Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
✝ Hjördís SelmaConstance Sig-
urðardóttir fædd-
ist í Slagelse í
Danmörku 12. jan-
úar 1924. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 31.
desember 2014.
Foreldrar Hjör-
dísar voru Ólöf
Kristjánsdóttir, f. í
Reykjavík 29. sept-
ember 1902, d. í Reykjavík 6.
apríl 1981, hún var ljósmóðir,
og Sigurður Arngrímsson, f. í
Arnarnesi í Hornafirði 28.
ágúst 1885, d. í Reykjavík 10.
október 1962, ritstjóri og
skáld. Börn Hjördísar voru
Björgvin Konráðsson, f. 26.11.
1943, maki Sigurbjörg Árna-
dóttir, f. 1948, Jónína Konráðs-
dóttir, f. 23.7. 1945, maki
Gunnar Gunnarsson, f. 1941,
Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, f.
26.9. 1947, maki Einar Grétar
Einarsson, f. 1945, Hinrik Sig-
urjónsson, f. 18.10. 1950, maki
Guðlaug Ragnhildur Úlfars-
dóttir, f. 1952, d. 1987, Ólafur
Jósef Sigurjónsson, f. 30.3.
vík á Snæfellsnesi 17.4. 1912
og lést 2.1. 1999. Bræður Hjör-
dísar voru þrír, allir fæddir á
Seyðisfirði, Bragi, f. 3.9. 1926,
d. 13.10. 2000, lögfræðingur,
Kristján, f. 19.4. 1930, d. 2.1.
2012, íþróttakennari, og Arn-
grímur, f. 11.2. 1933, kennari.
Hjördís bjó með Konráði
Jónssyni, fyrri manni sínum, að
Vatnsholti í Staðarsveit uns
hann lést, en flutti síðar að
Búðum þar sem hún bjó með
seinni manni sínum, Sigurjóni
Einarssyni. Þar bjuggu þau
hjón til ársins 1953 er þau
fluttu til Hellissands þar sem
þau áttu heimili til ársins 1967,
er flutt var til Eyrarbakka þar
sem Sigurjón hafði fengið
vinnu sem fangavörður. Á Eyr-
arbakka bjuggu Hjördís og
Sigurjón meðan hann lifði og
að honum gengnum, árið 1999,
flutti Hjördís til Reykjavíkur
þar sem hún átti heimili að
Arahólum 2. Þar bjó Hjördís
meðan hún hafði krafta til, en
frá miðju ári 2011 var hjúkr-
unarheimilið Sóltún heimili
hennar og þar lést hún eftir
erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Útför Hjördísar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 9. janúar
2015, kl. 13. Jarðsett verður á
Eyrarbakka á morgun, 10. jan-
úar 2015, og hefst athöfnin þar
kl. 13.
1955, d. 1.4. 2009,
maki Jessica Sig-
urjónsson, f. 1968
og Friðrik Sig-
urjónsson, f. 9.3.
1958, maki Þur-
íður Gunn-
arsdóttir, f. 1960.
Barnabörnin voru
14, Brynjar, Hjör-
dís Selma og Örn
Ingi Björgvins-
börn, Hjördís
Björg og Pétur Thor Gunn-
arsbörn, Leifur Einar og Mar-
grét Helga Einarsbörn, Joa-
kim, Úlfar og Ruth
Hinriksbörn, Jósef Natan
Ólafsson og Gunnar Ingi, Sig-
urjón og Selma Friðriksbörn.
Langömmubörnin voru 26.
Hjördís var tvígift og var
fyrri maður hennar Konráð
Breiðfjörð Jónsson, bóndi, frá
Vatnsholti í Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi. Konráð fæddist 11.8.
1914 í Bjarnarhöfn og lést
24.10. 1946. Seinni maður
hennar var Sigurjón Einarsson,
lengst af fangavörður á Litla-
Hrauni. Sigurjón fæddist í
Syðri-Knarrartungu í Breiðu-
Síðastliðinn gamlársdag lést
tengdamóðir mín, Hjördís Sig-
urðardóttir, eftir langa og erf-
iða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar
sem hún hafði dvalið undanfar-
in þrjú og hálft ár. Það var ljós
sem lýsti aðeins skugga veik-
indanna að vita til þess að vel
var að henni búið og umönn-
unin var fyrsta flokks, en því
verður ekki gleymt að þar
bættu þær systur Jónína og
Konný um betur með óbilandi
og óþreytandi vinnusemi og al-
úð við móður sína. Ég ímynda
mér að Almættið líti til slíkra
verka þegar að skuldadögunum
kemur og þurfa þær systurnar
þá engu að kvíða.
Hjördís var einhver sá mesti
höfðingi heim að sækja og með
að gleðjast sem ég get ímyndað
mér. Þær eru óteljandi ferð-
irnar sem farnar voru í hennar
boði austur að Hofi á Eyrar-
bakka. Gestrisnin og örlætið
voru slík að manni hraus jafn-
vel hugur við að þiggja, en á
það var að sjálfsögðu ekki
hlustað og alltaf var farið á
Bakkann. Helst er að minnast
ferða þangað um jólin þegar
öllu var til tjaldað þannig að
helst líktist höfðingjasamkom-
um í fornum sögum. Enn þann
dag í dag minnast barnabörn
Hjördísar ferða sinna til ömmu
á Eyrarbakka og þarf ekki
lengi að eggja til að fram komi
sögur um ánægjulegar ferðir
og dvalir.
Að baki öllum heimboðunum
og áhuga hennar á stórfjöl-
skyldunni var ósköp einföld
hvöt, en það var áhugi á velferð
fjölskyldunnar og öllu mann-
legu. Þessi áhugi hafði þá birt-
ingarmynd að vilja blanda geði
við fólk og deila áhugamálum
sínum með öðrum. Þessi áhugi
var einlægur þegar kom að fjöl-
skyldunni og velferð hennar og
ef börn hennar voru ekki nógu
fljót við að hafa samband við
hana til að láta vita hvað væri
að gerast, hikaði hún ekki við
að hringja og inna eftir því sem
fréttnæmt var hverju sinni.
Tengdamóður minni var
aldrei rétt neitt á silfurfati, eða
neinu fati yfirleitt. Hún varð að
hafa fyrir hlutunum, en það var
ætíð gert með reisn og án síf-
urs. Hún vann við það sem
bauðst í venjulegum sjávar-
þorpum og var helst þá um að
ræða vinnu við fisk. Slíkri
vinnu sinnti hún áratugum
saman, auk þess að sinna heim-
ili sínu.
Áhugamál Hjördísar voru
söngur og tónlist. Sjálf var hún
vel lagtækur píanóleikari og
hvergi áði hún án þess að
syngja og taka þátt í kórstarfi.
Þannig tók hún virkan þátt í
starfi kirkjukórsins í Ingjalds-
hólskirkju á Snæfellsnesi, hún
söng með Samkór Selfoss, með
kirkjukórnum á Eyrarbakka og
síðasti kórinn, sem varð þeirrar
lukku aðnjótandi að fá Hjördísi
til liðs við sig var Gerðuberg-
skórinn í Breiðholti. Þar stóð
hún meðan stætt var og söng
Guði sínum til dýrðar og sjálfri
sér og öðrum til ánægju og
gleði. – Og alltaf var hún jafn
óaðfinnanlega fín til fara, þessi
flotta kona.
En nú skilur leiðir tímabund-
ið og það skipti hana tengda-
móður mína miklu, að ekki yrði
syrgt úr hófi, þetta væri jú
bara tímabundið ástand.
Við sættum okkur því við
þennan tímabundna aðskilnað,
en það mun víst, að Hinn
Hæsti, sem allt sér, allt veit og
öllu ræður mun leiða þennan
ötula þjón sinn til sætis þar
sem ljósið skín skærast.
Gunnar Gunnarsson.
Á síðasta degi ársins 2014
fór dásamleg manneskja á betri
stað.
Amma var stór partur af lífi
mínu og allra þeirra sem hún
snerti. Margar af mínum kær-
ustu æskuminningum urðu til
hjá ömmu og afa. Ótal helgar
og vikuferðir austur á Eyrar-
bakka til hennar og afa, háa-
loftið á Hofi þar sem sofið var
undir súð, annar í jólum á
bakkanum, krabbaleit í fjör-
unni, sprangað á innsiglingar-
merkinu, hættuferðir í kríu-
varpið, gæsirnar í garðinum,
bland í poka og húbba búbba
hjá Guðlaugi kaupmanni,
heimabakaðir kanilsnúðar,
smjörkökur og risastór mjólk-
urglös. Annarri eins endalausri
ást, hlýju og þolinmæði hafði
ég og mun ég líklega aldrei aft-
ur kynnast.
Þegar kom að óumflýjan-
legri heimferð frá bakkanum
klikkaði amma aldrei á því að
vinka manni úr forstofuglugg-
anum og síðan úr eldhúsglugg-
anum alveg þangað til maður
hvarf sjónum þó hún hafi þeg-
ar verið búin að knúsa mann
og kjassa endalaust við brott-
för. Í þetta skiptið ert það þú
sem kveður, elsku amma. Ég
vildi að ég gæti fengið ömmu-
knús og koss á vangann og svo
vinkað þér núna, svona eins og
þú gerðir alltaf en ég býst við
að ég verði að láta ömmu-
knúsið duga þegar ég hitti þig
aftur.
Ég sakna þín meira en orð
fá lýst en minnist þín með
hjartað fullt af gleðilegum
minningum og skilyrðislausri
ást. Hvíl í friði, elsku amma.
Pétur Thor
Gunnarsson.
Hjördís
Sigurðardóttir
✝ Sigurður Guð-jónsson fædd-
ist í Reykjavík 31.
maí 1945. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi hinn 25.
desember 2014.
Foreldar Sigurðar
voru Guðjón Jó-
hannsson, f. 2.6.
1906, d. 3.2. 1966,
verkamaður í
Reykjavík, og Sigríður Gunn-
arsdóttir húsfreyja, f. 28.6.
1906, d. 9.12. 1990. Alsystkin
Sigurðar voru Gyða, f. 29.9.
1926, d. 3.1. 2012;
Guðjón, f. 19.11.
1928, d. 8.4. 2014;
Ragnheiður, f.
13.9. 1930, d. 17.2.
1939; Haukur, f.
30.1. 1935, d. 22.2.
1935; Ragnar Jó-
hann, f. 12.11.
1940, d. 2.2. 2011.
Hálfsystir Sig-
urðar er Erna
Guðjónsdóttir, f.
3.2. 1931.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 9. janúar
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Siggi var mikið kraftaverk.
Hann fæddist á Vesturgötu 10
og vó tæpar þrjár merkur við
fæðingu. Þessum ófullburða
dreng var vart hugað líf. Vafinn
í bómull var hann lagður í skó-
kassa við ofninn til að fá yl. Svo
agnarsmár en seigur. Með mik-
illi umhyggju náði hann að
þroskast og verða að tápmiklum
prakkara. Þegar Siggi var fimm
ára flutti fjölskyldan á Bræðra-
borgarstíg 55. Þar bjó hann uns
hann keypti sér íbúð á Brávalla-
götunni um þrítugt.
Öll okkar uppvaxtarár var
Siggi nálægur. Hann var barn-
góður, mikill sprellari og hafði
gaman af að atast með okkur.
Fyrstu árin bjuggum við í sama
húsi en síðar sem nágrannar og
mikill samgangur á milli. Siggi
var mikil félagsvera en hafði
líka þörf fyrir að vera út af fyr-
ir sig. Hann vildi alls ekki fá sér
síma og þrjóskaðist við fram til
1990 og þá fóru hlutirnir að
breytast. Síðustu árin var hann
með þrjá farsíma auk heima-
síma, svo það var alltaf hægt að
ná í kallinn. Hann var líka dug-
legur að hringja í okkur. Á
merkisdögum og afmælum
hringdi Siggi. Skemmtilegast
þótti honum að hitta á fæðing-
arstundina og rifja upp daginn.
Með sömu hlýju og væntum-
þykju fylgdist hann með afkom-
endum okkar og urðu böndin
milli okkar sterkari með árun-
um.
Veðrið skráði Siggi sam-
viskusamlega kvölds og morgna
til margra ára. Veðuráhugi hans
tengdist líka öðru áhugamáli,
flugvélum og flugi. Hann hóf
flugnám og tengdist fluginu
órjúfanlegum böndum. Nær alla
starfsævina vann hann hjá FÍ/
Flugleiðum á Reykjavíkurflug-
velli, í flugfrakt og sem bíl-
stjóri.
Siggi var einstaklega minn-
ugur og hafði gaman af mörgu.
Hann fylgdist vel með bæði
fréttum og dægurmálum í öllum
fjölmiðlum.
Siggi var vel liðinn hvar sem
hann kom og það sem einkenndi
hann var léttleiki, umhyggja og
þakklæti. Hann var lungnaveik-
ur til margra ára og dagarnir
misjafnir. Á erfiðum dögum
sagði hann gjarnan „nú er kall-
inn alveg sprunginn“. Húmor-
inn aldrei langt undan og aldrei
gafst hann upp. Hann bar alltaf
von í brjósti um að dagurinn á
morgun yrði betri.
Það var stutt á milli fráfalls
systkinanna, tæp fjögur ár. Þeir
bræður sem eftir voru á þessu
ári, Gaui (pabbi) og Siggi, vissu
báðir að degi var tekið að halla.
Þeir ræddu saman daglega og
var það þeim báðum mikill
styrkur. Verulega dró af Sigga
á þessu ári. Það var honum
mikils virði að vera heima og
það gekk með góðu stuðnings-
neti.
Auk sinna nánustu átti hann
trausta vini og góða nágranna.
Það leið varla sá dagur hin síð-
ustu ár að hann fengi ekki
heimsóknir eða símtöl. Í
lungnateymi Lsp eru yndislegar
manneskjur sem léttu honum
lífið í gegnum árin af mikilli
hlýju og vináttu. Aðstoðar
heimahlynningar naut hann
þegar líða fór á og heimahjúkr-
unar undir það síðasta. Síðustu
vikurnar dvaldi hann á líknar-
deild. Hann átti ekki orð yfir
góðmennskuna og þjónustuna
þar. Honum leið því eins vel og
kostur var síðustu dagana.
Í dag kveðjum við góðan
dreng, vin okkar og frænda, og
þökkum honum samfylgdina í
gegnum lífið.
Blessuð sé minning hans.
Tómas, Sigríður og Katrín.
Ég þekkti Sigga. Oft á kvöld-
in var ljós í íbúð Sigga sem bjó
við hliðina á mér. Þá hringd-
umst við á. Við töluðum um alls
kyns mál. Siggi var vel að sér
um hvert stefndi í þjóðfélags-
málum og var góður í að sjá
hvað var upp og niður í hlut-
unum. Hann var verklaginn og
vann í mörg ár hjá Flugfélagi
Íslands, var eftirsóttur starfs-
maður. Siggi var mjög handlag-
inn og hafði gott verkvit. Einnig
var Siggi mikill prinsippmaður
sem stóð með réttlætinu. Ef
hann sá að hann hafði rangt
fyrir sér, sem var sjaldgæft, þá
lét hann undan fyrir sakir prin-
sippa um hvað væri réttlátt.
Öllum fannst gaman að heim-
sækja Sigga og rabba við hann
og hann var vinsæll meðal
manna. Stundum hrærði Siggi
upp í fólki sem grín og hlógu
svo báðir aðilar saman þegar
þeir sáu grínið. En heilsan lét
undan hjá Sigga. Fyrst með
bakveiki sem lét hann hætta hjá
Flugfélaginu. En síðan kom upp
lungnasjúkdómur sem dró hann
til dauða. Þrátt fyrir veikindin
var Siggi alltaf bjartsýnn og
hlakkaði til að lifa drauma sína.
Og þótt Siggi lifði af litlum ör-
orkustyrk. Þá gaf hann til bág-
staddra í þriðja heiminum.
Nú er ekki lengur ljós í íbúð
Sigga. Svona góðmenni og prin-
sippmaður sem stóð með rétt-
lætinu mun ekki hafa neitt fyrir
að komast inn hjá Lykla-Pétri.
Það er heiður að hafa þekkt
hann. Hans verður sárt saknað í
hverfinu þar sem hann bjó.
Sveinbjörn Ólafsson.
Ljúfur maður og kær er fall-
inn frá. Ég kynntist Sigurði í
lok síðustu aldar en þá vorum
við Elín Oddný Sigurðardóttur,
nú eiginkona mín, að skjóta
okkur saman. Oddný, þá ver-
andi tilvonandi tengdamamma
mín, átti heima á hæðinni fyrir
ofan Sigurð á Brávallagötunni
og var góður vinskapur þar á
milli. Ég varð fljótlega tíður
gestur á heimili þeirra mæðgna
og svo varð úr að við fluttum í
kjallara Brávallagötunnar og
áttum heima þar næstu 4 árin.
Þá varð Sigurður að Sigga
„granna“ – nafnbótina sam-
þykkti hann strax með bros á
vör. Þó ekki hefði hann heilsu í
að hjálpa okkur við flutninginn
lagði hann sitthvað til málanna
og gaf okkur ómetanlega hluti í
búið, hluti sem við eigum enn
og þykir mjög vænt um.
Við hjónaleysin vorum bæði í
námi og hlutastarfi á þessum
tíma og áttum því oftar en ekki
tíma aflögu að degi til. Á þeim
stundum var oftar en ekki kíkt í
kaffisopa til Sigga, sem tók
okkur fagnandi. Hann hafði frá
mörgu að segja og átti ótal sög-
ur í farteskinu sem hann hafði
greinilega gaman af að rifja
upp. Hann var mikill húmoristi
og stríðinn mjög, þó alltaf í
gamni.
En allt tekur breytingum.
Við fluttum síðsumars 2002,
kvöddum Brávallagötuna og
fluttum til Svíþjóðar í 2 ára
nám. Þegar heim var komið
hittum við Sigga stöku sinnum
á förnum vegi. Þá var hann til í
að taka upp þráðinn og eiga
gott spjall.
Við Elín Oddný vottum að-
standendum Sigurðar okkar
dýpstu samúð. Minningin um
hann er samofin ljúfum og góð-
um stundum á Brávallagötunni
sem við munum minnast um
ókomna tíð.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Haraldur V. Sveinbjörnsson.
Sigurður
Guðjónsson
Ástkær eiginmaður minn,
ÁRNI B. SVEINSSON,
Hjallaseli 31,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
þriðjudaginn 30. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Gréta Sævarsdóttir.
Ástkær systir okkar, frænka, mágkona og
stjúpdóttir,
KRISTÍN ÓSK GUNNARSDÓTTIR,
Vallhólma 16, Kópavogi,
lést á heimili sínu 1. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
16. janúar kl. 13.00.
.
Hilmar F. Gunnarsson, Ólöf H. Guðmundsdóttir,
Kristbjörg L. Hilmarsdóttir,
Gunnar Þór Hilmarsson,
Berglind J. Hilmarsdóttir,
Karen Dögg Gunnarsdóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson,
Guðmundur Valtýsson.
✝
Áskær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
TRYGGVI ÞÓRHALLSSON
rafverktaki,
Ystabæ 13,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi á
nýjársdag, verður jarðsunginn frá Grafarvogs-
kirkju mánudaginn 12. janúar klukkan 13.00.
Þeim sem vildu minnast Tryggva er bent á MND félagið.
Kristín Ólöf Björgvinsdóttir,
Helga Lilja Tryggvadóttir, Sigurjón Magnússon,
Magnús Björgvin Tryggvason, Elsa Maria Alexandrè,
Þórhallur Tryggvason, Þórhalla Guðmundsdóttir,
Hanna Tryggvadóttir, Torfi Vestmann,
barnabörn og barnabarnabörn.