Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 ✝ Guðjón Einarssonfæddist í Hafn- arfirði 13. febrúar 1921. Hann lést að Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. desember 2014. Foreldrar hans voru Einar H. Sigurðsson klæðskeri, f. 1882, d. 1961, og Þórunn Jóns- dóttur, f. 1888, d. 1973. Systkini Guðjóns voru: Valur, f. 1909, d. 1980, Kristbjörg, f. 1914, d. 2003, gift Benjamín H.J. Eiríkssyni, f. 1910, d. 2000, Jón, f. 1926, d. 2008, Egg- ert, f. 1926, d. 1999, kvæntur Rannveigu Þórólfsdóttur, f. 1929, þau skildu. Hinn 13. febrúar 1946 átti Guð- jón Eddu G. Ólafsdóttur með Höllu Sigríði Jónsdóttur, f. 21. júní 1921. Edda er gift Árna Sófussyni, f. 31. maí 1946. Þeirra börn eru: 1) Gunnar Örn, f. 21. desember 1965, kvæntur Karólínu Ósk Val- geirsdóttur, f. 4. febrúar 1966. Þeirra börn eru Guðbjörg Rut, Steinar Örn og Edda Rún. 2) Guð- rún Elísabet, f. 17. febrúar 1967, hún er gift Vilbergi Flóvent Sverrissyni, f. 14. júní 1967. Þeirra börn eru Kristín Helga og sem stofnuðu Orku. Um þrítugt fór hann í matreiðslunám hjá Tryggva Þorfinnssyni á Gilda- skálanum í Aðalstræti. Að loknu námi vann hann á Skovrider- kroen í Kaupmannahöfn og hjá Ragnari Þórðarsyni móður- bróður sínum í Glaumbæ. Þaðan fór hann í Múlakaffi þar sem hann var bryti við góðan orðstír. Í litla eldhúsinu fram- leiddu þeir mat sem saddi hungur yfir þúsund verkamanna á dag. Að loknum árunum í Múlakaffi fékk Jón Einarsson hann til starfa og nú fyrir verslunina Vogue sem Jón hafði stofnað nokkrum árum áður. Þar var Guðjón gjaldkeri um árabil. Síð- asti vinnustaðurinn var Bún- aðarbanki Íslands. Auk þessara starfa gegndi Guðjón ýmsum öðrum störfum. Hann fékkst við leiklist um árabil, fyrst sem ungur maður og eftir að hann fór á eftirlaun þá var hann með í nokkrum kvikmynd- um sem aukaleikari. Hann var ungur að árum sendur til Evrópu til þess að leita viðskipta- sambanda fyrir Ísland að afloknu stríðinu og fór meðal annars all- oft til Póllands. Auk þess var hann hirðkokkur hjá Halldóri og Auði á Gljúfra- steini. Útför Guðjóns fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 9. janúar 2015, kl. 13. Árni Flóvent. Hinn 17. júní 1950 kvæntist Guðjón Kristínu Eiríksdóttur, f. 29. september 1925, d. 15. jan- úar 2014. For- eldrar hennar voru séra Eiríkur Helgason, f. 16. febrúar 1892, d. 1. ágúst 1954, og Anna Elín Oddbergsdóttir, f. 11. júlí 1893, d. 5. maí 1953. Börn Guðjóns og Kristínar: 1) Eiríkur Guðjónsson Wulcan, f. 15. janúar 1954, kvæntur Ingibjörgu Haraldsdóttur, þau skildu. Dóttir þeirra er Kristín, f. 3. nóvember 1981. Síðari kona hans er Anna H. Wulcan, f. 23. júní 1956. 2) Anna Þ. Guðjónsdóttir, f. 23. júní 1957. Guðjón gekk í Miðbæjarskól- ann og var sendisveinn hjá Pönt- unarfélagi verkamanna en var 15 ára gamall tekinn inn á skrifstof- una þar sem hann starfaði undir leiðsögn Jens Figved og Jóns Ein- arssonar. Pöntunarfélagið breyttist í Kron 1937 og þar starf- aði Guðjón þangað til Kron féll í hendur framsóknarmanna. Þá fór hann með þeim félögunum Þegar afi var lítill uxu honum náttúrulegir slöngulokkar. Langamma fékkst engan veginn til þess að klippa þá og því var hann eins og lítill prins í búningamynd. Það er til mynd af honum þar sem hann stendur á stól og horfir opn- um augum í linsu myndavélarinnar. Lokkarnir hringa sig fullkomlega niður á bak. Afi hló meira og innilegar en gengur og gerist. Húmorinn var hans fyrsta viðbragð. Viðkvæðið: Upplagt! Amma stingur upp á að þau keyri út á Nef og viðri hundana. Upplagt! Viðkvæðið: Flott! Ég segist ætla að flytja til Tsjetsjeníu eða Trékyllisvíkur. Flott! Nærvera hans aldrei frek en allt- af stór og hlý og rúmaði ófáar veislur. Amma lagði á borðið og hann galdraði fram veitingarnar. Félagsverurnar sem þau voru og höfðingjar heim að sækja. Ég er með mynd af þeim á litla borðinu sem Nonni smíðaði í Bjarnanesinu. Þau eru yngri en ég er núna, skæl- brosandi andlit á litlum vængjuð- um kerúbum í Tívolíinu í Kaup- mannahöfn. Gjafmildi húmoristi, hógværa sjarmatröll, afbragðskokkur, ljúflingur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt afa sem fyrirmynd í mínu lífi og ég ætla að reyna að vera meira eins og hann, hlæja oftar og miklu fyrr. Ég veit líka að það var ekki fyrr slokknað á ljósinu hans en kviknaði á því hinumegin, hjá ömmu og Tínu og Snót og Óðni. Ég sé fyrir mér veisluhöldin, heyri hlátrasköllin, hundgána. Heyri að afi talar af sér við matarborðið. Sparkarðu í mig, kona? bætir hann við. Amma hlær. Kristín Eiríksdóttir. Fyrir mig hafa hjónin Guðjón og Stína verið samofin lífi fjöl- skyldu minnar svo lengi sem ég man eftir. Stína Eiríks eins og við kölluðum hana lést fyrir um ári og nú hefur Guðjón kvatt okkur, tæp- lega 94 ára gamall. Mamma og Stína Eiríks kynnt- ust í Svíþjóð árið 1946 þegar þær voru báðar í handiðnaðarskóla í Sätergläntan í Dölunum í Svíþjóð til að læra vefnað. Bakgrunnur þeirra var ólíkur en þær smullu saman. Heimkomnar 1948 settu þær vinkonur upp vefstofu í kjall- aranum í Barmahlíðinni. Einn dag- inn þar sem þær voru að vefa kom Guðjón til að hitta mömmu og eiga við hana spjall. Heimsóknin leiddi til þess að hann fékk þær stöllur með sér á bæjarrölt og sameigin- leg örlög Guðjóns og Stínu voru ráðin frá þeirri stundu. Pabbi kom stuttu seinna inn í líf mömmu og grunnur var lagður að áratuga langri vináttu fjölskyldnanna sem aldrei hefur borið skugga á. Fjörutíu árum seinna komu þær vinkonur, mamma og Stína, ásamt Guðjóni, í heimsókn til mín og fjölskyldu í Stokkhólmi. Auðvit- að var farið til Sätergläntan í Dal- arna og góðar æskuminningar rifj- aðar upp. Það var „svensk midsommar“ eins og best getur orðið á svæði þar sem hefðir hátíð- arinnar eru í hávegum hafðar. Eins og áður var einstaklega ljúft að umgangast Guðjón og Stínu og hver dagur sem glaðvær veisla. Það var aldrei leiðinlegt þar sem Guðjón var. Hlátur hans var smitandi og hann sá alltaf það skemmtilega og spaugilega í til- verunni. Mér eru minnisstæðar útilegur og ferðalög í æsku þegar fjölskyldurnar fóru saman út á land. Ég minnist einnig þeirrar gleði sem fylgdi heimsóknum Guð- jóns og Stínu á æskuheimilið í Vesturbrún eða heimsóknum okk- ar til þeirra eftir sunnudagsbíltúr- inn. Alltaf voru börnin hluti af þeim gleðskap, á einn eða annan hátt, og lagði grunn að vinskap fram á þennan dag. Guðjón lærði til kokks, enda þurfa allir að borða eins og hann sagði sjálfur. Meistarakokkur var hann og m.a. oft kallaður til að- stoðar af vinum sínum á Gljúfra- steini. Góður matur hæfði jú Nób- elsskáldi og gestum þeirra hjóna. Þær hafa einnig verið margar krásirnar sem hann hefur borið á borð fyrir okkur í fjölskyldunni. Þar skipti engu hvort um var að ræða máltíð í útilegu eða veislu- borð. Kræsingar voru fallega bornar fram og ávallt stutt í hlát- ur. Þegar ég og fjölskylda höfðum seinna hug á því að bjóða upp á þorramat í Stokkhólmi þá var ekk- ert sjálfsagðara en að leita til Guð- jóns. Hjálpsemi hans brást okkur ekki, þá fremur en endranær. Guðjón var mikill bókamaður og las mikið. Mamma og vinir þeirra hjóna nutu iðulega upplest- urs hans þegar þau hittust til að gleðjast saman, ásamt góðri mál- tíð sem hann að sjálfsögðu eldaði sjálfur. Þannig var Guðjón, ein- staklega elskulegur og skemmti- legur í daglegri umgengni við vini og kunningja – og börn vina sinna. Fyrir hönd mömmu og okkar allra í fjölskyldunni sendum við börnum Guðjóns og Stínu, Eiríki og Önnu, Stínu „litlu“ sonardóttur þeirra og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Eftir lifir minning um góðan mann og sam- heldin og skemmtileg hjón. Geir Gunnlaugsson. Guðjón Einarsson ✝ Sif Jónsdóttirfæddist í Reykjavík 20. des- ember 1964. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 1. janúar 2015. Foreldrar hennar eru Jón Bjarnar Sigvaldason, f. 1941, og Þórunn Ellertsdóttir, f. 1944. Bræður Sifjar eru: Sig- valdi Hafsteinn, f. 1961, maki Kristjana Jóhannesdóttir. Börn þeirra eru Jóhannes, Skúli og Elsa. Ellert, f. 1966, maki Kol- brún B. Snorradóttir. Börn þeirra eru Karen, Eyþór og Bjarki. Bjarnar, f. 1979, maki Noreen Jónsson. Sif giftist árið 2007 Guðmundi Ármanni Eggertssyni, f. 1965. Börn þeirra eru: 1) Arnar Jón, f. 2001. 2) Katrín Ósk, f. 2006. For- eldrar Guðmundar: Eggert Guð- mundsson, f. 1931, og Ásdís Skúladóttir, f. 1936, d. 1982. Systkini Guðmundar eru: Óli Már, f. 1962, maki Eydís Dögg Sigurðardóttir. Börn: Anna Mar- grét, Ása Októvía og Þórunn Una. Vignir, f. 1963, maki Lilja Björk Kristjánsdóttir. Börn: Hrefna Rún, Kristján Páll, Ásdís Huld og Heiðrún Arna. Birna, f. 1969, maki Rúnar Hrafn Ingimars- son. Börn: Freyja og Fjóla. Sif bjó fyrstu æviárin í Reykjavík en fluttist svo til Ísa- fjarðar og bjó þar til sjö ára ald- urs og fluttist svo til Keflavíkur og lauk sinni grunnskólagöngu þar. Um tíma bjó hún í Dan- mörku, Bandaríkjunum og Ítal- íu. Bjó svo á höfuðborgarsvæð- inu. Sif var lærður nuddari og stundaði þá starfsgrein um margra ára skeið og allt til ævi- loka, samhliða því starfaði hún einnig hjá póstinum og við heimaþjónustu. Útför Sifjar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 9. janúar 2015, kl. 13. Það er með sárum söknuði að við kveðjum Sif, sem á nýársdag yfirgaf hið jarðneska líf og hélt til hærri heima ljóss og fegurðar. Sifjar verður sárt saknað en hún hefur um nokkurra ára skeið tek- ið þátt í starfi Guðspekisamtak- anna í Reykjavík og lagt sitt af mörkum við að skapa betri heim með ljósi, kærleika og heilun. Sif tók örlögum sínum með miklu æðruleysi. Það voru ekki margir sem vissu að heilsu hennar hrak- aði vegna veikinda því ekki bar hún líðan sína á torg. Umhyggja hennar, greiðvikni og hlýlegt við- mót fór þó ekki fram hjá þeim sem áttu í samskiptum við Sif og varpa birtu á minningu hennar. Við biðjum góðan Guð að veita Guðmundi, eiginmanni Sifjar, og ungum börnum þeirra styrk og hugarró í þeirra djúpu sorg nú þegar Sif hefur kvatt þennan heim alltof fljótt. F.h. Nýju Avalonmiðstöðvar- innar og Guðspekisamtakanna, Eldey Huld Jónsdóttir. Sif Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS SELMA SIGURÐARDÓTTIR, frá Hofi, Eyrarbakka, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 31. desember. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík föstudaginn 9. janúar kl. 13:00. Jarðsett verður í Eyrarbakkakirkjugarði 10. janúar. . Björgvin Konráðsson, Sigurbjörg Árnadóttir, Jónina Konráðsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, Grétar Einarsson, Hinrik Sigurjónsson, Jessica Sigurjónsson, Friðrik Sigurjónsson, Þuríður Gunnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR NÍELS ELÍASSON, Siggi El., Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, lést laugardaginn 27. desember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða. Sveinsína Andrea Árnadóttir, Árni Sigurðsson, Hrefna Grétarsdóttir, Klara Sigurbjörg Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Margrét J. Birkisdóttir, Gylfi Sigurðsson, Arndís Baldursdóttir og fjölskyldur. Elskuleg systir mín og frænka okkar, KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR, Grænumýri 18, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 5. janúar. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 16. janúar kl. 10.30. . Ólöf Ingunn Ingólfsdóttir, Jakob Hjaltalín, Hómfríður Arnbjörnsdóttir, Kristín Hjaltalín, Sigurður Líndal Arnfinnsson, Ingólfur Hjaltalín, Dóra Hafliðadóttir. ✝ RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Kolsstöðum, lést mánudaginn 15. desember á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður á Gilsbakka. Fyrir hönd ættingja og vina, Ásgeir Sigurðsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÍSA PÉTURSDÓTTIR áður til heimilis að Hafnarstræti 47, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 2. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur þakka af heilum hug þeim sem veitt hafa henni aðstoð undanfarin ár. Sigrún Helga Guðjónsdóttir, Pétur Örn Guðjónsson, Kristján Jón Guðjónsson, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Oddgeir Eysteinsson og fjölskyldur. ✝ Elsku sonur okkar, faðir og bróðir, NÚMI MAGNÚSSON sem andaðist föstudaginn 2. janúar, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð sonar hans, Arons Óla Öddusonar, 151210 3250 - 0347 - 18 - 950074. Útförinni verður útvarpað á Trölla 103.7 og á netvarpi trolla.is Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug. Agnes Númadóttir, Magnús G. Ólafsson, Aron Óli Ödduson, systkini og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR EINARSSON tannlæknir, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. janúar. Margrét Þóroddsdóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Einar Albert Sverrrisson, Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir, Jónas Sturla Sverrisson, Margrét H. Hansen, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Pia Hansson, Þór Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR Helluvaði 9, lést á Vífilsstöðum laugardaginn 3. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.00. Þórarinn Óskarsson, Þorbjörg Jósepsdóttir, Guðjón Óskarsson, Snjólaug Soffía Óskarsdóttir, Hrafn Þórir Hákonarson, Ragna Fanney Óskarsdóttir, Kristján Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.