskyldunni og var okkur
börnunum sínum vinur og fé-
lagi alla tíð. Áramótin voru
hans tími, þar sem álfar og
huldufólk voru á ferli og söng
hann áramótalögin með mikilli
gleði. Safnað var í brennu og
dansað í kringum bálið, en þeg-
ar við fórum tóku álfarnir við
og gátum við börnin séð þegar
eldurinn blossaði upp aftur þeg-
ar álfarnir bættu brenni á eld-
inn.
Ekki er hægt að tala um
pabba nema að minnast á
mömmu því tenging þeirra var
svo sterk og falleg.
Þau voru bæði mjög trúuð og
oft leitað til þeirra með fyr-
irbænir. „Sannlega, sannlega
segi ég yður: Sá sem trúir á
mig, mun einnig gjöra þau verk,
sem ég gjöri. Og hann mun
gjöra meiri verk en þau, því ég
fer til föðurins. Og hvers sem
þér biðjið í mínu nafni, það mun
ég gjöra, svo að faðirinn veg-
samist í syninum.“ (Jóh. 14:6-
13)
Föður minn og móður kveð
ég ekki, heldur lifa þau í minn-
ingunni með mér í daglegu
amstri. Bæði uppeldið og arf-
berinn leggja mér línur og
minnsta hreyfing færir mér
minningar um ljúfa vegferð
þessara heiðurshjóna.
Í hjarta mér ríkir þakklæti
fyrir gæsku og gleðinnar stund-
ir. Hátt var oft hlegið, djúp sú
viska sem miðluð var af kær-
leika, en mest um vert er mér
sú vissa að sólina þína, „Eyg-
lóina“, finnur nú aftur er augun
ljúkast að kveldi.
Vonir glæðast, vinir sjást,
vekjast nýir eldar,
verður allt sem áður brást,
aukast ljós er kveldar.
(SI)
Kveðja frá Markúsi G. og
fjölskyldu. Guð ykkur geymi
gegnum ár og aldir.
Ester Sveinbjarnardóttir.
Afi var einn af þessum mönn-
um sem voru ef til vill fjötraðir
af sínum tíma og aðstæðum.
Hann var bóndi en hefði sómt
sér vel sem fræði- og mennta-
maður á hvaða menntastofnun
sem er enda fjöllesinn og góð-
um gáfum gæddur. Þannig man
ég best eftir honum. Lesandi
við hvert það tækifæri sem hon-
um gafst á milli bústarfa og
auðfús til að miðla af þekkingu
sinni á fólki, landi og sögu.
Hann sagði sögur og fór með
ljóð með þessari séstöku hrjúfu
rödd sem átti einhvern veginn
svo vel við hann svona lítinn,
grófan og veðraðan.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast afa mín-
um og ömmu á þann hátt að
geta sagt að þau hafi sann-
arlega kennt mér mikið og mót-
að mig sem persónu. Á hverju
sumri frá því að ég man eftir
mér ferðaðist ég um langan veg
eins og farfuglarnir til að heim-
sækja ömmu og afa í sveitina.
Yzta-Bæli var mér sannkölluð
paradís, full af ævintýrum á
hverjum degi og reyndist vistin
mér alltaf góð. Þetta var heldur
engin venjuleg vist. Afi og
amma voru ekki mikið að þræla
þessum barnabörnum sínum út
við sveitastörfin og þrátt fyrir
að við værum fús til að rétta
þeim hjálparhönd einkenndist
sumarið mest af töfrum og
gæsku afa og ömmu.
Afi samdi mikið af ljóðum og
kunni fleiri ljóð, stökur, vísur
og kvæðabálka en ég hef tölu á.
Hann fór afar vel með kveð-
skap og alltaf voru ljóð svo fal-
leg og kraftmikil í hans flutn-
ingi. Oft lauk þeim með brosi
eða hlátri sem virtist koma svo
djúpt úr sálinni að manni vökn-
aði um augun.
Eftir að hann fluttist úr
sveitinni í Álfaskeiðið með
ömmu kynntist ég svo nýjum
manni. Manni sem gat loksins
gefið sér tíma til að njóta og
gefa. Þegar við komum í heim-
sókn til ykkar ömmu sast þú
oftast við skrifborðið um-
kringdur bókum frá lofti og
niður á gólf. Þá var svo gaman
að tala um allt á milli himins og
jarðar. Frásagnir frá liðnum
tíma, draugum, álfum og yf-
irnáttúrulegum öflum. Það bjó
svo margt í honum og í kring-
um hann sem ekki öllum er gef-
ið að sjá og skilja. Hvernig
hann las í veður og náttúruna.
Hvernig hann hjálpaði fólki á
öllum tilverustigum með fyrir-
bæn og visku. Hvernig hann
virtist sjá inn í sálina á manni
en fór samt svo vel með það.
Svo margt sem gerir bónda á
litlum bæ undir Eyjafjöllum að
minnisstæðasta og magnaðasta
manni sem ég hef kynnst. Þeg-
ar við hittumst var alltaf eins
og ég væri komin heim og eftir
að við misstum ömmu var eins
og hún lifði í honum. Traust
faðmlag, Yzta-Bælis-koss og
ánægjulegt murr var svo þægi-
lega kunnugt og gott. Mér
fannst við oft tengjast á ein-
hvern óútskýranlegan hátt, sér-
staklega núna seinni ár. Gott
dæmi um það er þegar við hitt-
umst í allra síðasta sinn á
þessu tilverustigi. Þegar ég var
lítil var ég nefnilega vön að
segja að fyrst kæmi lóan, svo
kæmi spóinn og svo kæmi ég
og þá væri sumarið komið hjá
afa og ömmu. Þegar ég kom
þennan dag sátum við saman á
rúmstokknum og ég var að rifja
upp tímana á Yzta-Bæli og varð
mér þá hugsað til þessara orða.
Þú varst orðinn eins og skugg-
inn af sjálfum þér; veikur, kval-
inn, máttvana og þreyttur. Ég
hafði varla sleppt þessari hugs-
un minni um orð mín um vor-
boðana þegar hann reisir sig
upp og segir: „Hvernig var það
aftur sem þú sagðir: Fyrst
kemur lóan, svo kemur spóinn,
svo kemur þú og þá er vorið
komið hjá okkur.“ Með þessum
orðum kveð ég þig og ömmu.
Guð hefur geymt hana nógu
lengi fyrir þig og ég veit að
endurfundirnir verða ljúfir.
Núna er þínum vetri lokið og
vorið verður eilíft hjá ykkur
ömmu. Ég vona bara að vor-
boðarnir beri ykkur kveðju
mína. Þín afastelpa,
Björk Arnardóttir.
Það eru engin höf nógu djúp,
enginn dagur nógu bjartur og
ekkert ljóð nógu dýrt kveðið til
að lýsa Sveinbirni afa mínum.
Hans hlýja faðmlagi. Hans ein-
staka skopskyni. Hans hafsjó af
visku. Afi vissi nefnilega allt og
kunni allt. Hann var alvitur.
Enda sérlega víðlesinn maður
og fróðleiksþyrstur. Hann las
allt sem bar fyrir augu. Íslend-
ingasögurnar og Konungasög-
urnar allar. Skáldskap og ævi-
sögur. Ljóða- og vísnabækur.
Svo þegar sjónin brást honum
notaðist hann við hljóðbækur,
sem í seinni tíð voru stilltar á
hæstu stillingu svo ekki fór á
milli mála fyrir gesti. Það var
alltaf gott að heimsækja afa og
ömmu. Þau komu alltaf til dyr-
anna eins og þau voru klædd
með opinn arminn og buðu upp
á heimagerðar flatkökur, mjólk
og fyrsta flokks samtöl um lífið
og heimsmálin. Afi og amma
voru kannski ekki víðförul, en
þau voru heimsborgarar engu
að síður. Afi átti það til að
bresta í kveðskap þegar hann
talaði, máli sínu til stuðnings.
Hann var hnyttinn með ein-
dæmum og vísur hans hittu
alltaf beint í mark. Hann kunni
hundruð, ef ekki þúsundir vísna
og rímna. Hann var með djúpa
og flauelsmjúka röddu og bassi
hans fyllti herbergið og hverja
frumu þess sem hlustaði. Það
var enginn honum líkur. Og
verður aldrei.
Elsku yndislegi afi. Ég skrif-
aði þér eitt sinn í bréfi að ég
hefði klifið fjall eitt í Japan og
aldrei séð stjörnurnar skærari.
Fegurðin var alger og engri lík.
Það andartak leitaði amma svo
sterkt á mig að ég átti erfitt
með að halda aftur af tárum.
Nú hugsa ég til þín þegar ég lít
upp til stjarnanna. Ég mun
aldrei gleyma þér. Þín
Hrönn.
Það eru góðar minningar
sem ég á um elskulegan frænda
minn Sveinbjörn í Yzta-Bæli,
sem hefur nú kvatt okkur.
Minningarnar eru samofnar
æsku og uppvexti á næsta bæ,
Bökkunum, þaðan sem trítlað
var ótt og títt að leika við
frændsystkin í Yzta-Bæli. Kær-
leikur og viska eru orð sem
mér eru efst í huga um hann
frænda minn. Hann var fróð-
leiksbrunnur um sögu, menn og
málefni, fyrr og síðar og var
óspar á að segja okkur krökk-
unum sögur og miðla fróðleik
milli kynslóða.
Þakkir fyrir allt og allt á lífs-
ins vegferð og hin miklu og
góðu samskipti æskuára í Yzta-
Bæli hjá Sveinbirni og Eygló
standa eftir.
Ég og bræður mínir, Jón
Ingvar og Steinar, vottum
börnum, barnabörnum og að-
standendum öllum dýpstu sam-
úð.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Í dag er til moldar borinn
sómamaðurinn og frændi okkar
Sveinbjörn Ingimundarson frá
Ysta-Bæli.
Sveinbjörn var nágranni
okkar fjölskyldu allan búskap
foreldra okkar í Berjanesi og
var mikill og einlægur vinur
þeirra og hjálparhella. Þeir vin-
irnir, Sveinbjörn og Andrés,
hjálpuðu hvor öðrum þegar
þess þurfti með eins og gengur
í sveitinni og gott var að leita
til Sveinbjarnar þegar á bját-
aði. Ekki voru þær síðri vin-
konur Eygló og Marta.
Þær voru ófáar ferðirnar
sem hann átti að Berjanesi til
aðstoðar og þegar foreldrar
okkar voru orðin öldruð þá
komu börn hans einnig og að-
stoðuðu þau.
Sú aðstoð verður seint full-
þökkuð, sem þau heiðurshjón
Sveinbjörn og Eygló veittu for-
eldrum okkar í þeirra búskap.
Heimsóknir þeirra hjóna að
Berjanesi voru alltaf gleði-
stundir og margar góðar stund-
ir áttu þeir saman Sveinbjörn
og faðir okkar, þar sem sögur
voru sagðar, liðnir atburðir rifj-
aðir upp og vísur settar saman.
Með þessum orðum langar
okkur að þakka honum fyrir
vinskap, hjálpsemi og allt sem
hann gerði til að létta þeim líf-
ið. Betri nágranna er vart hægt
að hugsa sér. Blessuð sé min-
nig Sveinbjarnar.
Við sendum fjölskyldunni
allri samúðarkveðjur.
Páll, Kristín Hlíf og Katrín
Þorbjörg frá Berjanesi og
fjölskyldur þeirra.
Óðum fækkar í þeirri fylk-
ingu æskufólks sem óx á legg
undir Eyjafjöllum á þriðja tugi
20. aldar og þar er allra góðs
að minnast. Nú hefur Svein-
björn frá Ystabæli kvatt land
og lýð eftir gifturíkt ævistarf.
Heimili foreldra hans, Ingi-
mundar og Ingu, er mér fast og
kært í minni.
Ingimundur fræddi mig
manna best um ættir og mann-
líf 19. aldar undir Eyjafjöllum,
hress í bragði og skorinorður.
Inga var allra kvenna glöðust,
létt í máli og skemmtin á öllum
samfundum. Deyfð og drungi
áttu aldrei samleið með henni.
Öll börn þeirra báru með sér
blæ góðrar heimilismenningar.
Sveinbjörn og Eygló lágu
hvergi á liði sínu, hýstu býli sitt
af stórhug og vegsemd og
ræktuðu víða túnvelli. Ekki
gleymist hve gott var að sækja
þau heim. Hverjum gesti var
fagnað með hlýrri gleði og
gamanmálum. Margur átti hjá
þeim athvarf alúðar og auðnu.
Bæði prýddu samfélag sitt með
fagurri söngrödd. Glöggt man
ég hve bassarödd Sveinbjarnar
fór vel í söng. Eygló leiddi hjá
mér millirödd í kór Eyvindar-
hólakirkju, enda komin af bestu
söngætt í Rangárþingi, frá
Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þau
hjón eru nú horfin sýnum en
góðar minningar geymast.
Síðustu ár urðu Sveinbirni
erfið en traust minni og hlýr
hugur héldu velli.
Hann sleit ekki velvild til
mín í fjarlægðinni, jólakort bár-
ust að Skógum uns yfir lauk.
Eyfellingar minnast Svein-
bjarnar og Eyglóar í þökk.
Ættarsetrið Ystabæli minnir á
verk þeirra og gengnar gleði-
stundir. Umhverfið er óbreytt
með einni fegurstu fjallasýn
byggðarinnar og brimhljóðið er
rétt við bæjardyr.
Ég sendi börnum Ystabæl-
ishjóna og Kristbjörgu systur
Sveinbjarnar, samhuga honum
í góðvild, innilegar samúðar-
kveðjur og óskir um framtíð-
arheill.
Minningar um gott fólk eru
guðsgjöf.
Þórður Tómasson.
Þegar fregn berst um andlát
góðs vinar þá leitar hugurinn
til baka.
Svo er nú þegar Sveinbjörn
Ingimundarson í Yzta- Bæli er
genginn. Með þakklæti minnist
ég Sveinbjarnar, þakklæti fyrir
fölskvalausa vináttu við okkur í
Berjanesi gegnum árin. Fátt er
betra en góðir grannar og það
voru þau svo sannarlega hjónin
Sveinbjörn og Eygló í Yzta-
Bæli. Sveinbjörn var barngóð-
ur og nutu börnin mín þess í
ríkum mæli. Sveinbjörn var
fróður um sögu lands og þjóð-
ar. Í þann sjóð var oft gott að
leita. Hann var ljóðelskur og
gat vitnað í þau við hvaða atvik
sem upp komu. Tíminn leið oft
hratt við eldhúsborðið í Yzta-
Bæli í samræðum við Eygló og
Sveinbjörn og ætíð fór maður
fróðari þaðan. Sveinbjörn og
Eygló var gott heim að sækja
og til að leita.
Blessuð sé minning þeirra.
Samúðarkveðjur til allra að-
standenda.
Vigfús Andrésson,
Berjanesi.
Þegar ég heyrði að Svein-
björn hefði kvatt þessa tilveru
á síðasta degi ársins flæddu
fram minningar frá upphafi
vináttu okkar, þegar ég fyrst
hitti Sveinbjörn og konu hans
Eygló, sem lést árið 2009. Frá
fyrstu kynnum okkar í kart-
öflugörðunum ofan við Hval-
eyrarvatn fyrir rúmum fimm-
tán árum fannst mér ég eiga
athvarf hjá þessum nýju vinum
mínum á Álfaskeiðinu, þar sem
við gátum setið tímunum sam-
an í eldhúsinu og rætt um hvað
sem okkur datt í hug hverju
sinni. Eftir fráfall Eyglóar,
lífsförunautar og innilegs vinar
Sveinbjarnar, varð mikil og
þung breyting á tilverunni.
Sveinbjörn sagði mér þó oft að
hann fyndi fyrir nærveru henn-
ar, í vöku sem draumi, sem
gladdi hann mikið. Samtöl mín
við Sveinbjörn héldu áfram
með árunum og voru enn jafn
fjölbreytt og full áhuga. Fróð-
leiksþorsti og forvitni gamla
bóndans frá Yzta-Bæli, Austur-
Eyjafjöllum, var mikil og ein-
læg, sama hvar bar niður í
mannkynssögunni. Hann hafði
þann eiginleika að geta á ein-
lægan hátt upplifað þá furðu,
hrifningu eða húmor sem hann
skynjaði í löngu liðnum atburð-
um nær eða fjær eigin tilveru,
enda vel lesinn. Ég heillaðist af
þessari tilveruskynjun Svein-
bjarnar, sem gat lyft huga
hans langt yfir stað og stund
og fjarlægt hann oft frá erf-
iðum veruleika aldraðs manns
sem var á síðari árum bundinn
blóðskilun vegna nýrnabilunar.
Það var einstakt að geta rætt
við Sveinbjörn um dýpri og oft
erfiðari þætti tilveru mann-
anna, um hið óútskýranlega og
kraftinn sem á sér ótrúlegustu
birtingarmyndir. Þó svo við-
fangsefni okkar væru oft á
dýpri enda tilverunnar var
sjaldan langt í einstakan hlátur
Sveinbjarnar, sem kom jafnan
auga á húmor aðstæðna, sagna
eða minninga. Það er stór hóp-
ur fólks kominn frá Sveinbirni
og Eygló og söknuðurinn nær
víða á þessari stund. Fráfall
Sveinbjarnar í mesta skamm-
deginu felur í sér ljós þeirra
minninga sem þessi kæri vinur
hefur skilið eftir handa okkur
sem hann þekktu. Með söknuð
og þakklæti í huga kveð ég vin
minn Sveinbjörn Ingimundar-
son.
Svavar Jónatansson.
Sveinbjörn
Ingimundarson